Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Síða 24

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Síða 24
annara þjóða, bæði Þjóðverja og sumra hlutlausra þjóða (sbr. ennfr. I). Það er til lítils að fara að spá hjer nokkru um endalok þessa ófriðar, eða hver trúaráhrif hann kann að hafa að lyktum. Oss, sem stöndum á- lengdar, og höfum enn tiltölulega lítið reynt af hörmungum þeim, sem ó- friðurinn veldur, ætti fyrst, og fremst að vera ant um að gæta sjálfra vor, svo að Guð leyfi ekki hörmungunum að setjast einnig að hjá vorri þjóð. „Ætlið eigi að þessir Galíleumenn hafi verið syndugri en allir aðrir í Galíleu", sagði Jesús forðum, „en ef þjer bætið ekki ráð yðar, munuð þjer allir eins farast". Þau orð gætu fengið oss flestum nóg að hugsa á þessum alvöru tim- um. — Vjer þurfum ekki annað en að minnast siðasta landskjálftans á Ítalíu til að sjá, að ógnir dauðans geta komið yfir hlutlausa þjóð. Ó, að vjer á þessum tíma mætt- um sjá hvað til vors friðar heyrir ! „Ó, land, land, land, heyr orð Drottins!“

x

Nýtt og gamalt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.