Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 23

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 23
' Tölvan tekur völdin Viö höfnum alfarið rckstri þessara tækja með því sniði sem hann er í dag. Þaö að peningar ráði gangi leiksins, hvort sem það cr með því sniði að um mögulegan gróða er að ræða eða einungis sem skilyrði fyrir því að leikur getur hafist, á skv. rannsóknum stóran þátt í myndun þeirrar spilafíknar sem við höfum áður talað um. Sú staðreynd gerir það að verkum að við getum ekki fallist á rekstur lciktækja sem svo augljóslega hefur skaðvæn- leg áhrif á börnin okkar. Þó áðurnefnt innihald spilanna geti vart talist uppbyggilegt og þurfi þar af leiðandi endurskoðunar við þýðir ekki að við setjum okkur upp á móti öllum tölvuvæddum leiktækjum. Tölvuvæðingin er í algleymingi og einmitt þess vegna er það mikilvægt að við veljum og höfnum og látum hana ekki stjórna okkur. Tölvuspilafíkn er glöggt dæmi um það þegar tölvan hef- ur tekið völdin. Nýjar leiðir í staö núverandi fyrirkomulags mælunt við með því að þessi tæki verði í eigu bæjar- og sveitarfélaga og til dænt- is staðsett innan félagsmiðstöðva. Að afnot af þeim væru jafnframt ókeypis og undir eftirliti á sama hátt og önnur spil, eins og töfl, teningar o. 11. sem hingað til hafa talist eðlileg tómstundatilboð. Kvennaframboðið leggur á það ríka áherslu að öll framþróun á sviði tækni og vísinda verði í þágu mann- kynsins alls, en stjórnist ekki af gróðasjónarmiðum ein- stakra aöila eins og dæmin um rckstur leiktækja- og spilakassa sýna okkur. Ciudrún Jónsdóttir Asta Ragnarsdóttir Snjólaug Stefánsdóttir Guðlaug Magnúsdóttir Helga Thorberg 23 $

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.