Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Blaðsíða 30
— 30
hreinskilinn að kannast við þetta.
Hann sagði:2) »Þegar vér*, sem
sannfærðir erum um »að alt, sem
við hefir borið, hafi borið við
af náttúrlegum orsökum, notum
engin undanbrögð, vafninga eða
orðaflækjur, þegar vér látum já
merkja já og nei merkja nei, — þá
verðum vér að játa að vér erum
ekki framar kristinnar trúar» (»wir
sind keine Christen mehr«).---------
En það eru einmitt »vafningarnir
og orðaflækjurnar* sem mestöll til-
slökunarguðfræðin notar svo sorg-
lega mikið sjálfri sér og öðrum til
blekkingar. —
»Miðlunarguðfræðin« eða hægri
fylkingararmur nýguðfræðinnar er
meistari í þeirn efnum, og því mjög
erfitt fyrir aðra dauðlega menn að
sjá stundum hverju þar er trúað i
alvöru.
Margir þeirra eru á reiki; sumir
nálgast þá sem mest slaka til við
vantrúna og svæsnastir eru í »kritik«
sinni, hafna þeir syndleysi Jesú, þótt
þeir göfgi hann mjög í öðru orð-
inu, — Aðrir nálgast eldri stefnuna
2) Gesammelte Schriften, Band
VI, 61.