Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 20

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 20
Unglingar og æskulýðsmál eru þættir sem Kvennaframboðið lætur sig miklu varða. Breyttar þjóðfélagsaðstæður hafa meðal annars haft í för með sér að báðir foreldrar þurfa oftast að vinna langan vinnudag utan heimilis. Þessi staðreynd gerir það að verkum að heimilin geta ekki veitt unglingum það aðhald og skjól sem þeir þurfa. Hér verða því að koma til margbreytilegri tilboð hvað varðar tómstundir og fé- lagsstörf fyrir börn og unglinga. Það kann að virðast ótrúlegt en er þó satt að nú þegar á allstór hópur reykvískra unglinga við veruleg félagsleg vandamál að stríða. í kjölfar ístöðu- og aðstöðuleysis hafa æ fleiri unglingar ánetjast vímugjöfum á liðnum árum. Þó margir virðist hafa til- hneigingu til að draga úr vandanum með því að miða við enn alvarlegra ástand í öðrum löndum, telja Kvennaframboðskonur þessa þróun skelfilega og munu kappkosta að gripið verði til rót- tækra fyrirbyggjandi aðgerða. Sem fyrsta skref í þá átt lögðum við fram eftirfarandi greinargerð innan þeirra ráða og nefnda sem fjalla um málefni barna og unglinga. Auk þess lagði Kvennafram- boðið til að starfsmenn Félagsmálaráðs gerðu úttekt á málinu. ER NEYSLA VÍMUGJAFA AÐ AUKAST MEÐAL REYKVÍSKRA UNGLINGA? Stutt greinargerð um ástand í vímuefnamálum meðal unglinga í Reykjavík Aukin misnotkun Samkvæmt þeim upplýsingum sem fulltrúar Kvenna- framboðsins hafa aflað sér hjá þeim aðilum er starfa meðal unglinga í Reykjavík, er neysla vímuefna í örum vexti hjá reykvískri æsku. I dag mun vera nokkuð fastur kjarni u. þ. b. tuttugu unglinga sem nær daglega misnota vímugjafa af einhverju tagi. Þessir unglingar eru það langt leiddir að þeir neyta allra bragða við að komast yfir vímuefni, stunda þjófnað, fjársvik og jafnvel hefur vændi meðal unglingsstúlkna heyrst nefnt í þessu sambandi. Þau efni sem þessir ungl- ingar misnota eru auk áfengis öll þau efni sem gefa vímu og eru aðgengileg hverju sinni. „Læknalyf“ auk kanna- bis- og leysiefna (sniffefna) munu vera algengustu efnin og að sögn eru brögð að því að unglingarnir mylji niöur pillur og sniffi eða jafnvel sprauti þeim beint í æð. Unglingar lagstir úit Þeir unglingar sem þarna um ræðir eru flestir, ef ekki allir, hættir skólanámi, oft langt um aldur fram, stunda enga vinnu og eru jafnvel lagstir út. Þau eru 13 ára og eldri og er hlutfall milli kynja nokkuð jafnt. Samastaöir þessara unglinga er fyrst og fremst biðskýlið við Hlemm, leiktækjasalir, heimahús og gatan. Starfsfólk sem vinnur á vegum Rcykjavíkurborgar að unglingamálum stendur ráðalaust gagnvart þessum vanda og veit ekki hvernig það á að taka á honum. Smithœttan í tengslum við þennan sk. harða kjarna er fjöldi ungl- inga sem nú þegar eru byrjaöir á sömu braut, þ. e. að misnota vímuefni. Þessi hópur unglinga skiptir tugum og er sk. áhættuhópur. Þessir unglingar fá m. a. upplýsingar um hvernig útvega megi efni og hvernig best sé að nota þau frá hinum reyndari misnotendum. Hætt er við að hinn harði kjarni unglinga sem misnota vímuefni telji ekki tuttugu unglinga eftir nokkra mánuöi ef þessi þróun fæst ekki stöðvuð. Engin aðstoð í dag eru ekki neinar stofnanir eða aðilar sem taka sérstaklega á vandamálinu og engin meðferðartilboð eru fyrir hendi. Því standa allir þeir aðilar sem vinna að málefnum unglinga, auk foreldra, kennara og annarra sem tengjast unglingum með slík vandamál algjörlega ráðþrota. Tökutn höndum saman Því skorar Kvennaframboöið á alla þá sem starfa að æskulýðs- og félagsmálum að taka höndum saman í bar- áttunni viö þennan vágest. íslenskir unglingar hafa ekki fram á þennan dag orðið misnotkun þungra vímuefna að bráð í sama mæli og unglingar í nágrannalöndunum og því er mjög mikilvægt að öflug barátta verði hafin strax. Þó við vitum ekki nema um einn eða tvo unglinga sem ánetj- ast hafa „sprautunni" eða á annan hátt misnota vímu- gjafa, veröum við að grípa strax í taumana, áður en verra hlýst af og við ráðum ekki neitt við neitt.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.