Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 29

Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 29
STORAR FLUGUR - Nóttin byrjaði friðsamlega. Einstaka kýr öskraöi einmanalega niðri á vegi. Annars var allt kyrrt. Við mæðgur gengum snemma til náða, því framundan var stór dagur. Við ætluðum í ferðalag með öllum Ijótu allaböllunum. Hún sofnaði þegar, sólbrún og opin- mynnt. Sjálfsagt lögð af stað yfir Krossá, sem í hennar augum var skelfilegur há- punktur ferðarinnar. Fljótlega varð meira en helmingur rúms- ins að hennar yfirráðasvæði og langir leggir lögðust yfir miðjuna á móðurmyndinni. Eg þokaði mér þolinmóð og hlýðin út á kant og tók upp Hemingway sem var með veislu í farangrinum. Þetta þótti mér tilhlýðilegt lestrarefni og hæfa morgundeginum. Eftir að hafa flutt fætur Helgu á þægi- legri stað, lét ég fara vel um mig og las í fullkominni þögn sveitasælunnar. Hemingway var þokkalega svæfandi í þessum kafla. A mörgum síðum var því lýst hvernig hann át brauð, ólífur með svörtum pipar af mikilli nautn, hverju hann skolaði niður með kældum bjór. Kona hans Hadley fékk ekkert. Hún hefur sjálfsagt ekki komist á staðinn vegna hungurs, en illa áraði hjá þeim hjónum í þessum kafla. Hemingway át fyrir þau bæði af mikilli nákvæmni. Eg fór að geispa og lagði karl til hliðar, vafði að mér sæng og bjóst við ljúfum svefni. En — ó — vei .. .eins og skáldin sögðu. því nú fylltist svefnklefinn af miklum gný. Litlar orustullugvélar flugu oddaflugi inn um dyragættina. LITLIR MENN Tvær grimmdarlegar húsflugur í sumar- skapi töldu mig ekki hvíldarþurfi og nálg- uðust „óð-fluga“. Önnur skreið um hríð á vekjaraklukk- unni og kynnti sér tímatalið. Hin var bók- menntalega sinnuð og skoðaði bókavalið á náttborðinu. Ekki hafði hún samt tamið sér hljóðlestur að neinu gagni, heldur las upp- hátt ljóð Jóhannesar út Kötlum á flugna- máli. Eg opnaði augun og skimaði eftir vopni. Að vísu hafði ég að góðra húsráðenda sið fengið mér virðulegt tlugnaspjald. Þessu tæki fylgdi mikill og ýtarlegur texti um meðferð og notkun: Ekki má af heilsufarslegum ástæðum stilla tæki þessu livar sem er, til að mynda nálægt lasburða fólki, gamalmennum, aumingjum, ungbörnum, eldhúsum, svefn- kamersum og því um líku. Eftir mikla umhugsun og djúpar pæling- ar hafði ég sett eiturtækið inn í stofu. Gæti komið sér vel ef gestir í stofu gerðust þaul- sætnir og leiðinlegir. Hins vegar höföu þær stöllur flugurnar greinilega flogið fram hjá vopninu í löngunt sveig - örvast frekar en hitt... og miðað á fórnarlömb sín með hernaðarlegri snilld. Eg stakk höföinu undir sæng og þóttist sofa. Tek þær á sálfræðinni eins og maður- inn sagði í ævisögu sinni. Þær sáu í gegn um þanti blekkingavef. Um leið og ég lyfti höfðinu undan sæng- inni í súrefnisleit, sveif önnur með vængja- þyt og söng kringum eyrað á mér og lenti á eyrnarsneplinum með þrumugný sem smó gegnum merg og bein. Hin settist á maga Helgu. Höfðu þær nú okkar báðar á valdi sínu. Þaulhugsað hern- aðarbragð, enda höfðu þær þagað í hálfa mínútu á náttborðinu og dundað sér við fundahöld og ástarleiki. Nú var þolinmæðin og sálarfræðin á þrotum. Eg hristi minn óvin af eyrnasneplinum og reyndi að kýla hann í rot í leiðinni. Hitti eðlilega ekki. Hvernig kýlir maöur flugu í rot? Minn elskulegi óvinur flaug upp með mótmælakveini og kom sér fyrir upp á vegg. Hin sat sem fastast steinþegjandi og lagði síðan upp í hringferð kringum nafla dóttur minnar sem svaf vel eftir annasama útiveru dagsins, og uggði ekki að sér. Ég vafði saman dönsku blaði með yfir- skriftinni: „Min mor fik et chok da jeg giftede mig med Gösta"... Því fylgdi mynd af lítilli stúlku og gömlum manni. Þetta var vafasamt vopn og beit ekki á fluguna á veggnum. Hin var örugg í skjóli magans, ekki lem- ur maður börn í magann um miðja nótt - síst af öllu með dönsku blaði. Ég beið og bað um hríð. Þær hófu háværan fund á flugi um her- bergið. Höfðu ekki búist við leiftursókn úr rúm- inu. Mér datt í hug að prófa moggann með Regan á forsíðu, en hvorugur var innan seilingar. Ég er kominn í eldhúsið núna og flugna- spjaldið í ruslafötuna. Það er hægt að búa um sig á eldhúsborð- inu ef maður brýtur sig vandlega saman. Auður Aðalsteinsdóttir 29 £

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.