Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 6

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Blaðsíða 6
4 Aldrei hefi jeg sjeð almenning eins ákafan í blöð og blaðaskeyti eins og þessa daga í Kristianíu. Stórblöðin voru seld tugum þúsunda saman kvöld og morgun, og mannþyrpingar stóðu bæði dag og n ó 11 fyrir utan glugga frjettablaðanna, þar sem skeytin voru birt jafnóðum og þau komu, og upp til sveita stóðu bændur og búalið í stórhópum við járnbrautastöðvar til að bíða eftir blöðunum. Þegar fregnir báru3t um að Þjóðverjar væru búnir að segja Rússum og Frökkum stríð á hendur, varð fjöldi manna svo óftasleginn að til vandræða horfði. Þ.ið var gerður aðsúgur að bönkum og verslunuin, og sagt var að sumir hefðu keypt. 7 eða 8 rúgbrauð í einu, þótt þeir væru annars vanir að kaupa hálft brauð. Sumir kaupmenn hag- nýttu sjer hræðslu fólksins með svo mikilli ófyrirleitni, að hegningarvert var. Margir bjuggust við að Dan- mörk lenti þá og þegar í klóm Þjóð- verja, og ýmsir Danir, sem voru á ferð í Norvegi, hröðuðu sjer sem inest þeir máttu heimleiðis „áður en allar samgöngur teptust“. Allar gleðisamkomur hættu, alvara

x

Nýtt og gamalt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.