Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 10
Líklega vita allir hvaö tískublöð eru, alla vega hvernig þau líta út
og hvað þau hafa að geyma. En fyrir hverja eru þessi blöð og
hvaða tilgangi þjóna þau? Margar og mismunandi skoðanir eru á
því. Hér á íslandi þekkjum við tískublöð frá fjölmörgum löndum.
en mér vitanlega er aðeins gefið út eitt tískublað íslenskt, tísku-
blaðið Líf. Útgefandi þess segir í fyrsta blaðinu:
„Fólk velur sérritin með tilliti til atvinnu sinnar eða áhugamála,
og gefst með lestri þeirra betra tækifæri til þess að auka þekk-
ingu sína á áhuga- og atvinnusviðum sínum en á annan hátt. Það
hefur ekki farið framhjá neinum hversu miklum vinsældum er-
lend sérrit sem fjalla um áhugasvið konunnar hafa náð ekki
síður hérlendis en erlendis.“ (1. tbl. 1. árg. Líf).
Þá vitum viö það, allar konur liafa sömu áhugamál og sækjast
því eftir sama lesefni — allar konur eru settar undir einn hatt. En
eru konur svo einsleitur hópur að hægt sé að tala um þær sem
konuna, og ef svo er gefa þá tískublöðin sanna mynd af áhugamál-
um hennar'?
Jackie Onassis og við hinar
Fjölmiölar eru einn mikilvirkasti mótunaraðili samfélags okkar
og tískublöð teljast til þeirra. Nokkrar rannsóknir hafa veriðgerð-
ar á tískublöðum, vikublöðum og kvennablöðum en oft er erfitt að
flokka hin ýmsu blöö og tímarit undir eitt þessara heita, mörg eru
þau eins konar sambland af þessu öllu.
Erlendis, bæði í USA og UK, er gefinn út sægur kvennatímarita
sem ekki eru öll ætluð sömu hópum í þessurn þjóðfélögum. Til
dæmis eru bandarísku tímaritin Red book, Ladies ’Home Journal
ætluö miðstéttarhúsmæðrum, tímaritið Ms. ætlað frjálslyndum
konum í efri millistétt og tímaritið True story ætlað konum úr
verkalýðsstétt. Þrátt fyrir þessa vídd þá virðist það vera gegnum-
gangandi tilhneyging samkvæmt innihaldsrannsóknum, að öll þessi
kvennatímarit framleiði svipaða ímynd af kvenlegum einkennum.
Hún er stuðningspúði fyrir aðra og mjög upptekin af tilfinninga-
legum hliðum og jafnvægi í lífinu, konan er sköpuö til að þóknast
öðrum. Þegar henni mistekst í því hlutverki er hún kurteisislega
fordæmd.
Með því að skilgrcina heim kvenna þá gefa öll þessi tímarit til
kynna þá hugmynd að stétt sé óviökomandi konurn og eigi alls
ekki viö er skilgreina á kvenleika. Tímaritin leiöa hjá sér þá stað-
reynd að konur búa við mismunandi félagslegar aöstæður og til-
heyra mismunandi stéttum. Samkvæmt þessum tímaritum eru
TÖKUM
SPEGILINN
í EIGIN
HENDUR
& 10