Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 8

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 8
ekki sérlega í tísku og þykir yfirleitt ekki mjög fallegt. Svo annað dæmi sé tekið. Alveg var það sáluhjálparatriði á ákveðnum árum að pils- ið væri svona rétt fyrir neðan miðja kálfa, hvorki styttra né síðara. Skórnir urðu líka eitt árið að vera með sérstaklega þykkum sólum og það meira að segja korksólum, annað gekk ekki. Gallabuxurnar urðu líka að vera uppbrettar og skórnir við þær að sjálfsögðu mokkasíur. Svona hefur þetta gengið meira og minna gegnum árin, og enn er mér sko al- deilis ekki sama, hvorki um síddina á pils- unum, né um ýmislegt annað svo sem lagið á skónum eða efnið í fötunum mínum. Þykir mun betra að vera í fötum úr góðum efnum og í litum sem skera ekki í augun eða æpa hver á annan. Það er því ljóst að ég læt glepjast af þeirri tísku sem ég vil láta glepjast af, en tel mig þó hina ágætustu kvennabaráttukonu. En það er tíska í fleiru en fötum. Það er tíska í öllum fjáranum. Við skulum velta þessu örlítið nánar fyrir okkur. Mörgum okkar hefur illilega skotist í þessu sam- bandi og telja sjálfum sér trú um að þeir séu nú ekki aldeilis að elta tískuna. Halda sem sé að tískan sé fyrst og fremst bundin við konur og föt. Það er nú eitthvað annað. Það er tíska í öllum okkar lifnaðarháttum, við áttum okkur bara ekki alltaf á því. Núna er til dæmis í tísku hjá sumum að búa í gömlum húsum eða íbúðum upp- gerðum þó og með öllum þægindum. Hjá öðrum er í tísku að eiga ekki ákveðna hluti þó að fjárhagur leyfði, svo sem sjónvarp og bíl. Hjól eru mjög í tísku hjá sumum og ef þú átt bíl, þá er ákveðnar reglur þar um eftir hópum. Hjá einum hópi má eiga gamla bíla, eða Skoda og Trabanta, en hjá öðrum hópi verður að endurnýja bílinn reglulega og tegundin má ekki vera af verri endanum, annars ertu ekki með. íþróttir eru t. d. eitt af því sem tískan hefur áhrif á. Hvorki er þannig sama hvaða íþrótt uin er að ræða, né hvernig „græjurnar" eru. Svona gæti ég haldið áfram endalaust að rekja dæmi um það hvernig mannlegir eig- inleikar birtast og hafa reyndar gert frá örófi. Það ætla ég ekki að gera, en að lok- um ætla ég að segja þetta. Það er auðvitað engin mótsögn í því að fylgja „tískunni" og berjast fyrir kvenfrelsi, það tel ég mig ekki þurfa að rökstyðja nán- ar. Það eina sem ég hef áhyggjur af varð- andi sjálfa mig, og verð með einhverju móti að vinna bug á er þetta með óburstuðu skóna! Elín G. Ólafsdóttir Skátabuxur og snæri eða...? Ég hef sjálf aldrei haft föt sem sérstakt áhugamál. Ég verð þó að viðurkenna að þau hafa vissulega skipt mig máli. Mér hefur alla tíð þótt erfitt að sameina klæðaburð minn og þá persónu, sem ég held að ég sé. Ástæða þess er líklega sú, að það er flóknara að klæða sig ef maður er kvenmaður, bæði vegna þess að fatatíska kvenna er margbreytileg og svo hitt að konan klæðir sig ekki ein- göngu fyrir sjálfa sig, heldur einnig fyrir karlmenn. Þess- vegna er ekkert skrítið að konur geti haft það að áhuga- máli að klæða sig vel og frumlega og ekki síst aðlaðandi. Þegar ég segist ekki hafa áhuga á fötum lýg ég samtímis. Hvaða kona hefur ekki einhvern tímann á ævi sinni verið þjökuð af fatapælingum og látið eftir þeim hégóma sem gjarnan fylgir þeim. En að vísu fer þetta allt eftir þeim tímum sem við lifum á, efnahag og ekki hvað síst ástandi kvennahreyfingarinnar hverju sinni. Á fyrstu árum Rauðsokkahreyfingarinnar, sem ég starfaði með um tíma, var útbreidd andstyggð á öllu tísku- og fatadútli, þar sem gengið var út frá þeirri skoðun að allir fataframleið- endur og fatahönnuðir litu einungis á konuna sem kyn- veru og einsettu sér því að græða á líkama hennar. Ég gekk svo langt að ég fyrirleit allar þær konur sem „lögðust svo lágt“ að hafa áhuga á fötum, sérstaklega ef þær kenndu sig við kvennabaráttu í þokkabót. Það fannst mér vera hrein svik við málstað kvenna. í dag sé ég, að ég var haldin barnasjúkdómi kvennabaráttunnar, því nú þykir það sjálfsagt og eðlilegt og tilheyra reynsluheimi kvenna að hafa áhuga á að klæða sig og þá ekki endilega eftir duttlungum frá londonparísnjújork, heldur eftir persónu- legum frumlegheitum og tiktúrum. Það þykir fínt að hafa listrænan smekk fyrir fötum og þessa gætir auðvitað ekki síður í kvennahreyfingu. Andúð mína á fatapælingum kvenna hér áður, má ef til vill rekja til spekúlasjóna kvenna í fjölskyldu minni, þar sem heilu jóla- og afmælisboðin snerust um snið og efni og lekker föt um leið og borðin svignuðu undan hnallþór-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.