Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 101
99
Fom miðstigsbeyging í nútímamáh
Eins og sjá má eru möguleikarnir tveir standi miðstigið með örnefni, þ.e.
gömul og ný beyging. Þetta á ekki við þegar samnafnið á í hlut. Þá er
gamla beygingin útilokuð. Möguleikinn er því aðeins einn. A sama hátt
v®ri rætt um Syðri- eða Syðra-Hól, Starri- eða Starra-Bœ. en bæjarhúsin
stæðu á syðri hólnum, ekki *syðra, og eitthvað tengdist stœrri bæ (sam-
'iafn), ekki *starra. Aftur eru möguleikarnir tveir á móti einum."1 Þessi
Eegðun fellur því vel að þeim hugmyndum Kurylowicz sem lýst var í 3.1
um varðveislu gamla formsins í þrengra eða aukahlutverki, þ.e. örnefn-
mu, á meðan það nýja tekur yfir aðalhlutverkið í samnafninu.
Bæjarnafnið A/linni-Núpur hefur í upphafi án efa kallast á við stori í
Eæjarnafninu Stóri-Núpur. í nöfnunum hefur því falist samanburður. Það
er hið sögulega viðhorf. En er svo enn? Samtímalega séð þarf ekki endi-
'ega svo að vera því segja má að samanburðarmerkingin sé horfin og hvort
bæjarnafn um sig geti lifað án hins. Bærinn Minni-Núpur heitir nú ein-
faldlega svo og forn tengsl geta þess vegna löngu verið horfin."2 Þannig
takast hið sögulega og samtímalega viðhorf á. En samanburðurinn er aug-
'jós þegar minni maðurinn á í hlut.
Dæmi um miðstig með eiginnöfnum manna liggja ekki á lausu. Það
þekktist þó vel hér áður fyrr að systkin, tvö eða fleiri, bæru sama nafnið. 3
Eví þurfti t.d. að greina að bræður með sama nafni sem Jón eldri og Jón
yngri. Þá eru dæmi um að lýsingarorðið beygist að fornum sið; raunar má
Segja að stutt sé í að eiginnafnið og miðstigið sé orðið að einni heild. En
^æmi um þessa notkun má sjá í (11).
(11) Þess yngra er þegar getið;... Sá eldri var orðinn vígður prestur þegar
ránið var framið ... Sannarlega snerti ránið ]ón eldra ...
(Þorsteinn Helgason 1996:67)
21 Hér hefur því verið haldið fram að með samnafni fari beyging hliðstæða miðstigs-
°rðsins eftir kerfi nútímamáls. Samkvæmt því er aðeins einn möguleiki á beygingu við-
°mandi orðs hverju sinni. í sjálfu sér er ekki hægt að útiloka að t.d. fornmálsbeyging geti
sk°tið upp kollinum við einhverjar aðstæður. En slikt yrði aldrei annað en undantekning
§ það sjaldgæf. Því er áðurnefnd fullyrðing sett fram.
Þetta er ekki ósvipað því og þegar liðir samsetningar missa merkingu sína en heild-
'n tekur yfir ef svo má að orði komast. Brinton og Traugott (2005:34) nefna orðið black-
b°aN ‘tafla’ sem dæmi um þetta: Tafla þarf ekki að vera endilega að vera svört. I íslensku
e^Ur merking hvors liðar í samsetta orðinu rádherra ekkert með heildarmerkinguna að
®era’ í hugum margra hefur orðið skósverta einungis merkinguna ‘skóáburður, sbr. það
egar talað er um brúna skósvertu.
3 Þetta sýna m.a. rannsóknir Ólafar Garðarsdóttur (1998) á nafngiftavenjum í Hruna-
Pfostakalli í Árnessýslu á síðari hluta 19. aldar.