Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Blaðsíða 37
37 —
og líf hans hefir runnið saman í
eitt andlegt persónulegt lif« ? — Skilji
það hver sem má.
Er ekki með þessu gert ráð fyrir
óskiljanlegu — og því líklega »ótrii-
legu« — kraftaverki, alveg eins og
með Kristsfræði kirkjunnar. ?
Hver sem trúir þvi að eðlismun-
ur hafi verið milli jesú og annarra
manna, — og játi menn syndleysi
Jesú, verður erfitt að komast hjá
því — hann ætti að geta skilið, að
þá er samband }esú við guðdóminn
óskiljanlegt og allar skýringartilraun
ir mannanna því ófullkomnar. Þess
vegna er og margfalt hægra að finna
að eldri skýringum en að búa til
aðrar betri sjálfur.
Af ýmsum ástæðum fjölyrði eg
ekki frekar í þetta sinn um Krists
fræði próf. J. H. né árásir hans á
friðþægingarkenningu kristinnar
kirkju. — Bæði yrði það of langt
mál hér, og hætt við að einhverir
kynnu, og það ekki að ástæðulausu,
að nugsa, að það stæði öðrum
nær en mér að sýna fram á sum-
part hvað rökrétt hugsun rekur sig
þar víða á, og sumpart hvaða af-
leiðingar það kann að hafa fyrir
þjóðkirkju vora að líttijrúaðir stúdent-