Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 24
Tilkynning
til garðeigenda í Reykjavík um nauösyn aögæslu við
notkun sterkra eiturefna við garöúðun.
Fjölmargir garöeigendur láta ár hvert úöa garöa sína með eiturefnum úr X- og A-flokkum eiturefna í
því skyni að útrýma skordýrum. Af þessum efnum mun parathion algengast. Hér gengur það undir
verslunarheitinu Egodan-Parathion sem er 35% upplausn hins virka efnis (parathions). Efni þess eru
ekki einugis eitruð fyrir skordýrin sem þeim er aetlaö að eyða, heldur koma vérkanir þeirra fram hjá
öllum dýrum, sem fyrir þeim verða, þ.á m. fuglum og þau valda gjarnan eitrunareinkennum hjá fólki.
Eigi er talið unnt aö komast hjá notkun þessara sterku efna enn sem komið er, svo sem í
gróðurhúsaræktun, en leyfi til notkunar þeirra í þágu almennings eru mjög takmörkuð og bundin
þeim einum sem hafa undir höndum sérstök leyfisskírteini frá lögreglustjórum, sem þeir skulu bera á
sér þegar úðun fer fram.
Jafnframt þessari aðgát er nauðsynlegt, að garðeigendur geri sér grein fyrir, að æskilegt er að
draga sem mest úr notkun hinna sterku eiturefna og fullreyna í þeirra stað önnur hættuminni efni,
sem leyft er að selja almenningi (sjá yfirlit útgefið af heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu 1. júní
1982).
Þeim garðeigendum, sem samt sem áður vilja fá garða sína úðaða meö eiturefnum úr X- og
A-flokkum skal bent á eftirfarandi:
1. Að ganga úr skugga um að þeir sem framkvæma úðunina hafi undir höndum gild leyfisskírteini,
útgefin af lögreglustjóra.
2. Einungis má úða í þurru og kyrru veðri.
3. Egodan-Parathion má aðeins nota með styrkleikanum 0,03—0,08%, þ.e. 30—80 ml í 100 I vatns.
4. Úðun er þýðingarlítil og jafnvel gagnlaus nema á aðalvaxtarskeiði lirfunnar, sem algengast er að
eigi sér staö fyrstu 3 vikurnar í júní.
5. Virða skal að öllu leyti aðvörunarspjöld þau sem skylt er að hengja upp í görðum að lokinni úðun
með áðurnefndum eiturefnum.
Garðeigendum er bent á að kynna sér rækilega hvaða trjátegundir er óþarft að úta til varnar gegn
skordýrum og ennfremur að afla sér upplýsinga um hvenær hægt sé að komast af meö notkun
hættuminni efna til útrýmingar þeim.
Reykjavík 5. maí 1983.
Borgarlæknirinn í Reykjavík.
19. júní
ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS
KVEMUR ÚT UM MIÐJAN JÚNÍ.
BLAÐIÐ MUN FÁST í BÓKAVERSLUNUM,
BLAÐSÖLUSTÖÐUM OG HJÁ
KVENFÉLÖGUM UM LAND ALLT.
meðal efnis:
Slakur árangur kvenna í prófkjörum
stjórnmálaflokkanna. Og fjallað verður um
málefni kvenna, er vilja leita aftur út á
vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé.
KAUPIÐ 19. JÚNÍ.
LESIÐ 19. JÚNÍ.
TAKIÐ 19. JÚNÍ MEÐ f SUMARLEYFIÐ: