Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 37
I ÚÐUN GARÐA Þegar Kvennaframboðid í Reykjavík vunn að mótun stefnuskrár fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í fyrra bar mörg og merkileg mál á góma. Eitt þeirra var um úðun garða og þótti brýnt að eitthvað yrði gert til að sporna við þeirri ofnotkun á garðúðun sem hér tíðkast. Var rœtt um að þetta vœri mál sem þyrfti að frœða almenning um og vekja til umhugsunar. A fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkur- borgar 18. mars sl. var þetta mál tekið upp af Katrínu Fjeldsted formanni nefndarinn- ar. Akveðið var að reyna að takmarka flutninga á eitrinu um götur borgarinnar, en þessir flutningar eru í tonnavís á herju vori. Gtiðrún Kristinsdóttir varafulltrúi Kvenna- framboðsins í Heilbrigðisnefnd barfram til- lögu á þessum fundi um að gefinn yrði út upplýsingabœklingur um úðun garða og var tillagan samþykkt. Hafi fengist fé til útgáfu bæklingsins œtti hann að koma út um svip- að leyti og þetta blað. VERA hafði samband við Sigurgeir Olafsson plöntusjúkdómafræðing, starfs- mann Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins. Hann á einnig sæti í eiturefnanefnd, sem starfar á vegum Heilbrigöis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Við spurðum hann fyrst um það í hverra höndum úðunin væri: ,,Ö1I eitur sem flutt eru inn eru skráö og flokkuð af eiturefnaneínd. Skordýraeitur eru flokkuð í fjóra flokka, X, A, B, C og er X flokkurinn lang hættulegastur, síðan A og næst B, en efni í C flokki hættu- ntinnst. Pað efni sem aðallega hefur verið notað hér á landi er Parathion og er það í X tlokki. Einungis þeir sent hafa sérstök skír- teini til úðunar, sem gefið er út af lögreglu- stjóra og sýslumönnum, samkvæmt heimild eiturefnanefndar, mega úða eitri úr hættu- flokkum X og A. Aðeins garðyrkjumenn mega úða fyrir almenning og þeir starfs- menn þeirra sem einnig eru handhafar þessara skírteina. Óblandað Parathion er mjög hættulegt efni en eiturefnanefnd hefur ekki talið önnur efni koma að sama gagni. Ég vil taka það fram að þessu efni er aldrei úðað á garða nema í mjög þynntri lausn. Erlendis eru gjarnan notuð önnur hættuminni el'ni en þau hafa ekki reynst eins vel hér, trúlega vegna þess hve kalt er hér á landi, en verkun þessara efna er háö hitastigi.'1 — Fyrir hverju er verið aö úða? ,,Það er fyrst og fremst veriö að úða gegn skógarmaðki og blaðlús. Fjöldi skógar- maðka er ýmsu háður. t. d. því hve mikið hefur verið af honum árið áður og hvernig veturinn hefur verið. Egg skógarmaðksins liggja í dvala yfir veturinn og þau þola illa umhleypinga. Síðasta sumar var mikið af skógarmaðki því veturinn þar á undan var kaldur. Fyrir blaðlúsina er hitastigið afger- andi, en hún fjölgar sér yfir sumarið. Árið 1980 var sumarið gott og mikið urn blaðlús eins og margir muna." Úðttn í hófi — Er nauðsynlegt að úða? „Ekki eins og gert hefur verið. Núna er bara úðað eftir almanakinu en ekki eftir þörl' hverju sinni. Pó er erfitt að segja til um hvort úðun sé nauðsynleg eða ekki, til þess að skera úr um það þyrfti að sleppa úðun alveg í a.m.k. 5 ár. Ég hef tekið þá stefnu að segja „notkun í hófi". Samt skil ég þá vel sem ekki þora að sleppa úðun. Það er erfitt að rækta plöntur hérna og fólki þykir vænt um garðana sína. Það má þó benda á eina aðferð sem töluvert hefur rutt sér til rúrns að undaníörnu. en það er vetrarúð- unin. Egg blaðlúsar og skógarmaðks eru á stofninum og er hægt að úða trén að vetri eða vori áður en brum fara að þrútna. Þetta er gert með mjög hættulitlu efni. Akidan, sem fæst hjá Sölufélagi garðyrkjumanna og geta garðeigendur meðhöndlað það sjálfir. Þegar þessi úðun fer frarn eru engir fuglar komnir, en mörgum þykir eftirsjá af þeini fuglum sem fælast úr görðunt við sumarúð- un. Ég vil líka taka það fram að úðun þarf helst að fara fram í logni því annars getur eitrið lent á matjurtum eða á trjám í næstu görðum. Það eru nefnilega ekki allir sem vilja úðun og á hver að geta ráðið slíku sjálfur en ekki vera neyddur til þess af ná- grönnum." Ýmislegt hægt að gera sjálf(ur) „Oft á tíðum getur fólk fylgst sjálft með gróðri í görðum sínum, einkum þar sem eru fá tré og lágvaxinn runnagróður. Það ntá tína maðkana í burtu eða jafnvel úða með vatni. Oþarfi er að rjúka upp til handa og fóta sjáist ein og ein lús eða maðkur. Dugi 37 p

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.