Vera - 01.05.1983, Síða 15

Vera - 01.05.1983, Síða 15
þær allóþyrmilega að í nárum og blóðrás verður mjög treg niður í fætur. Oft má þá sjá rauðsprengdar rendur í nárum, þegar upp er staðið. Þetta stafar ekki bara af því að fólk kaupi númeri of litlar buxur, heldur líka af því að setvídd er svo til engin í bux- unum. Við rannsóknir hefur einnig komið fram að þröngar buxur geta valdið ófrjó- semi hjá karlmönnunt og að mjaðmarliðir, mjaðmagrind og hryggsúla nái ekki að þroskast eðlilega hjá börnum og ungling- um. Aukin slysahœtta Fatnaður getur líka beinlínis aukið slysa- hættu. Sé hann of þröngur hindrar hann eðlilega hreyfingu og viðbrögð við óvænt- um atburðum. Sé Itann liins vegar of víður eða laust tlagsandi getur hann fest í vélum og öðru sem í vinnu-umhverfinu er. Oþarfa hnappa, krækjur og annað glingur ætti einnig að forðast á vinnufatnaði. Margir hafa sjálfsagt orðið fyrir því að hnappur eða annað hefur krækst einhvers staðar í, en sem betur fer lætur festingin sig oftast eða flíkin rifnar áður en átakið veldur líkamlegum skaða. Gerviefni Líkamleg vellíðan er einnig háð íveru- eiginleikum efnisins, en þeir eru mismun- andi eftir uppruna þess. Bestu eiginleika til íveru hafa „náttúrlegu" efnin: Bómull, ull, silki, hör. Þau hafa öll þann eiginleika að geta „andað" með líkamanum. Síðan verð- ur að velja þau í samræmi við eiginleika vinnu, ytra umhverfi, loftslag og veðráttu. Fyrr á árum hafði fólk ekki um neitt að velja nema náttúrleg efni, en núna á seinni árum hefur geysilegur tjöldi gerviþráða og þar af leiðandi gerviefna komið á markað- inn. Oft eru gerviþræðir notaðir með nátt- úrlegum efnum lil styrktar og hal'a þá ekki mikil áhrif á eiginlcika. Oft er mjög óþægi- legt að klæðast fatnaði úr óblönduðum gerviefnum. Margir muna sjálfsagt eftir nylonskyrtuæðinu, sem gekk yfir. Þessar skyrtur voru mjög óþægilegar íveru vegna þess að gerviefni „anda" ekki. Flíkur úr gerviefnum eru yfirleitt heitar í hita en kaldar í kulda. Efnin hafa ekki þann eigin- leika að geta haldið í sér lofti, og hafa því litla einangrunarmöguleika fyrir ytra hita- stig. Þó eru til gerviefni sem þannig eru unnin, að þau halda í sér lofti, sem verður þá einangrandi, t. d. ýmis ofin loðefni og vattefni. Ef fólk klæðist gerviefnum næst sér, svitnar það oft, þó að því sé kalt, vegna þess að eðlileg útgufun safnast fyrir innan á og í efninu án þess að sjálfir þræðirnir hafi möguleika á að taka í sig rakann. Skófatnaður „Víða kreppir skórinn að." Ekki veit ég uppruna þessa máltækis, en vert er að hug- leiða sannleiksgildi þess í daglegu lífi. Fóta- búnaður og skór hafa ekki síður áhrif á líðan fólks en annar fatnaður. Þegar fólk velur sér skófatnað til daglegrar notkunar er hætt við að allt of margir láti hina svo- kölluðu tísku ráða valinu. Skór sem eru „fallegir á fæti" gera yfirleitt ekki fæturna fallega þegar árunum fer að fjölga. Þröngir skór og háir hælar eru ekki bara óhollir fyrir sjálfa fæturna, þeir hafa áhrif á líkams- stöðu og þyngdarlínu líkantans, sem verður óeðlileg, þar sem maðurinn er ekki skap- aður sem táfeti. Sá sem vinnur starf sitt standandi þarf að huga vel að skófatnaði sínunt. Hæfilega opnir tréskór, sem falla vel að fæti án þess að þrengja að, eru mjög æskilegir, þar sem ekki eru gerðar kröfur um sérstaka öryggisskó, en það er víða í þungaiðnaði. Sá sem situr við störf þarf einnig að hugleiða hvort honum líður í raun og veru vel í skónunt. Fótraki og/eða fótkuldi auka ekki vellíðan. Ef fólk almennt legði fyrir sig spurning- una: „Líður mér vel í þeim fötum, sem ég er í?" myndi eflaust mörgum líða betur. Guðrún Ernci Guðmundsdóttir, kjólameistari 15 $

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.