Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 2

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 2
VERA 3/1983 MAÍ Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík Hótel Vík Sími 22 188 og 21500 Athugið! Frestur til að skila sögum í smásagnakeppni VERU verður lengdur til 1. ágúst næstkomandi. Nú ættu allar þærsem luma á hugmynd- um að geta tekið sér penna í hönd — t. d. í sumarfríinu. Munið, 5000 krónur í verðlaun fyrir bestu söguna. M d Alþingiskosningamar 23. apríl s. I. voru athyglisverðar á margan hátt. Mesta athygli vekur þó sú breyting sem varð á hlutfalli kvenna á alþingi. Af 60 þingmönnum fyrir kosningar voru aðeins 3 konur, en að þeim loknunt eru þær orðnar 9 talsins. Aldrei áður í sögu Alþingis hafa jafnmargar konur náð kjöri frá jafnmörgum stjórnmálaflokkum og samtökum. bessa aukningu kvenna má eflaust að verulegu leyti rekja til þeirrar baráttu og umræðu, sem átt hefur sér staö undanfarin ár um stöðu konunnar. Sú umræöa náði ef til vill hámarki og tók heljarstökk í fyrravor, með sérframboðum kvenna í bæjar- stjórnarkosningunum á Akureyri og í Reykjavík. í því sam- bandi vekur einnig athygli og þó nokkur vonbrigði að Kvenna- listinn í Norðurlandskjördæmi vestra fékk engan fulltrúa kjör- inn á þing. Kvennaframboðið í Reykjavík óskaröllum þessum nýkjörnu konum til hamingju með sigurinn og væntir þess að þeim takist að konta stefnumálum sínum í framkvæmd og þá sérstaklega þeini er lúta að auknum umsvifum kvenna við stjórnun þjóðfé- lagsins. En betur má ef duga skal. Ekki nægir að koma fleiri konum á þing, ef barátta kvenna á öðrum vígstöðvum þjóðfé- lagsins eflist ekki jafnframt. Kvennaframboðið í Reykjavík og Vera vilja því ennfremur hvetja allar aörar konur til aukinna dáða. Konur verða alltaf aö standa vörö við hagsmuni sína, hvar sem þær kunna að starfa eða lifa. En lífið er ekki bara stjórnmál eða saltfiskur. Nú er sumarið frantundan, árstími sumarleyfa, ferðalaga og bjartari lita. Þá er einnig þinghlé og fundahöld hjá okkur í lágmarki. Flest þekkj- um við þau áhrif, sem árstíðirnar og árstíðaskiptin hafa á sálar- líf okkar. Árstíðirnar hafa ekki cingöngu áhrif á sálartetrið, heldur einnig útlit okkar og klæðaburð, sem sést best á því, að föt og tíska breytast með þeim. Á undanförnum árum hefur tískan orðið mun árstíöabundnari, jafnvel hér á landi, þar sem allra veðra er von. Áhrif hennar á útlit og klæðaburð er al- kunna, sem ekki þarfnast staðfestingar. í þessu tbl. Veru er leitast við að svara spurningum varðandi konur, föt og tísku. Gleðilegt sumar. ha. Ritnefnd: Elísabet Guðbjörnsdóttir Hlín Agnarsdóttir Kristín Jónsdóttir Kristín Sigurðardóttir Magdalena Sehram Sigurrós Erlingsdóttir Útlit: K. Börhammer Sólveig Aðalsteinsdóttir Þóra Sigurðardóttir Forsíða: Sólveig Aðalsteinsdóttir Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Setning og prentun: Hólar h.f. Ábyrgðarmaður: Magdalena Schram Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Vera kostar kr. 40 í áskrift en kr. 50 í lausasölu. Athugasemd. I fyrsta tölublaði 1983 birtist greinin Hœtt- ið að hrosa en hún er þýdd úr sænsku. Því miður gleymdist aö geta þýðandans, en greinina þýddi Hlín Agnarsdóttir. fi 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.