Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 14

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 14
30° STRAUFRÍTT Guðrún Erna Guðmundsdóttir kjólameist- ari lauk sveinsprófi 1966 og fékk meistara- réttindi 1969. Þá hélt hún til Parísar. til framhaldsnáms og starfaði síðan í 5 ár hjá Sjóklœðagerðinni eftir að hún kom heim. Guðrún starfar nú sem tæknistjóri hjá Karnabæ. Greinin 30° strauirítt hirtist áður í Félagsmiðli sjúkraþjálfara, 2. tbl. 1980. Vinna, vellíðan, fatnaöur. Hvernig teng- ist þetta þrennt, og hve margir hugleiðti hvaða áhrif fatnaður hefur á heilsu og vel- líðan? Ef rætt er um vinnufatnað, dettur flestum eflaust í hug fatnaður, sem fram- leiddur er sérstaklega fyrir hina ýmsu starfshópa. Hlífðarfatnaður fyrir þá sem vinna grófvinnu. t. d. viö járniðnað, á bila- verkstæðum, smurstöðvum eöa í bygging- arvinnu. Hlífðarfatnaður í matvælaiðnaði, afgreiðslu í verslunum og störf á veitinga- stöðum o. fl. Einkennisbúningar t. d. fyrir lögreglu, þjóna, flugliða o. fl. Allir starfs- hópar innan sjúkrahúsa og heilsugæslu hafa sinn sérstaka vinnufatnað. En hvað með hina, sem ckki fá sérstakan vinnufatnað? Má ekki segja að allir sem klæðast til vinnu séu í vinnufatnaöi? Á meðan vinna stendur yfir verður að telja það vinnufatnað. Trú- lega eru ekki margir sem hugleiöa hvort fatnaðurinn, sem þeir klæðast sé heppileg- ur til vinnu. Mat einstaklingsins á því hvaö er heppilegur fatnaöur er einnig mjög mis- munandi. Mörgum er nóg að vita að þvo megi flíkina í 30° og efnið sé straufrítt. Öðrum líður best „sálarlega" ef flíkin er eftir nýjustu tísku. Tíska Hvernig vitum við hvort okkur líður vcl á líkama og sál í þeim fatnaði sem við klæö- umst? Ef við viljum athuga það á einfaldan hátt, getum við byrjað á öndun. Öndun er ósjálfráð og frumþörf mannsins til að haída lífi. Mikilvægt er því að fatnaður sé þannig að öndun sé óþvinguö. Fyrr á árum þótti engin kona vel klædd nema hún væri stíf- reyrð. Var ekki óalgengt aö konur féllu í yfirlið ef þær komust í geðshræringu, og má vafalaust telja þaö afleiðingu þess að þær hreinlega náðu ekki andanum. Á seinni árum hefur þessi „tíska" lagst niður og vonandi saknar hennar enginn. Einnig má ætla aö fólk sé þaö vel upplýst ini á dögum, aö það láti tískuna ekki misþyrma sér á svo auðsæjan hátt. En er það í raun þannig að fólk afneiti því sem kallað er tíska fyrir lík- amlega vellíðan? Athugum t. d. næst blóð- rás líkamans. Blóðið á að flytja súrefni til allra líkamshluta og þarf síðan að komast til baka. Fatnaður sem þrengir óhóflega að, hindrar þessa starfsemi og þeir líkamshlut- ar dofna sem ekki fá eðlilegt blóðstreymi. Þetta veldur ekki varanlegum skaða í byrj- un og oft nægir að losa um flíkina til aö dofi hverfi. En aftur á móti má fara að búast viö varanlegum skaða, þegar verið er dag eftir dag í alltof þröngum fötum. Við skulum t. d. taka níöþröngar „Western Jeans“ og athuga „líkamlega vellíöan" þess sem í cr. Yfir kviðarhol og læri eru buxurnar yfirleitt svo þröngar að mjaðmagrind og kviöar- holslíffæri eru í álíka pressu og lungu kvennanna fyrr á árum. Sá sem vinnur standandi vinnu verður ekki eins var við þau óþægindi sem þessar buxurgeta valdið, en sitji viðkomandi allan daginn þrengja & 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.