Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 5
Flestir þekkja hvernig sjálfsöryggiö helst
í hendur viö hugmyndir þær sem viö gerum
okkur um útlit okkar. Teljum viö útlitiö í
lagi er sjálfstraustiö nóg en ef við erum í
götóttum sokkum eöa meö graftarbólu á
nefinu fyllumst við óöryggi og óánægju
mcð okkur.
Öll erum við misjöfn, sem betur fer, og
greinilegt er að ekki er ætlast til frá náttúr-
unnar hendi aö viö séum eins. Þrátt fyrir
þaö viröist þó alltaf sem eitthvað ákveðið
útlit sé eftirsóknarverðara en annað og allir
veröi að reyna að líkja eftir því. Þetta
draumaútlit er nokkuð mismunandi eftir
tískustefnum en þó er alltaf eitt sem breyt-
ist ekki. Konur eiga aö vera tmgar. Einnig
hafa þær, a. m. k. undanfarna áratugi, átt
aö vera grannar, sífellt í góöu skapi og þar
meö brosmildar og auðvitað bera þaö meö
sér aö þær séu undirgefnar, viökvæmar og
ánægðar meö hlutskipi sitt. Konur hafa því
rembst viö aö halda sér grönnum, þar sem
þær standa yfir pottunum, og ungum þótt
tíminn vinni gegn þeim. Miklum tíma, fjár-
munum og orku er eytt í þaö aö stunda
megrun, snyrtistofur og velja klæðnaö viö
hæfi. Þaö er ekkert á móti því að líta vel út
en það er ömurlegt að vera sífellt að reyna
að líta „öðruvtsi" út. Og hafa ekki allir
tekið eftir því hve útlit fólks skiptir litlu
máli eftir aö maður er farinn að kynnast
því?
Alls kyns ósamkvæmni kemur fram í
sambandi viö útlit. Konur eiga t. d. aö
halda sér ungum helst alla ævina en ef þær
klæða sig eins og táningar eftir að þær
(óhjákvæmilega) eldast eru þær litnar
hornauga. Alls staðar gleymur við ,,ung er
konan fögur" og hver vill ekki vera falleg?
En viö eldumst allar og hvernig er það,
hafið þiö ekki séö fallegar eldri konur, sem
hafa bæöi hrukkur og grásprengt hár?
Margar hinna óskráðu krafa um útlit
fólks eru geröar bæöi til karla og kvenna.
En yfirleitt eru þær geröar í margfalt meira
mæli til kvenna. Ekki heyrist auglýst „ung-
ur er karlinn fríöur" eöa „herraleikfimi —
sértímar fyrir þá sem þurfa að losna viö
aukakílóin". Karlar mega nefnilega eldast
— og það sem meira er — þeir mega bera
aldurinn utan á sér. En slíkt og þvílíkt leyf-
ist konum ekki. I tískuverslunum og tísku-
blöðum er stöðugt höföað til kvenna. Þær
veröa aö vera glæsilegar, jafnt á nóttu sem
degi.
Konum er innprentaö að útlitiö skipti
þær öllu máli. Þær eiga að komast í gegnum
lífiö á fallegu brosi og fögrum fótleggjum.
En ekki er nóg með aö útlitið skipti kon-
urnar sjálfar miklu máli. Þaö getur nefni-
lega haft mikið aö segja fyrir eiginmenn aö
konurnar þeirra líti vel út. Þær veröa að
hafa útlit og framkomu sem gerir körlunum
kleift aö taka þær meö sér og sýna á
mannamótum. Þannig eiga konur aö vera
skrautfjaðrir í hatti eiginmanna sinna.
Það sjást greinilega tískustefnur í klæða-
buröi og háttum fólks eftir því hvort það
telur sig til hægri eða vinstri í pólitík.
Vinstri sinnar klæðast flauelsbuxum, muss-
um og kínaskóm á meðan hægri sinnar eru í
skyrtum, blúsum. terelynbuxum og leöur-
mokkasíutn. En hvorum flokknum sem
fólk tilheyrir er ljóst að það leggur mikið
upp úr því að halda útlit síns hóps.
Viö þurfum aö gera okkur grein fyrir því
aö við erum teymdar á asnaeyrum hvaö
kröfur um útlit varðar. Með því að í'á konur
til að eyða orku sinni í að huga að og
„betrumbæta" útlit sitt er síður hætta á að
þær seilist inn á valdasvið karla. Konur það
er fleira við okkur en útlitð!
Se.
5*