Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 17

Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Page 17
17 — dreymt fagra drauma um, að efnis- hyggjumenn og guðleysingjar mundu hverfa í hópum til kristinnar trúar, þegar svo vel væri slakað til við þá, »kreddurnar« — ásteytingar steinarn- ir — teknar brott. En það er öðru nær en að draumar þeir hafi ræst. Hvergi hefi eg heyrt né lesið hjá eldri stefnunni eins hörð orð um til- slökunar guðfræðina eins og hjá ýms- um þaullærðum efnishyggjumönn- um1). Veit eg það, að nýguðfræðingar reyna nú orðið að hugga sig við þessi vonbrigði með því að óvildin stafi af þvi að efnishyggjumenn sjái hvað nýguðfræðin er þeim miklu hættulegri en eldri stefnan. En mjög erfitt á eg með að skilja að það sé annað en tóm ímyndun. Hitt virð- ist mér skiljanlegra að þeir menn, sem vilja ekki kannast við nein önn- ur visindi en þau, sem skynsemin getur alveg rúmað og rannsakað, reynsluvísindin, að þeim gremjist sú ósamkvæmni tilslökunarguðfræðinn- ar að játa þessu í öðru orðinu en hafna því í hinu, þar sem »hún tek- J) Má þar sérstaklega nefna bæk- ur B. Lidforss: Kristendommen förr och nu og Modárna apologeter Malmö 1911).

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.