Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 27

Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 27
— 27 — ef til vill i liinu orðinu, að vér sé- um nú allir guðssynir, og alla góða menn, sem lifað hafi meðbræðrum sínum til heilla, megi kalla frelsara í sama eða svipuðum skilningi og Jesúm. Þeir tala um upprisu Jesú, en meina þó sumir ekki annað með henni en það, að andi hans hafi birzt »sálaraugum postulanna*, o. s. frv. Séð hefi eg nýguðfræðing kannast hreinskilnislega við þetta, og kalla það líkingamál, sem nauðsynlegt væri »til að brúa gjána milli hugs- ana nútímans og fornaldarinnar«. (Sbr. Arboe Rasmussen: Om Tros- bekendelsen og Præstelöftet, 45. bls.). En mörgum vinum eldri stefnunnar virðist það vera óhreinskilni við kristna söfnuði, og kalla það »guð- fræðilega peningafölsun«. En jafn- vel þótt það sé nú sjálfsagt ekki vísvitandi óhreinskilni hjá ýmsum þeirra, þá veldur þessi vani tortrygni hjá jákvæðum guðfræðingum og kristnum söfnuðum gagnvart öllum sem telja sig nýguðfræðinga. Enda þótt sú tortrygni geti stundum kom- ið ómaklega niður, og hrundið t. d. ungum prestum lengra út á efa- semda brautina. 2*

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.