Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 6

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 6
Föt og kvenréttindi Vera leitciði til þriggja kvenna og bað þœr að svara spurningunni hvort það að vera kvenréttinclakona og að hafa áhuga áfötum gœtifarið saman. Svör þeirra og hugleiðingar fara hér á eftir. Getur farið saman að . .. ? Auðvitað getur allt farið saman í mann- skepnunni, lienni eru engin takmörk sett. Ég held að þessi spurning sé rangt orðuð, því ég býst við að verið sé að slægjast eftir hvort kvenréttindakonur eigi að hafa ein- hverja ákveðna stefnu í málum sem varða föt, tísku, snyrtingu o.þ.h. En áður en ég sný mér beint að því vil ég nefna nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Enginn er óháður umhverfi sínu og öll verðum við fyrir beinum eða óbeinum áhrifum af tísku og mati þess félagshóps sem við tilheyrum á því hvað þykir fallegt og viðeigandi. Tískan, sérstaklega kventískan, flytur okkur hinsvegar boðskap um ríkjandi „kvenímynd“, — í gegnurn tískuna er hægt að hafa áhrif á hvernig ímynd okkar sem kvenna er, bæði í cigin augum og annarra. Af þessum orsökum hefur andóf gegn ríkj- andi kvenímynd oft birst í afneitun á ríkj- andi kventísku. Sá fatnaður sem við klæöumst og annað útlit okkar gefur öðrum upplýsingar um okkur. Sú kona sem er vandlega máluð og greidd, í dýrum og vönduðum klæðnaði og hlaðin hverskyns skarti, ýtir vissulega undir að aðrir skoði hana sem fallegan grip, þ.e. hún ýtir undir hlutgerfingu konunnar, vöruímynd hennar. Tískan nærist á van- metakennd okkar og skapar hana um leið að verulegu leyti. Tískan mismunar okkur, vegna þess að það fer eftir efnahag viðkomandi konu hversu vel hún getur fylgt henni, hversu lengi hún getur haldið sér unglegri, brúnni, sælli, grannri. Útlit og klæðnaður er notað til að tlokka okkur niður í viðeigandi bása.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.