Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 18

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 18
Tómstundatilboð fyrir unglinga í Reykjavík eru nú um 4900 unglingar á aldrinum 12-16 ára. Fjöldinn í hverjum árgangi er nokkuö jafn eöa rúmlega 1200 börn. Ýmis hverfi borgarinnar skera sig mjög úr þegar athug- uö er búseta unglinganna. Paö kemur t. d. í ljós að fjórum sinnum fleiri unglingar búa í Breiðholtshverfum en í mið- bænum og gamla austurbænum. Þetta kemur engum á óvart. I yngri hverfum borgarinnar búa eðlilega fleiri barnafjölskyldur en í eldri hverfum. Ekki má þó gleyma því aö eldri hverfin eru að endurnýjast hvaö íbúa snertir. Þangaö flytur nú yngra fólk og auk þess hefur nýtt hverfi. Eiðsgrandi, bæst viö eldri hverfin. En lítum nú á hvað borgin býður unglingum uppá. 1. Vestan Lönguhlíöar búa 1051 unglingar 12-16 ára. Á þessu svæöi er engin æskulýðsmiðstöö nema ef telja skyldi Tónabæ, en starfræksla hans hefur veriö hinn mesti höfuðverkur og ekki tekist að finna henni við- unandi form enn. 2. í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi búa 625 unglingar. Æskulýðsráö rekur æskulýösmiöstöö í Próttheimum. 3. í Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi búa 805 ungl- ingar. Æskulýðsmiðstöð er í Bústöðum. 4. í Árbæjarhverfi búa 344 unglingar. Þar rekur Æskulýösráð Ársel. 5. í Breiðholtshverfunum þremur búa 2063 unglingar. Fellahellir er þeirra afdrep.. Æskulýðsráö rekur auk þessa tómstundastarf í skólunum og frjáls félagasamtök nota mismikla fjárveitingu frá borginni fyrirstarfsemi sína. Ogsvoer það Hallærisplanið — vinsælasti samkomustaður unglinga á Stór-Reykjavík- ursvæöinu. Þar býðst það sem unglingarnir kannski meta mest — tækifæri til að sýna sig og sjá aðra án íhlutunar fullorðinna. Nú kunna margir að spyrja: Er þetta ekki meira en nóg? Gerir borgin ckki vel við börnin sín? Því miður sýnir reynslan okkur að svo er ekki, eða þá að sú starfsemi sem nú er rekin nær ekki tilgangi sínum. Hallærisplanið og Hlemmur eru ekki sæmandi staðir fyrir unglinga. Þeir eru ekki framtíðarlausn. Að vera unglingur í dag er annað en aö vera unglingur fyrir 30 - jafnvel 20 árum síðan. Þjóðfélag okkar hefur gerbreyst og þar með lifnaðarhættir okkar. Þessar breyt- ingar koma kannski harðast niöur á börnum og ungling- urn. Hættan á að þeir verði viöskila við veruleika hinna fullorðnu fer vaxandi. Við meðhöndlum unglinga ýmist eins og þeir séu börn eða fullorðnir. Við gerum kröfur til þeirra um að hegða sér eins og ábyrgir einstaklingar en viö gefum þeim ekki færi á aö uppfylla þá kröfu. Við gerum þau ómyndug. Við gleymum jafnvel að hafa þau með í ráðum, þegar við þykjumst vera að bjóða þeini þjónustu. Þessu viljum við breyta. Við teljum að frum- skilyrði í öllum samskiptum við unglinga sé að hlusta í alvöru á það sem þau hafa aö segja og viö tcljum að því aðeins taki unglingar ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu að við gefum þeim tækifæri til þess. Við teljum aö við skipulagningu æskulýösstarfs veröi að leggja þcssi sjónar- mið til grundvallar. Við höfum flutt tillögur unt að fjár- magni verði veitt til að fjölga æskulýðsmiðstöðvum og að rekstri þeirra verði breytt. Þessar tillögur okkar hefur meirihlutinn fellt. Við höfum bæði í félagsmála- og æskulýðsráði vakiö athygli á þeirri hættu sem unglingsstúlkum er búin vegna árása og nauðgana þegar þær eru á heimleið af Hallæris- plani. Við höfum sömuleiðis vakið athygli á fíkniefna- notkun unglinga. Hér á eftir verður gerð grein fyrir afdrifum þeirra til- lagna sem varða Hallærisplanið. Hallœrisplanið Um miðjan sept. sl. vakti fulltrúi Kvennaframboðs máls á því á fundi félagsmálaráðs, að sterkur orðrómur væri á kreiki meðal unglinga að einhver brögð væru að því að fullorðnir karlmenn byðu unglingsstelpum far í bílum, þegar þær væru á leið heim af Hallærisplani. Við lögðunt til að Útideild yrði falið aðathuga þetta mál nánaroggera tillögur til úrbóta, ef þessi orðrómur rcyndist á rökum reistur. Starfsfólk Útideildar staðfesti að það hefði einnig heyrt slíkar sögur og fékk þær raunar staðfastar. Starfsfólkið framkvæmdi síöan könnun meðal unglinga á planinu þar sem kannað var hvernig unglingar komast heim. Þá kom í ljós að þegar könnunin fór fram voru um 1500 unglingar á planinu. Rúmlega 1000 þeirra svöruðu spurningum starfsfólks, af þeim voru tæplega helmingur búsett utan Reykjavíkur. í ljós kom að rúmlega 'U unglinganna fóru heint með strætó, 38% tóku leigubíl, 8% fengu far meö bílum sem þau stoppa, 15% fóru heint með eigin bíl eða bíl kunn- ingja og 11% labba heim. Krakkarnir voru spurð hvort þau mundu taka strætó heim ef hann gengi til kl. 03:00 og tæplega 90% kváðust mundu gera það. Á grundvelli þessarar könnunar var lagt til að sam- vinna yrði tekin upp við nágrannasveitarfélögin um að samræma þjónustu almenningsvagna fram eftir nóttu um helgar svo og samráð um annaö það sem sveitarfélögin bjóða uppá fyrir unglinga. I jan. sl. var haldinn fundur þeirra starfsmanna sem málið snerta í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Skv. fundargerð þessa fundar leiddi hann ekki til neinna

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.