Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Blaðsíða 14
— i4 —
þá oft gripið til handhægrar »sönn-
unar«, sem svo hljóðar: »Fyrst hér
er sagt frá kraftaverki hlýtur sagan
að vera ýkt eða ósönn með ölluc.1)
J) Slík »röksemdafærsla« er mér
persónulega minnisstæð, því að það
var hún sem opnaði á mér augun
svo að eg sá að biblíurannsóknir ný-
guðfræðinga voru hlutdrægar. Eg
trúði því í einlægni á prestakólaár-
um minum að biblíukrílíkin væri al-
veg óhlutdræg vísindi, og því væri
sjálfsagt að viðurkenna ályktanir
hennar og fullyrðingar, sem mér voru
kendar og sérstaklega komu óþægi-
lega við ritvissu og sannleiks-
gildi margra rita gamla testamentis-
ins. Að vísu skildist mér að sumar
þessar fullyrðingar mundu særa trú-
artilfinningu ýmsra, og oft heyrði
eg árið eftir að eg útskrifaðist, danska
kennimehn fara hörðum orðum um
biblíukrítikina. Einkum eru mér
minnisstæð ummæli Lúðvigs Schröd-
ers skólnstjóra á Askov, er hann var
að kvarta um hvað mikið hefði borið
á biblíukrítík i fyrirlestri, sem síra
Skovgaard-Petersen hafði haldið þar
árið áður. En eg hugsaði með sjálf-
um að það væri til litils að spyrna
gegn vísindalegum sannleika. Svo
var eg á stúdentafundinum á Leckö
við biblíufyrirlestra hjá Michelet próf.
frá Kristjaníu og þar heyrði eg »sönn-