Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 16

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 16
m.y'/vo ls. £f\mf\ktiFf\FLfk. Rafmagnstöflur I þetta sinn skulum við fræðast örlítið um rafmagnstöflur og þá líka hvernig við skipt- um um öryggi. I nýrri gerð rafmagnstaflna eru svokall- aðir varrofar (öryggi) sem eru mjög ein- faldir í notkun og ekki þarf að skipta um heldur eru þeir meðhöndlaðir eins og venjulegir rofar (slökkvarar). Því verður ekki rætt um þá hér. í eldri gerðum rafmagnstaflna eru aftur á móti bræðivör (öryggi). Á öðrum enda þeirra eru oftast litaðir punktar, sem tákna strauminn (amper-A) sem þau hleypa í gegnum sig, en einnig er straumurinn stimplaður á þau (mynd 1). Fyrir venjulega flynd 1. Imm (ðrfKi) ljósagrein þarf 10 A öryggi (rauður punkt- ur), fyrir þvottavél 16 A öryggi (grár punktur) og fyrir eldavél 25 A (gulur punktur). Ef öryggið springur dettur þessi punktur úr eða það losnar um hann. Þegar við skiptum um þessi öryggi (vör) losum við fyrst lokið af varhúsinu og tökum gamla öryggið úr, smellum síðan breiðari enda nýja öryggisins í lokið og skrúfum það síð- an fast á varhúsið aftur (mynd 2a og b). í mjög gömlum rafmagnstöflum er oft gert ráð fyrir sívölum öryggjum og er þá hægt að nota öryggi af hvaða straum sem er í varhúsin. Þetta er mjög óhentugt og getur orðið hœttulegt þar sem fólk freistast til að setja of stór öryggi fyrir greinar (t. d.ljósa- greinar). Þá þolir greinin ekki þann straum sem öryggið gefur til kynna og öryggið veitir ekki þá vörn sem ætlast er til, sér í lagi ekki ef álagið er mikið. Notum því ör- yggi af réttum styrkleika. Ef taka þarf rafmagnsstrauminn af ein- hverri grein íbúðar ber að athuga að verið getur um eitt eða tvö öryggi að ræða fyrir greinina. Petta fer því eftir því hversu há spennan (volt-V) er í viðkomandi sveitarfé- lagi. Ef spennan er 220 V eru tvö öryggi fyrir hverja grein, en aðeins eitt við 380V spenu. Gangi ykkur vel við að skipta um öryggi. Mync/ Z lo. Guðrún Ólafsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.