Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 25
milli trúarjátninga kirkju sinnar eða
»gömlu« guðfræðinnar, og hinna,
sem hika ekki við að fylgja megin-
reglum stefnunnar nokkurn veginp
rökrétt alla leið, enda þótt leið sú
liggi út úr öllum sögulegum kristin-
dómi og stundum allar götur út í
algyðistrú.
Því er ekki að leyna, að eftir því
sem mér er kunnugt urn þessa
»miðlunarguðfræðinga« virðist mér
rökfræðin eða röksemdaleiðslan einna
lökust hjá þeim, enda þótt þeir sjálf-
ir vilji vitanlega láta kalla hana vís-
indalega. En á hinn bóginn kemur
þar stundum í ljós svo mikið af ein-
lægum trúartilfinningum, að mér
hefir komið i hug hvort vér jákvæð-
ir guðfræðingar værum ekki að bera
vopn á bræður vora, að því er suma
þeirra snertir, með ýmsu af þvi sem
við þá og urn þá er sagt frá vorri
hlið. Trú þeirra sumra virðist mér
sem sé vera miklu betri en guðfræði
þeirra er, og þá vil eg heldur lita á
trúna, að þvi er einstaklinginn snertir.
Aðal-mein þeirra flestallra eru
meðal annars þessi: Þeir bera svo
mikla lotningu fyrir hinni svo nefndu
»sögulegu og bókmentalegu krítik*
nýja testamentisins hjá svæsnum
2