Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 30
„Fyrir mér er enginn munur á menningu
karla og kvenna“
Viðtal við Einar Hákonarson stjórnarformann Kjarvalsstaða
Einar Hákonarson er formaður stjórnar Kjarvalsstaða.
Eftirfarandi viðtal tók Hlín Agnarsdóttir við hann 2 I.
mars sl.
Sp: Hvert er álit þitt á því ad pólitískt kjörnir fulltrúar velji verk sem
Reykjavíkurborg kaupir?
E: Eg er á því að þeir geri það. Þeir eru fulitrúar fólksins valdir af
því til að fara með fjármuni. Þar af leiöandi held ég, að það sé
réttast að þeir kaupi listaverk fyrir borgina.
Sp: Er til einhver mótuð stefna varðandi innkaup borgarinnar á
listaverkum?
E: Nei, ég held að þegar svona er spurt, verði að svara því þannig,
að þeir fulltrúar sem gegna þessum störfum hverju sinni ráði inn-
kaupunum. Það á við allar svona nefndir. Við erunt þrjú sem
stöndum í þessu núna og við förum saman til þessara innkaupa.
Auðvitað er þetta spurning um smekk þeirra sem kaupa inn hverju
sinni. Það er reyndar leitast við að borgin eigi sem best yfiriit yfir
það sem hefur verið gert í myndlist.
Sp: Nú hefur komið fram óánœgja frá fulltrúa FÍM, þar sem hann
telur innkaup á verkum fyrir borgina bœði ómarkviss og tilviljana-
kennd, hvað viltu segja um það?
E: Þú ert að vitna þarna í bókun sem Jón Reykdal geröi. Því er til
að svara aö hann er þarna að bera fyrir brjósti ákveðna einstakl-
inga, sem við töldum ekki ástæðu til að kaupa af. Það þýðir ekki að
við kaupum ekki af þeim seinna. Það er ekki hægt að kaupa af
öllum.
Sp: Tengdist þessi bókun eingöngu þessum einstaklingum?
E: Já, hún gerði það, tengdist ákveðnum tilfellum, sem ekki kom
fram í bókuninni.
Sp: I framhaldi afþví, finnst þér að listaverk sem borgin kaupir eigi
að vera í hefðbundnu, varanlegu formi, eða á einnig að kaupa verk
af listamönnum, sem vinna með t.d. umhverfislist, list sem er háð
tíma og rými?
E: Þau verk sem borgin kaupir, verða að vera varanleg. Aftur á
móti eru veitt starfslaun einum til tveimur listamönnum á ári, þ.e.
ein laun sem skiptust milli tveggja sl. ár. Þessi starfslaun ættu frek-
ar að geta komið til móts við þá sem starfa að umhverfislist. Ég
held aö það sé æskilegt að þau verk sem borgin kaupir séu uppi-
hangandi í stofnunum borgarinnar og séu staðsett í görðum og
útivistarsvæðum.
Sp: Finnst þér nóg að Rvk. borg veiti aðeins ein starfslaun, eða
finnst þér að borgin gœti veitt ein starfslaun til hverrar listgreinar
fyrir sig?
E: Nú eru þessi starfslaun hugsuð fyrir allar Iistgreinar, þó reyndin
hafi verið sú að myndlistarmenn hafi fengið þau hingað til. Þeim
hefur aðeins verið úthlutað tvisvar sinnunt. Aðilar úr öðrum list-
greinum hafa ekki sótt urn. Ég held aö það sé ekki æskilegt að
fjölga þessurn launum, sérstaklega ef miðað er við ásóknina síðast
þegar þau voru auglýst.
Sp: Þér finnst sem sagt nóg að séu einungis veitt ein starfslaun?
E: Að sinni, að sinni.
Sp: Hvert er þitt áiiit á því að listráðunautur Kjarvalsstaða (Þóra
Kristjánsdóttir), sem ráðin er á grundvelli sinnar menntunar hafi
ekki atkvœðisrétt varðandi innkaup á verkum?
E: Hún hefur ekki atkvæðisrétt, ekkert frekar en aörir embættis-
ntenn borgarinnar, en hún hefur tillögurétt. Nú, ef við rifjum upp
gömlu Kjarvalsstaðadeilurnar, þá stóðu þær fyrst og fremst um
þetta atriði, þ.e. hvort listamenn ættu að fá pólitískt vald eins og
kjörnir fulltrúar, eða ekki? Listráðunauturinn var málamiðlun
milli borgarinnar og listamanna.
Sp: Hversvegna telur þú að hlutfall kvenna á sýningunni Ungir
Myndlistarmenn (héðan eftir UM) liafi verið svo lágt, sem raun
bar vitni?
E: Það hefur sennilega verið vegna þess að þær hafi ekki sent nógu
mikið inn. Eitt ber að athuga við UM sýninguna; það eru 16-17 ár
síðan svona sýning var haldin síðast og ég veit unt fullt af fólki sent
var aðeins yfir mörkunum, (aldurstakmarkið var"30 ár) þar á
meðal fullt af kvenfólki. Þetta er nú einfaldlega árgangsmismunur.
Sp: Var hlutfall þeirra kvenna sem sóttu um hærra en þeirra sem
komust að?
E: Nei, það held ég ekki. Þær komust flestar að, sem sendu inn.
En, af því að þú crt að spyrja um þetta, þá langar mig til að segja
þér, þar sem þið berið hag kvenna fyrir brjósti, að ég hef hvorki
fundið né séð, að hlutur kvenna hafi verið fyrir borð borinn í
myndlist í gegnum árin, nema síður sé. Ég hugsa að það eigi við unt
flestar listgreinar. Ég þori ekki að fara með það í bókmenntum eöa
músík. En í myndlist ríkir jafnræði milli kynjanna.
Sp: Hversvegna var þá ekki leitað til textíl-, grafík-, og leirlistarfé-
lagsins eftir fulltrúum í dómnefndina J'yrir UM sýninguna?
E: Það var leitað til FÍM til að tilnefna fulltrúa í nefndina.
Sp: En í áðurnefndum félögum er þó meirihlutinn konur?
E: Ég stofnaði á sínum tíma félagið íslensk grafík með konum,
sem voru þá í miklum meirihluta. Mér fannst dálítið leiðinlegt ef
grafík ætlaði að verða svona kvennalistgrein. Það hefur nú jafnast
töluvert upp. Það er nýbúið að stol'na ný hagsmunasamtök lista-
manna; Samband Listamanna, og það var ákveðið í stjórn Kjarv-
alsstaða að leita eftir fulltrúum þeirra í dómnefndina. Þau til-
nefndu Kristján Guðmundsson og Helga Gíslason. í dómnefndinni
áttu sæti auk þeirra stjórn Kjarvalsstaða, Jón Reykdal frá FÍM svo
og listráðunauturinn. Satt best að segja veljum við ekki í dómnefnd
eftir kynjum.
Sp: Hvað finnst þér þá um tillögur Kvfrb. um að Kjarvalsstaðir
standi fyrir menningurdögum kvenna?
E: Ég er alfarið á móti því sko ...
Sp: liversvegna?
E: Fyrir mér er enginn munur á menningu karla og kvenna. Ég
kem ekki auga á hann. Ég er kannski svona mikið karlrembusvín.
Sp: Þannig, að þú heldur að Kjarvalsstaðir geti ekki staðið fyrir
sérstökum menningardögum kvenna?