Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Síða 12

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Síða 12
10 Gat skaparinn ekki stjórnað svo náttúruöflunum, að enginn jarðskjálft.i yrði? Gat. almáttugur kærleikurinn ekki varpað hatrinu brott Ur hjört- unum, svo að enginn ófriður yrði? — Drottinn allsherjar er ofar af- sökunum vorum og ásökunum, og oft rekum vjer oss nauðugir viljugir á, að vegir hans eru himinhátt yfir vorum skilningi. — Eu siður mundu fyrtaldar spurningar valda kvíða og vonartjóni, ef hugmyndir manna um Guð og heiminn væru biblíufastari, en þær eru alloft. Almenna og ef til vill almennasta skoðunin er sú, að þessi heimur, sem vjer byggjum, endurspegli visku, kærleika og veldi Drottins, og menn þurfi ekki annað en líta umhverfis sig til að sjá það alt. — — En sú skoðun er barnaleg og rekur sig á- takanlega á reynslu allra þeirra, sem sjá að syndin er svört og harmur margra inanna er hömrum þyngri. Vér byggjum blóðuga jörð. Hatur, ofsóknir og morð eru þar heimilisföst. Mennirnir drepa hverjir aðra, og dýrin eiga flest í sífeldum styrjöldum. Stór og smá slys „af náttúrunnar völdum"

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.