Vera - 01.05.1983, Page 22

Vera - 01.05.1983, Page 22
finnst þetta þó sannarlega vera mál sem kemur öllum foreldrum viö. Ástæðurnar fyrir því að Kvennaíramboðið hefur svo eindregið lagst gegn núverandi rekstri leiktækja- og spilakassasala eru margvíslegar og mun hér að neðan verða leitast við að skýra þær. Lœrum af mistökum annarra Þrátt fyrir greiðar samgöngur nútímans hefur smæð okkar og einangrun tafið umfang og útbreiðslu ýmissa félagslegra vandamála sem myndast í kjölfar firringar í nútíma þjóðfélögum og sem má finna í nágrannalöndum okkar. Petta veitir okkur þá sérstöðu að geta lært af reynslu og mistökum annars staðar frá og á þann hátt getum við spornað gegn óheillavænlegri þróun með fyr- irbyggjandi aðgerðum. Að sjálfsögðu verður vilji að vera fyrir hendi og mannleg verðmæti látin sitja í fyrirrúmi fyrir fjárplógsstarfsemi. Leiktækjasalir eru glöggt dæmi um slíka starfsemi, þar sem mannleg verðmæti eru ekki í hávegum höfð heldur gróðasjónarmið og skammtíma- lausn á tómstundaiðju til handa unglingum látin ráða. Það hefur sýnt sig á hinum Norðurlöndunum að reynsla af slíkum leiktækjum og peningakössum er mjög slæm. Tölvu-spilafíkn Hverjir eru þá hinir neikvæðu þættir sem hér er um að ræða? Ýmsir þeirra sem stunda þá iöju að spila á um- rædda kassa verða gripnir algjörri spilafíkn, þ. e. óvið- ráðanlegri þörf til að halda áfram að spila og eru mörg dæmi þess að fólk hafi spilað burt aleigu sinni. Virðist þetta einkum eiga við þá sem hafa minna hlutverki að gegna í þjóðfélaginu, svo sem unglinga og gamalmenni. í kjölfar þessa leiðast unglingar oft á tíðum út í afbrot til að geta fjármagnað og fullnægt spilafíkn sinni. í Svíþjóð eru meira að segja til dæmi um að unglingspiltar hafi stundað vændi, spilamennskunnar vegna. Fylgikvillar Hér á landi er nú þegar farið að bera á afbrotum meðal unglinga í fjáröflunarskyni. í þessu sambandi. Þegar unglingar leiðast út í afbrot til að fjármagna tóm- stundaiðju sína, má segja að eitthvað sé bogið við þá iðju. Fylgikvillarnir í þessu sambandi eru margvíslegir og má þar nefna sljóleika sent leiðir til skertrar ábyrgðartil- finningar og verðmætamats, sem hefur aftur bein áhrif á félagslegan þroska einstaklingsins. Pípandi járntól Rétt er að benda á aö leikir sem þessir kalla ekki á mannleg samskipti, heldur stendur einstaklingurinn einn frammi fyrir pípandi járntóli og útilokar sig frá umheim- inum til þess eins að safna stigum og vinningum í stríðs- leiknum. Flestir þessara leikja ganga einmitt út á eltinga- leik upp á líf og dauða, þ. e. að forðast það að verða skotinn niöur eða að skjóta niður. Ennfremur hefur bor- ið á því hér á landi að börn og ungiingar sent áður sinntu skólagöngu reglulega taka upp á því að skrópa og fara þess í stað í ,,leiktækjabúllurnar“. Skortur á tilboðum ræður ferðinni Leiktækjasalirnir/sjoppurnar geta vart talist sérlega heppilegir né uppbyggilegir samkomustaðir fyrir börn og unglinga. í dag er það þó vafalaust skortur á öörum tilboðum og möguleikum sem stuðlar að því að beina þeim inn á þessa staöi. Á þessum stöðum fer ekki fram nein önnur starfsemi ætluö unglingum og engir ábyrgir aðilar eru til staðar aðrir en þeir sent ciga gróðasjónar- miða að gæta. Skaðleg hliðarstarfsemi Reynsla hinna Norðurlandanna sýnir aldráttarlaust fram á, að í tengslum við þessa staði fer oft l'ram ýntis- konar ólögleg starfsemi. Vímuefnasala og neysla víntu- efna, kaup og sala á þýfi, vændi og margt fleira fer þarna fram sem getur vart talist til uppbyggilegrar starfsemi og áhugaverð til eftirbreytni. Hér í Reykjavík er nú þegar farið að bera á miður heppilegri hliðarstarfsemi í tengsl- um við leiktækja- og spilasali. Þó saga leiktækjasala hér á landi sé ekki löng hefur samt einum þeirra þegar verið lokað sökum óæskilegrar starfsemi og slæmra áhrifa á fjölda unglinga. Vert er að benda á í þessu sambandi, að frá því að fyrstu kvartanirnar fóru að berast og þar til staðnum var lokað liðu nær tvö ár og ekki þarf að fjöl- yrða um það hér hvað tvö ár geta verið mikilvæg í þroskaferli unglings. Sumir benda á að hert eftirlit og bættur aðbúnaöur á stöðunum hindri þessa óæskilegu hliðarstarfsemi. Viö í Kvennafrantboðinu teljum það engan veginn leysa vand- ann og viljum þess í stað leita nýrra leiða.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.