Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Side 38

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Side 38
færum vjer í bardaga. Alt. í einu fór einn i hópnum að syngja: „Hærra minn Guð til þín“; öll hersveitin tók þegar undir. Svo sungum vjer Djrðarsönginn: „Þegar jeg leyítur verð þrautunum frá“.--------- Það var eftirminnilegur söngur, minsta kosti mundum vjer hann vel kvöldið eftir þegar vjer vorum að jarða ‘Jó—30 fjelaga okkar, sem sungið höfðu með okkur. — Foringinn, sem las jarðarfararorðin, gat ckki tára bundist11. — Enskur horlæknir, dr. Iiudvig Tusker frá Lundúnum, skrifar svo heim til sín : „í dag er sunnudagur, og vjer vorum til altaris í úthýsi, sem stórgripir eru hafðir í. Það var alvarleg stund, eins og nú er um- horfs. í kvöld vorum vjer á kristilegri samkomu í hlöðu. HerpreBturinn og prestur frá Wesleyunum töluðu Pjölda margir fyrirliðar og liðsmenn voru við. Yjer sung- um gamla og góðkunna sálma, og einn fyrirliðinn las kafla úr Samúelsbók um her- ferð Jónatans gegn Filisteum. Samkoman var góð og eftirminnileg, þótt ljósin væru ljeleg og hermennirnir þreyttir og óhreinir eftir ýmsar svaðilfarir. Sumir voru alveg nýkomnir úr skotgryfjunum, aðrir áttu að fara til þoirra að vörmu spori, all-líklegt var að sumir þeirra yrðu fallnir um næsta sólarlag. — Söngurinn var átakanlegur, og þegar leiðtoginn bað fyrir ástvinum vorum í fjarlægum heimkynnum, voru fá augu þur, þótt hjer væru hraustir drongir, sem dag- lega horfðust í augu við dauðann. — Fallbyssugn^rinn heyrðist í sifellu meðan á samkomunni stóð“.

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.