Vera - 01.05.1983, Page 7

Vera - 01.05.1983, Page 7
Viö vitum fullvel livar markaðurinn skipar þeim konum sem eru efnalitlar, farnar að eldast, eru slitnar af barneignum og vinnu. I kapphlaupi framleiðenda um peninga fólks, er tískan ákjósanlegt verkfæri til að tryggja að okkur haldist ekki lengi á þeim, tískuhjóliö snýst hraðar og hraðar og krafa markaðarins um sífellt meiri neyslu (fata- kaup) bitnar hart á buddunni. Þess vegna þjónar tískan fyrst og fremst hagsntunum framleiöenda, þ.e. þeim sem bjóða vöru til 4 t \ Er mótsögn í því aö . . .? Aö rnínu áliti klæðir það allar konur jafnvel að vera kvennabaráttukonur. Gildir þar einu hvort þær fylgja þeirri línu sem lögð var einhversstaðar úti í heimi á sínum tíma um það hvernig svoddan konur mættu líta út. Lína sú sem ég er að tala um hefur falist í því að þessar sérstöku konur máttu helst ekki líta í spegil, og látið var líta svo út að tíska kæmi þar hvergi nærri. Ef betur er skoðað er þetta auðvitað reginfirra. Auð- vitað hefur ríkt ákveðin tíska í klæðnaði og öllu útliti eftir þessari línu, þ.e. hinn frjáls- legi, „ekki borgaralegi“ stíll, og auðvitað hafa gilt ákveönar leyndar reglur um það hvað gengi og hvað ekki samkvæmt þessari tísku. Oft hef ég brosað í laumi að þessu sjón- arspili, en þó pirrast obboðlítið yfir því að sölu og vilja að sjálfsögðu selja hratt og mikið. Með ofanritað í huga tel ég að við konur verðum að vcra vel á verði gagnvart því hvernig reynt er að móta okkur samkvæmt fyrirsögnum hvort heldur er framleiðslu- jöfra tískuheimsins eða hugmyndafræöinga kvenfjandsamlegra afla. Þekking á hug- myndaheimi annars fólks, á fordómunt þess, á því hvernig viðhorf þess til annarra mótast, veitir okkur svigrúm til að hafa þau áhrif sem við kjósum sjálfar, vera metnar eins og við viljum sjálfar. Um leið frelsar sú þekking okkur undan því að dænta aðra eftir eigin fordómum. Ég er blessunarlega sannfærð um að ef líf okkar er innihaldsríkt, ef við losum okkur sjálfar undan fordómum, ef verkefni dags- ins og lífsmarkmið veita lífi okkar fyllingu, þá hafa fyrirbæri eins og tíska og klæðnað- ur harla lítið gildi í sjálfu sér. Hildur Jónsdóttir. viö skulum ævinlega láta plata okkur svona í einni eða annarri mynd. En þannig virð- umst við vera mannfólkið, flest meira eða minna veik fyrir því hvernig við lítum út og hvernig við föllum inn í umhverfið. Reyndar finnst mér að okkur eigi ekki að vera alveg sama um útlitið og held að ef okkur væri alveg sama um það værum við í meira lagi hirðulaus. Við værum jafnvel hirðulaus í öðrum málum líka, og það sam- ræmist illa hugmyndum mínum um bar- áttufólk. í sannleika sagt er ég ekki mjög umburð- arlynd þegar ósnyrtimennska eða hirðu- leysi er annars vegar. Þannig hefur mér t.d. fundist fólk, sem varla þrífur sig eða hefur upp um sig fötin minna traustvekjandi til átaka. Á köflum gengur þó út yfir allan þjófabálk smámunasemi mín í þessum efn- um, því að eitt af því sem fer alveg voða- lega í taugarnar á mér eru illa burstaðir skór. Ég á þannig í hreinum vandræðum með að dæma ekki alveg á stundinni úr leik þá sem eru í óburstuðum skóm. Svona get- ur nú innrætið sagt til sín á mismunandi vegu. Þetta er ekkert gamanmál. Og senni- lega verð ég að taka á þessum vanda með einhverjum hætti, því að með breyttum þjóðfélagsháttum fer þeim ört fjölgandi sem ganga um í óburstuðum skóm. Bless- aðar konurnar eru að því virðist alveg hættar að sinna því hlutverki sínu að bursta skóna fyrir tjölskylduna. En svo við víkjum aftur að tískunni. Ekki var ég fyrr vaxin úr grasi, en ég fór að hafa áhuga á útliti mínu. Mér var þannig mjög mikil ömun að því hvað ég varð alltaf freknótt á sama tíma og aðrir urðu brúnir og fallegir. Þið takið eftir orðavalinu, það kom alveg ósjálfrátt - „brúnir og fallegir". Það er nefnilega í tísku, og hefur nokkuð lengi þótt fallegt þegar bleiknefir verða brúnir. Þetta verður þó að vera ákveðinn tónn, ekki of dökkur. Að vera svartur er

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.