Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 34

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 34
INNLENDAR FRÉTTIR frá Hvammstanga Ein úr ritnefnd Veru var stödd á Hvatnms- tanga og fékk þá tvœr kotutr, þær Ingi- björgu Pálsdóttur og Ragnheiði Eyjólfs- dóttur, til að segja sér frá mannlífinu þar og hvernig það vœri að vera kona á Hvamms- tanga. Ingibjörg og Ragnheiður eru báðar hústnœður en vinna einnig utan heimilis. Ingibjörg er bréfberi, húsvörður við félags- heimilið á Hvammstanga og hún kennir einnig við tónlistarskólann á staðnum. Ragttheiður er verslunarmaður og rœstinga- kona. En hér á eftir fer inntak viðtalsins við Ragnheiði og Ingibjörgu. Á Hvammstanga er sjaldgæft aö konur vinni heima allan daginn. Þó eru eldri kon- ur og konur meö börn heima en algengast er aö konur vinni utan heimilis og þá yfir- leitt í hálfu starfi. Það eru helst ungu kon- urnar sem eru að koma sér upp húsnæði sem vinna úti allan daginn. Margar konur vinna utan heimilis vegna þess aö þeim finnst þær hafa svo gott af því félagslega. Leikskóli er á staðnum og hingað til hef- ur verið nóg pláss fyrir alla krakka þar. Börn innan við 6 ára aldur eru ævinlega í pössun og þá ýmist á leikskólanum eða hjá einstaklingum. Krakkar á skólaaldri bjarga sér sjálf eða konur í næstu húsurn líta til með þeim. Hér eru engar dagmömmur en mæður hafa stundum verkaskipti og skipt- ast á að passa hver fyrir aðra. Helstu kvennastörfin eru við sjúkrahús- ið, í rækjunni og fiskinum, í búðunum, á saumastofunni og á skrifstofum. Þær Ragn- heiður og Ingibjörg sögðust ekki vita hvort konur væru í lægri launaflokkum en karlar. Hins vegar sögðu þær að það heyrði til undantekninga að karlmenn væru í hálfu starfi. Þær telja ekki að vinna kvenna sé stopulli en karla, t. d. ef ekki er vinna í fisk- inum eru þeir lausráðnu látnir fara en það eru ekkert frekar konur. Á Hvammstanga er enginn einstæður faðir en nokkrar einstæðar mæður. Annars er tiltölulega lítið um einhleypinga eða það að fólk búi eitt. Félagsleg cinangrun þekk- ist ekki. Nú í vetur er í fyrsta sinn 9. bekkur grunnskóla starfræktur hér og er það mikill munur. En krakkar verða að leita annað til að fara í framhaldsnám og yfirleitt fara flestir, jafnt stelpur sem strákar, í eitthvað nám eftir grunnskóla. & 34 Tónlistarskóli hefur verið á Hvamms- tanga síðan 1968 og er hann fyrir alla Vest- ur-Húnavatnssýslu. 28 nemendur af Hvammstanga stunda nám við hann en nemendur eru um 80 alls. I skólanum er kennt á orgel, píanó, llautu, gítar og harmóniku. Sjúkrahús eru hér og starfandi læknar. Um tíma var engin Ijósmóðir á sjúkrahús- inu og var það mjög bagalegt fyrir sængur- konur sem þurftu að fæða á Blönduósi en nú er Ijósmóðir starfandi og geta sængur- konur dvalið hér. Síðast liðið sumar settist tannlæknir að á Hvammstanga. Til Hvammstanga kemur fólk frá Laug- arbakka til vinnu og sláturvinnan byggist að mestu leyti á aðkomufólki, fólki úr sveitunum í kring enda flestir Hvamms- tangabúar í fastri vinnu. Ymis konar félagastarfsemi cr á Hvammstanga. Kvenfélagið og Lions eru einu félögin þar sem kynskipting er, en í ungmennafélaginu eru bæði kynin. Kven- félagið og ungmennafélagið standa að leik- starfsemi en í stjórn leikhópsins eru 6 manns, þrír frá kvenfélaginu og þrír frá ungmennafélaginu. Eitt leikrit er fært upp á ári hverju og leiklistarnámskeið er haldið árlega og er það opið öllum. í lok hvers námskeiðs er reynt að hafa bókmennta- kynningu og er þá einn rithöfundur kynnt- ur. Nú síðast var Nína Björk Árnadóttir og verk hennar kynnt. Á bókmenntakynning- ar mæta fáir en leikritin hafa gengið sæmi- lega. Reyndar var leikritið í vetur illa sótt, líkast til vegna þess að það var barnaleikrit. Fólk virðist hafa talið að það næði ekki til fullorðinna. Fyrir þorrablót er ntikið æft og sönglíf blómlegt. En alla jafna er kirkjukórinn eini kórinn. Á þorrablót mæta allir og skemmta sér óskaplega vel. Mikil vinna felst í undir- búningi blótsins en það þroskar fólk félags- lega að koma þarna saman og vinna fyrst, skemmta sér svo. Allt skemmtiefni er heimatilbúið og fólkið kemur saman til að útbúa matinn, eitt kvöld er bakað laufa- brauð og annað kvöld fer í að úrbeina hangikjöt. Félagslífið er mjög gott og taka konur ekki síður þátt í því en karlar. Flest alla daga vetrarins er félagsheimiliö í notkun. Eins er mikið félagslíf í skólanum og eitt kvöld í viku hafa krakkarnir aðstöðu í skól- anum án þess að kennarar séu með. Íþróttalíf hefur eflst mjög undanfarin ár og eru frjálsar íþróttir aðallega stundaðar. Síð- ast liðið sumar var tekin í notkun ný og fín sundlaug og mun sundlíf áreiðanlega verða gott á næstu árum. í félagsmálum og félög- unum er yfirleitt almenn og góð þátttaka. í lokin snerist umræðan að jafnrétti kynj- anna. Þær Ingibjörg og Ragnheiður töldu að á Hvammstanga ríkti jafnrétti. Karlar sæju ekkert síður um börn og matarinn- kaup og ýmis heimilisstörf en konur. Ekki sögðust þær verða varar við mikla umræðu um stöðu kvenna á Hvammstanga. Se Vera þakkar þeim Ingibjörgu og Ragn- heiði fyrir spjallið og upplýsingarnar og sendir öllum konutn og öðrutn á Hvatnms- tanga bestu kveðjur.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.