Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 11

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 11
þjóðfélög ekki lagskipt og koma þau fram með eina sameiginlega mynd; Allar konur kappkosta við að þjóna og geðjast öðruin. I'emaö — konur kappkosta við að þjóna og geðjast öðrum — er einnig niöurstaða Carol Lopate, en hún rannsakaði meðhöndlun tólf tímarita á Jackie Kennedy Onassis. Þessi tímarit voru meðal annars Mac Call's og Ladies' Home Journal (tímarit millistéttar- kvenna), Woman’s day og Ladies Circle (tímarit verkalýðs- kvenna), Movie Mirror and TV Radio Talk (verkalýðsstétt) og Time og Newsweek (ha;ði fyrir karlmenn og konur). Miðstéttartímaritin vekja athygli á hinum mikla auði Jackie, en gera mikið úr vanhæfni hennar til þess að meðhöndla og stýra lífi sínu. Hún er kona mótuð af karlmönnum, föður sínum, og ríku eiginmönnunum; hún er ófær um að bægja óhamingjunni frá sínu lífi. Verkalýðsblöðin undirstrika það að Jackie eigi við nákvænt- lega sömu vandamál að stríða og lesendur blaðanna. Hún á í erfið- leikum með börnin og það á sér stað hlutverkastreita milli þess að vera móðir og eiginkona. Önnur blöð fara út í að lýsa, á hvern hátt hennar tilfinningalífi sé háttað og hvaða átök eigi sér stað í lífi hennar, og grundvallarerfiðlcikum varðandi fjölskyldulíf, trúarlíf og kynlíf. Þrátt fyrir þennan ákveðna mismun er lokaniðurstaða Lopate að eitt þema um konur komi glögglega fram gegnum hinar ýmsu ímyndir af Jackie. Vinna utan heimilis er neikvæð fyrir konu, sá tími sem hún vinnur utan heimilis myndar gap milli þeirra jákvæðu stunda er hún á, í hlutverki eiginkonu og móður. Útivinnan hcfur enga tilfinningalega merkingu fyrir konu. Þegar manni mistekst í móður og/eða eiginkonuhlutverkinu er hún lítilsgild. Samkvæmt tímaritunum er ekki hægt að kaupa hamingjuna og hamingja hverrar konu er tengd viðfangsefnum eiginmannsins. ógiftar utan ein, og er það ólíkt því sem fram hefur komið í erlend- um athugunum á smásögum í kvennatímaritum þar sent meiri- hluti kvenhetja eru giftar konur eða ógiftar í giftingarhugleiðing- um. Karlmennirnir í umræddum smásögum eru ungir og fallegir, eða virðulegir miðaldra í góðum efnum, og eiga þeir það flestir sameig- inlegt að vera mikil kvennagull og lausir við þá innri togstreitu sem konurnar upplifa. Meginandstæðurnar í sögunum eru ellin og æskan, og snertir það konurnar mikið, og ástin + hamingjan og frami kvenna eru aðrar andstæður, auk þess sem konurnar eru í flestum tilfellum sem þolendur en ekki gerendur. Nöfn smásagnanna t. d. „Gigalóinn", „Þessi með augun" og „Sumarstúlkurnar" gefa skýrt til kvnna hvaða viðfangsefni þær taka fyrir, og undirstrika þau einnig að ástarsögur eru taldar höfða mest til kvenna, af öllu smásöguefni vikublaða. í grófum dráttum flytja smásögur þessar þann boðskap að til að öðlast hamingju verði kona að eiga í ástarsambandi við karlmann, og frami eða auölegð séu henni einskis virði. Æska og fegurð er það sem konur eiga að meta mest, enda sé það veigamest í öllu mati á þeint. Smásögurnar og ástin Smásögur þykja ómissandi hluti af lesefni kvennablaða og frarn- haldssögur eru mjög vinsælar. Einhver munur er á gerð þessara smásagna eftir blöðum, en sami keintur viröist þó vera af þeim öllum, hvor sem um innlend eða erlend blöð er að ræða. Athugun var gerð á smásögum í Líf, fjórum tölublöðum ársins 1978 og þremur tölublöðum ársins 1981, og eftirfarandi niðurstöður stað- festa það sem flesta heíur sjálfsagt grunað. Smásögurnar eru allar frekar stuttar og einfaldar að gerð. Ein smásagan er dálítið sér á parti, hún er skrifuð sem ímynduö ræða karlmanns í himnaríki og fjallar um endalok mannkynsins og tortímingu alls lífs á jörðu. Hinar sögurnar sex eru svipaðar að gerð, og eru konur aðalpersón- urnar í þeirn öllum. Sjónarhóllinn fylgir þessum kvenhetjum og er ýmist sagt frá þeim í 3. persónu eða hugsununt þeirra og tilfinning- um lýst. Konurnar eru ýmist ríkar eða fátækar, af háum stigum eða lágum, fallegar eða ljótar o.s. frv. Eitt er þeim öllunt sameiginlegt og það er afstaðan til karlmanna. Ástir karls og konu er megin- þcmað í smásögunum öllum, en útfært á eilítið mismunandi hátt. Konurnar meta sjálfar sig út frá þeim karlmönnum sem þær eru í tengslum við, og sú hugntynd er ráðandi að hamingjuna öðlist þær einungis gegnum þá. Eftirtektarvert er, aö konurnar eru allar Á þennan hátt endurspegla smásögurnar þá hugmyndafræði sem ríkjandi er, og styrkja á allan hátt lesendur í að staðfesta í huga sér hina óvirku kvenímynd af konunni sem lifir gegnum og/eða fyrir karlmenn. A uglýsingar Auglýsingar í tímaritum hafa verið kannaðar af meiri gaum- gæfni en flest annað fjölmiðlaefni. Evring Goffman er einn þeirra sem gert hefur innihaldsgreiningar á auglýsingum, og byggir grein- ing hans á því að túlka þau tákn og þá afstöðu sem frarn kemur, svipbrigði, stellingar, klæðnað og fleira. Til dæmis túlkar hann hæö fólks í auglýsingum sem tákn um stöðu. Ef það kemur fyrir að konan er sýnd stærri en karlntaðurinn þá er það á þeim grunni að hún er augljóslega í hærri virðingarstöðu en karlmaðurinn. En yfirleitt er konan sýnd lægri en karlinn, hún hefur yfirleitt lægri stöðu en hann. í auglýsingum eru það konur en ekki karlar sem Iúta höfði, segir Goffman, og vill hann túlka það sem tákn um undirgefni konunnar. Konur er sýndar liggjandi á gólfum, í sófurn, fáklæddar miklu tíðar en karlmenn, sent er tákn þess að þær séu til reiðu kynferðislega. Þessar stellingar geta einnig gefið til kynna ákveöið ósjálfstæði. Börn eru iðulega sýnd í þessunt stellingum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.