Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 12

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 12
enda mjög háð sínu nánasta umhverfi varðandi flesta þætti sinnar tilveru. Með því að stilla konunni upp á svipaðan hátt, þ.e. á gólfi eða sófa, er um leið verið að gefa til kynna að það sé svipað á komið með hana og börnin, hún geti ekki staðið ein í lífinu, sé háö forsjá annarra eða karlmannsins. Þegar auglýsing bregður upp mynd af fjölskyldunni, t.d. kjarnatjölskyldunni, eru stellingar, staðsetning, svipbrigði o. s. frv. yfirlcitt þannig að hægt er að lesa út úr þeim ákveðna félagslega formgerð. Oftast eru gefin í skyn nán- ari tilfinningaleg tengsl milli móður og dóttur, en föður og sonar. Sonurinn þarf að læra að standa á eigin fótum og ryðja sína leið að karlmennskunni. Fjölskyldufaðirinn stendur oft eins fjarri öðrum fjölskyldumeðlimum, sem Goffman vill túlka á þann hátt, að það sýni vald hans og yfirburði. Hann er öryggisventill fjölskyldunnar. Ef auglýsing sýnir bæði kynin í einhverjum tengslum við hús- hald, t. d. matargerð, þá er konan iðulega sýnd við vinnu en karlinn ekki. Goffman túlkar þetta á þann hátt að ekki sé hægt að troða karlmönnum í kvenmannsverk, eða ef þeir eru sýndir í einhvers konar heimilisvafstri, birtast þeir sem mjög vandræðalegir; van- kunnáttan uppmáluð. í þessum störfum eru karlmenn settir á svip- aðan stall og börnin, umkomulausir og öðrum háöir, en í flestunt öðrunt er það konan sem fær þetta hlutskipti. Svipbrigði karlmanns, sern oftast eru sýnd er konan er aö fást við annars konar störf en heimilis- og uppeldisstörf, gefa til kynna samkvæmt Goffman að karlmaðurinn er fullur meðaumkunar. brosir föðurlega við því hversu illa henni gengur. Á öllum stöðum nema inni á heimilinu er konan sýnd í ímynd liins umkomulausa barns, eöa þá í hlutverki kyntáknsins, reiðubúin til að þóknast karlmanninum. Spegill, spegill Þau blöð sem konur hér á landi lesa hvað mest eru einhvers konar sambland af tísku-, viku-, og kvennablöðum. Vikublöð sem blanda saman umræðu um það, sem konur eru taldar hafa áhuga á, og tískuefni og boðskap um útlit og hegðun. Þctta eru blöð eins og Femina og Líf, en minni útbreiðslu hafa hreinræktuð tískublöö eins og til dæntis Vogue. Efni þessara blaða er fremur fábreytt, þ.e.a.s. öll cru þau uppbyggð á sama hátt. Við fáum nýjar matar- og handavinnuuppskriftir, nýjustu slúðursöguna um ríka og fræga fólkið, leiðbeiningu í vandamálum, eina ástarsögu og fullt af aug- lýsingum eins og fyrr hefur verið minnst á. Síðast en ekki síst fáum við leiðbeiningar um hvernig við eigum að klæöast, mála okkur, breyta vexti okkar, framkomu og jafnvel skoðunum. Þessar leið- beiningar eru eitt mikilvægasta efni blaðanna, og trúlega það áhrifamesta. Leiðbeiningarnar eru bæði óbeinar, í fornti greina og viðtala auk auglýsinga, og beinar í formi tískuþátta og mynda. Konurnar í þessum blöðum eru ungar, leggjalangar, hraustlegar, stæltar, flott klæddar og hamingjusamar að sjá. Stundum er veiklu- legt útlit í tísku og þá eru konurnar þannig aö hörmung er á að líta. Konum er kennt að þær eigi að kaupa föt í nýju litunum, með nýju sniðunum og klippa hárið eftir nýjustu línunni. Þessi útlitskennsla og stýring þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að auka á neysluæð- ið, og þjónar beint hagsmunum auðvaldsins. Alið er á óánægju kvenna, minnimáttarkennd þeirra og ósjálfstæði, og þeini sam- keppnisanda sem brýtur niður alla samkennd og vellíðan. Búin eru til gervivandamál, sem geta orðið alvöruvandamál, og lausn sú sem blöðin gefa, er að meö því að kaupa allt dótið og draslið leysist allur vandi. Útlitið, umbúðirnar, er gert að aðalatriði en konan sjálf, hugsanir, skoðanir og tilfinningar hennar einskis virtar. Við þekkjum þetta allar, tískan í blöðununt segir okkur hvernig við eigum að vera og hlýtum við öllum boðum og bönnum er okkur lofuð lífshamingjan. Lífshamingjan er fólgin í neyslu og fólgin í því að við breytum útliti okkar í samræmi við utanaðkomandi kröfur en ekki eigin óskir. Launin eru heldur ekki af lakara taginu, þau eru nær alltaf í karlmannslíki. Karlmaðurinn er gerður af mið- punktinum í lífi hverrar konu, gegnum útlit sitt geti hún náð í efnilegan mann, og í gegnum hann öðlist líf hennar tilgang. Þannig er hugmyndafræði blaðanna í samræmi við ríkjandi hugmynda- fræði þjóðfélagsins og stuðla þau því aö viðhaldi kvennakúgunar. Sú tleyga setning „Spegill, spegill herm þú mér, hver á landi fegurst er?“ er göntul og þó í sínu fulla gildi. Af boðskap tísku- blaða má ráða að enn skuli þetta vera grundvallarspurning kvenna varðandi líf sitt, en svarið er örlítið breytt. Með því að beygja okkur undir útlitsstýringu þeirra eigum viö nefnilega aö geta hróp- að; „Ég, ég!“ Barátta fyrir kvenfrelsi er barátta gegn boðskap af þessu tagi, öllum boðskap um hvernig konur skuli vera í hátt og hugsun. Tökum spegilinn úr höndum tískukónganna og í eigin hendur, ákveðum sjálfar hvað viö sjáum og hvaö við viljum sjá í eigin spegilmynd. (Heimild m.a. ritgerö Katrínar Baklursdóttur og Kristínar Jóns- dóttur: „Er líf í tuskunum?") Kristín

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.