Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 38

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 38
þessi ráö ekki getur fólk oft notað hættu- minni efni, sem það blandar þá sjálft og úðar með þar til gerðum handdælum. Það má þó auðvitað segja að það sé neikvætt að flaska af eitri, þó hættulítið sé, standi í öðru hverju húsi. Óþynnt hættulítið efni getur verið hættulegra en útþynnt hættulegt eit- ur. Rétt er að nefna að það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu viðkvæmar þær eru fyrir maðki og lús. Brekkuvíðir hefur t. d. þótt mjög viðkvæmur fyrir þessum skor- dýrum en gljávíðir er hins vegar dæmi um tegund sem varla þarf að úða. Einnig tíðkast að úða matjurtir gegn kál- ntaðki. Eru þá notuð hættuminni efni. Nú munu vera að koma á markaðinn sérstakar tjöruhlífar sem innihalda örlítið skordýra- eitur. Er þeim smeygt utan um hverja plöntu og fælir tjörufýlan kvikindin frá. Þetta minnir á að til eru ýmis gömul húsráð sem hafa oft dugað vel.“ Vantar rannsóknir „Menn tala oft um að eiturefnanotkun í heimilisgörðum hér sé meiri en víða er- lendis. í þessu sambandi verðum við að hafa í huga að annað jafnvægi ríkir hér en t. d. á Norðurlöndunum. Þar er þörfin á úðun oft á tíðum ekki fyrir hendi og er það meðal annars vegna þess aö þar eru ýmis skordýr sem lifa á þessum skaðvöldum og halda þeim þannig niðri. Maríuhænan er t. d. dæmi um svona dýr en þær lifa á blað- lús. Við vitum svo lítið um þessar lífverur hér á landi og jafnægi þeirra, t. d. hvaða tegundir um er að ræða, mikilvægi hverrar tegundar, rándýr sem á þeim lifa o. s. frv. Ef þessi þekking væri fyrir hendi mætti hugsanlega gera spár um hvort og hve mikil úðun er nauðsynleg hverju sinni." Ahyggjur ekki óþarfar — Nú hefur verið fjallað um þessi mál í Heilbrigðisnend Reykjavíkur og m. a. rætt um reglur um eiturflutninga um götur borgarinnar og auka upplýsingar um þessi mál til almennings. Hvaö viltu segja um þetta? ,,Já ég tel að það sé einmitt aðalatriðið að til séu reglur um úðun og flutninga skor- dýraeiturs á tankbílum. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim áhyggjuröddum sem heyrst hafa. Vissulega er um hættulegt efni að ræða og það er alvarlegt mál ef tankbíll veltur. Að slíku stórslysi slepptu þá eru það augljóslega þeir sem vinna úðunar- störfin sem eru í mestri hættu, en einmitt þeir eiga að kunna með e.fnið aö fara. Ég held að fullhraust fólk sé ekki í mikilli hættu vegna úðunar. Verði fólk fyrir eitrun kemur það fram m. a. í ógleði, svita, upp- köstum og andþrengslum. Mikilvægt er að geta þess að til er mótefni gegn Parathion og er það ein ástæða þess að efnið er lcyft hér á landi." & 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.