Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Page 11

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Page 11
um leiðtoganna, er heima sitja og æsa þjóða'natrið með alls konar á- lygum um andstæðingana? — Hver trúir því? — Og til hvers væri þá að ílýja fyrir munaðarleysingja og smæl- ingja, ef Guð er í þeim, sem dýrka hnefarjettinn og telja morðvopnin æðsta úrskurðarvald i ágreinings- málum þjóðanna? En hvar er þá Guð? Hvers vegna skiftir hann sjer ekki af þess- um hörmungurn? Hví talar hann ekki almættisorðin: „Hingað og ekki lengra, hjer skulu há-öldur þínar brotna?" — Það er síst furða, þótt slíkar spumingar vakni í sálum margra alvörugefinna manna, og þær geti orðið svo nærgöngular, að efasemda- myrkur hylji alla útsýn. Það stoðar ekki gagnvart þessum spurningum, þótt vjer förum að af- saka Guð, og bendum á frjálsræði manna og allan undirbúning og alla sekt þjóðanna, sem hjer eiga hlut, að máli. Efasýkin mundi fljótlega minna á t,. d. jarðskjálftann mikla á Ítalíu, sem eyddi mörgum þorpurn og drap þúsundir manna; — þar var engu mannlegu frjálsræði til að dreifa.

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.