Vera - 01.05.1983, Síða 32

Vera - 01.05.1983, Síða 32
stjórninni. Hugmyndin að baki menningardögunum, er náttúrulega hugmynd að sýningu, þur setn margar listgreinar sameinast. E: Nú þetta er skemmtileg hugmynd, ég mun ekki setja mig upp á móti henni í sjálfri sér, ef konur vilja endilega gera þetta. Sp: Muntu styðja svona tillögu þá? E: Ja, ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það, nei. Sp: Nú, en við snúum okkur þá að sjálfum Kjarval, hvað hafið þið í hyggju að gera á 100 ára afmœli hans áirið 1985? E: Það er alveg klárt mál að Kjarvalsstaðir koma til með að vera þungamiðja þessa afmælis. Það er að vísu ekki búið að samþykkja neitt varðandi afmæli. Starfsfólk safnsins er þegar byrjað að skrá- setja verk eftir Kjarval, sem ekki hafa verið skrásett áður til hag- ræðis fyrir undirbúning afmælissýningar á verkum hans. Þetta eru verk í einkaeign, sem aldrei hafa verið skrásett. Þungamiðjan verður sem sagt sýning á verkum Kjarvals, en ekki er enn ákveðið í hvaða formi hún verður. Síðan er ég að vona að það komi út bók sem Indriði G. Þorsteinsson er að skrifa. Sp: Er það heimildarrit um Kjarval? E: Eg veit ekki nákvæmlega hvaða tökum hann tekur það. En þetta er búið að vera á fjárhagsáætlun borgarinnar í 2-3 ár. Indriði hefur verið á launum við að skrifa bókina. Síðan höfum við rætt um að senda erlendis eða a.m.k. til Norðurlanda hluta af þessari stóru sýningu, sem myndi verða á Kjarvalsstöðum. Síðan koma fleiri aðilar til með að gera ýmislegt í sambandi við þetta afmæli. Ymiskonar undirbúningsvinna er hafin til þess að auðvelda fram- kvæmdina. Það verða litskyggnusýningar á verkum Kjarvals, sem tilheyra svona sýningum, en þegar er búið að mynda á litskyggnur öll Kjarvalsmálverk sem eru í eigu borgarinnar. Sp: Finnst þér eðlilegt að peningar til kaupa á málverkum Kjarvals séu hluti af þeirri heildarfjárupphœð, sem veitt er til listaverkakaupa á vegum borgarinnar árlega? E: Já, mér finnst það, miðað við þá upphæð, sem úthlutað var í ár (I milljón). Þess má geta að það er enginn myndlistarsjóður jafn gildur og sá sem borgin hefur til listaverkakaupa. Sp: Og þá getur það jafnvel hent að Vio hluti af heildarupphœðinni þ. e. 100.000 krónur fari til kaupa á einu Kjarvalsmálverki, vœri ekki betra að sérfjárveitingu til Kjarvalssafnsins þar sem það er sérsafn? E: Sko Kjarvalssafnið er ekki standandi safn, það er ekki hægt að segja það, vegna þess að Kjarvalssalurinn, austursalurinn er oft tekinn undir aðrar sýningar. Það má vel vera að þetta sé heppilegt fyrirkomulag í framtíöinni. Þetta er alltaf að verða flóknara og flóknara. Auðvitað þarf að taka til endurskoðunar hvernig þessum peningum er skipt. Sp: Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum Einar? E: Eg hugsa að þctta sé sú stjórn á Kjarvalsstöðum, sem hefur verið hvað mest einhuga frá því húsið opnaði. Skýringin er ef til vill sú að þeir sem sitja í stjórninni cru allt listamenn. Hulda Valtýs- dóttir er að vísu dóttir listmálara. Mér finnst að Kjarvalsstaðir ættu að standa fyrir fleiri alþjóðlegum sýningum og hafa frumkvæði að þeim. Einnig ættum við að útbúa íslenskar sýningar og senda þær erlendis. Það gæti verið afar jákvæð þróun fyrir íslenska myndlist, þótt hún sé kostnaðarsöm. Kvenna- sumarfrí og ferðalög Vorið er komið og allar bíða spenntar eftir sólinni, blómunum og björtum sumarnóttum, sem nálgast óðfluga. Það er yndislegt á vorin og sumrin á íslandi, ef veðrið er skaplegt og ef við höfum tíma til þess að hlusta á fuglasönginn eða gera það sem okkur þykir annars mest gaman að. c, Margar dreymir um á hverju vori að geta nú farið til útlanda í fríinu í sumar, stundum gengur dæmið upp og þá er bara að pakka niður og þeytast af stað. En hvað er það sem við viljum sjá, hvað viljum við gera, hvcrju viljum við kynnast í útlöndum? Svörin eru óteljandi, allar eigum við okkar sérstöku óskir og þrár. Þær okkar sem áhuga hafa á því að kynnast öðrum konum, hvað þær eru að hugsa og hvað þær eru að vinna að, þekkja sjálfsagt hve erfitt er oft að finna upplýsingar um hvar kvennahús eru, hvar kvennabóka- búðirnar eru og kvennaveitingahúsin eru, svo ekki sé minnst á kvennapöbbana. Það eru til kvennarannsóknastöðvar á mörgum sviðum, sem gaman er að setja sig í samband við og í kvennahúsun- um er margt um að vera. Síðast en ckki síst, ef eitthvað kemur fyrir er gott að geta leitað hjálpar annarra kvenna, og í mörgum stór- borgum eru neyðarsímavaktir allan sólarhringinn. Eftir alla þessa upptalningu mætti ætla að hér á eftir fylgdi heil bók meö heimilis- föngum allra þeirra staða sem konur hafa stofnsett og reka nú. En því miður. listinn hér að neðan er langt frá því aö vera fullkominn, svona staðir eru ábyggilega miklu fleiri í nefndum borgum og víst er að einhverjir sem nefndir eru séu ekki lengur starfandi. Vonandi verður einhverjum gagn og ánægja að þessum lista í komandi sum- arfríum, og þær sem kynnast einhverju nýju og spennandi láta VERU auðvitað hafa upplýsingar um staðinn og starfsemina. Allar konur eru hvattar til að taka myndir og skrifa pistla frá heimsóknum sínum á kvennastaöina í útlöndum, svo við sem ekk- ert komumst þetta sumarið fáum fréttir af því hvað er að gerast hjá konum út í stóra heiminum. Góða ferð, skrifið okkur fréttir, send- ið okkur myndir og ný heimilisföng, VERA óskar öllum góðrar skemmtunar og hún er góð gjöf til vina og kunningja í útlöndum sem fagna fréttum að heiman. PS. Þessi listi er fcnginn í sænskri kvennadagbók, hér er aðeins sýnishorn af honum en þær sem hafa áhuga á fleiri heimilisföngum, innan og utan Evrópu, eru velkomnar niður á VÍK. KJ.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.