Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 9
um og smurtertum. Sú kona var snjöllust, sem gat sam-
einað hvorutveggja: að halda sér í góðu formi, en geta þó
alltaf bakað og smurt án þess að falla í freistingarnar. Ég
átti hágt með að botna í þessum mótsagnakenndu áhuga-
málum á fötum, matar- og kökuuppskriftum og svo
megrun sem bættist auðvitað við. Það keyrði fyrst um
þverbak þegar frænkurnar, mamma og amma, reyndu að
blanda mér. inn í hugðarefni sín, konur áttu að standa
saman um þetta, á meðan karlarnir hrúguöust út í horn í
jakkafötum og þóttust vera að leysa verðbólguna. Þær
sögöu mér hvað klæddi mig best og hvað færi mér verst og
táruðust næstum því af áhyggjum yfir rassinum og lærun-
um á mér, sem þær ráðlögðu mér að sníða af mér á sem
heppilegastan hátt.
Ég þoldi ekki þetta kjaftæði og viðbrögð mín snerust í
uppreisn. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sniðganga
ráðleggingar þeirra og gerði mér far um að klæðast fötum
sem ýttu ekki undir kvenleika minn. Ég fékk sálarstyrk
frá ákveðinni skáldsagnapersónu sem ég hafði nýlega
kynnst. Sú ákvað að hætta að klæða sig upp á kvenmann
og byrjaði að ganga á buxum. Ég hirti skátabuxur af
föðurbróður mínum, sem ég fann uppi á háalofti hjá afa
og ömmu, hólkvíðar hnébuxur úr Ijósbrúnu kakí og
klæddist þeim utanyfir bleikar ballettsokkabuxur og
gyrti mig með snæri.
Ég fann gamlan nærbol frá afa og kórónaði allt saman
með gráu, gisnu lopavesti, sem náði mér niður á mið læri
og sem ég prjónaði sjálf. Ég var afskaplega stolt af þeirri
framleiðslu, ég kláraði nefnilega aldrei neitt í handa-
vinnu, eða forklúðraði öllum stykkjum. I’annig varð ann-
ar pottaleppurinn að handklæði en hinn að þvottapoka,
koddaveriö að vasaklút og vettlingarnir að hosum. Nú,
aftaná gráa vestinu bar ég brjóstnælu, með mynd af föður
mínum 1 árs gömlum í silfurramma og litaði hárið á mér
rautt og grænt með matarlit. Fjölskyldan fór á taugum
fyrir bragðið og pantaði tíma hjá geðlækni. Mamma talar
ennþá um þetta hroðalega tímabil.
Þegar ég var 19 lenti ég á föstu og hugsaði lítið um föt
eftir það. Ég var loksins komin í örugga fatahöfn. Búðirn-
ar freistuðu mín engu að síður og ég stalst í þær af og til.
Tískubúðirnar höfðuðu þó aldrei til mín og ég hataði
Karnabæ allt frá því vinkona mín mátaði þar eitt sinn
buxur og afgreiðslukonan stundi upp úr sér eftir miklar
vangaveltur: ,,Þetta sútar þig obboðslega vel yfir boss-
ann, beibí". Við, sem þóttumst bera höfuð og herðar yfir
tískuþrælana, bjuggum bara til aðra tísku og urðum óð í
Vinnufatabúðinni. Núna er líf í tuskunum hjá róttækling-
unum sem versla í Kjallaranum og Flónni og öðrum sér-
búðum, sem koma til móts við alls kyns fatahégóma hjá
sem flestum. Kvennahreyfingin bjó einnig til sérstaka
andtísku meðal kvenna. Einkenni hennar voru gallabux-
ur, helst með smekk, mjúk velúrföt í fjólubláu, vínrauðu
og bleiku, buxur með rykktum skálmum, alls kyns skó-
flatneskjur úr taui og flaueli, sjöl og bakpokar og út-
prjónaðar peysur í ýmsum munstrum, fyrir nú utan sjálf-
an einkennisbúninginn, batikmussuna og indversku
blússuna.
Ég held að við konur séum allar meira eða minna undir
áhrifum af tískunni hverju sinni og afar merktar af henni.
Flún lætur okkur ekki í friði ogokkur líðurekki vel, ef við
getum ekki fylgt henni einhvern veginn. Mig dreymir oft
drauma, þar sem ég geng úr einni skódeild í aðra og skoða
alls kyns stígvél og skó úr leðri í mismunandi litum. Hver
gengur í útvíöum buxum í dag? Hver á stultuskóm? Eða
jakka sem er innsniðinn? Það koma támjóir hælaskór,
sem við hötuðumst út í árið '74, vegna þess að þeir píndu
mæður okkar og eyðilögðu nokkur hundruð fermetra af
gólfum út um allan bæ. Áður en við vitum af erum við
komnar í þá aftur og leggjum á okkur hælsæri. blöðrur,
sigg og sár.
Það er ekkert auðveldara en að standa fyrir framan
spegilinn og skipta 10 sinnum um föt, áður en farið er út. í
öllum þessum fatapælingum afhjúpast sálarflækjurnar og
minnimáttarkenndin, sú hin skæða meðal kvenna. Hatrið
og andúðin á þeim sem klæða sig samkvæmt tískunni er
líka angi af öfund út í þá sem hafa vaxtarlag og þor til þess
að klæðast sætuni fötum. Þetta lýsir sér kannski best í því,
sem ég heyri kynsystur mínar stundum segja, þegar þær
ganga framhjá búðarglugga með fallegum fötum í: ,,Þetta
er ekki bara dýrt, heldur forljótt."
Við megum bara ekki gleyma að við hinar erum líka
sætar á okkar vísu. Við erum sjarmerandi kubbar og
lengjur. hlussur og hengilmænur og klæðum okkur bara
eins og okkur sýnist. Fataæði grípur mig stundum eins og
sjúkdóm. Sumar eru haldnar honum allt árið, en ég steyp-
ist út í honum af og til. Það er þegar ég er á langa og
granna tímabilinu. þá upplifi ég mig sem hávaxna og
spengilega, svo dett ég kylliflöt niður í stubbtímabilið og
er allt í einu 1.20 á lengd og breidd.
Svona er maður hundeltur af spéspeglum lífsins ár eftir
ár, þrátt fyrir alla meðvitund, róttækni og kvenréttinda-
baráttu.
Niðurstaða mín er því sú, að þetta geti farið saman hjá
kvenréttindakonum, ekkert síður en hjá öðrum þjóðfé-
lagsþegnum, en þó get ég ekki séð að áhugi á fötum sem
slíkur geti verið aðaláhugamál nokkurrar konu, sem í
raun og veru hefur pælt í eðli þeirrar kúgunar sem við
erum beittar á þessu sviði sem öðru allt frá bernsku.
Hlín Agnarsdóttir