Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 36

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 36
karla, þar sem sýnt hafi verið fram á að blý geti hugsanlega valdið fósturskemmdum. Þeir tclja að þetta eigi ekki einungis við blý heldur fjöldann allan af öðrum efnum sem vitað er að geti valdið fósturskemmdum eða eru grunuð um slíkt. Einn þessara manna er ráðgefandi aðili fyir konur, sem vitað er að vegna erfðaupplags, muni mjög líklega eignast börn sem á einhvern hátt eru vansköpuð. Hann veitir þessum konum upplýsingar um hvaða hætta er á ferðum en þær taka síðan ákvörðun sjálfar um hvort þær eigi börn eða ekki. Hann telur að í slíkum tilfellum sé það réttlætanlegt að kona og fjölskylda hennar taki á sig þá áhættu að eignast vanskapað barn. En þeg- ar um sé að ræða hættu vegna atvinnu gegni öðru máli. Viðhorf verkalýðshreyfingarinnar og sænska vinnueftirlitsins eru hinsvegar þau að sömu reglur skuli gilda fyrir konur og karla, enginn mismundur megi vera í mark- gildum á milli kynja. Slík mismunun sé mjög varhugaverð. Hún muni leiða til þess að konur á barneignaaldri muni ekki vera gjaldgengar í ýmis störf m.a. á vinnustöð- um þar sem blý er meðhöndlað. Fulltrúar þessara aðila óttast að þá muni þessi mál falla í sama farveg og í Bandríkjunum, en þar fara konur í ófrjósemisaðgerðir vilji þær fá vinnu á vinnustöðum þar sem unnið er með blý. Þeir benda á að eigi slíkar regl- ur að gilda muni það snerta tugþúsundir kvenna sem á einhvcrn hátt eru í tengslum við hættuleg efni í vinnu sinni, sem valdið geta fósturskemmdum. Álit þessara aðila er þaö að markgildi fyrir hættuleg efni skuli alltaf vera svo lág að allir geti unnið þau, jafnt konur sem karlar. Konum leyfist ekki að leika með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Vínarborg og raunar ekki með Sinfóníuhljómsveitinni þar heldur þó undantekning sé gerð varð- andi hörpuleikarann. Vegna þessa hafa tónlistarkonur Vínar- borgar nú stofnað sína eigin Kammersveit, sem er að ljúka sínu fyrsta starfsári um þessar mundir. Móttökurnar? Ekki sem verstar, á fyrstu tónleikunum sáu þær sig tilneyddar til að leika alla efnisskrána aftur — hlustendur héldu bara áfram að klappa þær upp. 30 konur skipa hljómsveitina, allt at- vinnu-hljóðfæraleikarar. Þeim hefur ekki tekist að hafa upp á kvenstjórnanda og verða að láta sér nægja karlmann í það verk! Þrátt fyrir góðar mótttökur og dóma, eru ekki allir sammála um gæði Kammer- sveitarinnar. „Þær spila undur vel" sagði hornleikari nokkur úr Fílharmóníusveitinni — „en þegar maður svo opnar augun að verkinu loknu, þá gæti maöur haldið að maður væri kominn inn á einhverja fæðing- arstofu!" Sigrún Davíðsdóttir: Brjóstamjólk og barnamatur Almenna bókafélagið 1982 Nú fyrir jólin kom út hjá Almenna bóka- félaginu mjög svo óvenjuleg bók eftir Sig- rúnu Davíðsdóttur „Brjóstamjólk og barna- matur." Það er ekki á hverju ári sem bækur um þetta hugðarefni okkar mæðra eru gefn- ar út og hljótum við því allar að fagna þessari bók. Þarna eru á einum stað saman komnar vel flestar þær spurningar sem leita á konur með barn á brjósti og reynt að svara þeint en umfram allt reynt að byggja upp sjálfstraust móðurinnar til að hafa barn sitt á brjósti. Því miður var ég sjálf komin yfir erfiðasta hjallann þegar mér barst þessi bók í hendur en ég fann að þarna voru svör við svo mörg- um spurningum sem ég gjarnan hefði viljað hafa viö hendina fyrstu mánuðina. Bókin er 132 bls. að stærð og skiptist í 38 kafla ásamt næringarefnatöílu. Jafnframt eru uppskriftir af barnamat eftir að barn getur farið að borða fasta fæðu. Sigrún er mikið á móti dósamat og krukkumat og er ekki annað hægt en að vera henni sammála en hún bendir jafnframt á mat sem maöur getur búið til sjálfur. Hollustan í fyrirrúmi eins og vera ber. Það er einnig óvenjulegt að Sigrún sem ekki er neinn „sérfræðingur" á þessu sviði heldur kona sem haft hefur sín börn á brjósti með góöum árangri skrifar hér bók til að ntiðla sinni reynslu til annarra kvenna, og það má líka kalla slíka konu sérfræðing á sínu sviði nú á tímum kvenna- menningar. Þessi bók fylgir í kjölfarið á þeirri þörf og kröfu kvenna að taka sín mál í eigin hendur, skilja og skilgreina sig sjálfar. Þarna er kona að tala við aðrar konur (og karla) um sína jákvæðu reynslu til að hjálpa þeim að hafa börn sín sem lengst á brjósti en því miður eru aðstæður okkar misjafnar hvað þetta varðar eins og svo margt annað. Fæöingar- orlof er nú aðeins 3 mánuðir og ekki er því öllum mæðrum gert kleift að hafa börn sín í allt að 9 mánuði á brjósti cins og krafan hljómar í dag. Það er erfitt að ímynda sér hvernig einstæð útivinnandi móðir getur haldið áfrant að hafa barn sitt á brjósti eftir aö 3ja mánaöa fæðingarorlofi lýkur. En það er ekki við Sigrúnu að sakast í þessu efni — heldur þakka henni fyrir sitt stórgóða frant- tak meö útgáfu á þessari bók — og hvetja allar verðandi mæður að fá sér eintak af þessari mjög svo góðu bók. Helga Thorberg

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.