Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 27
Skilgreiningar karlanna
Christine var þegar farin að berjast fyrir breyttu áliti karla á
konum tveimur árum áður en ritdeilan um Roman de la Rose hófst
en þá hafði Ijóðskáld eitt látið þung orð falla í garð kvenna og þá
sérstaklega konunnar sinnar ...
Hún tók fyrir hvern rithöfundinn af öðrum en flestir þeirra
höfðu getið sér góðan orðstír. Hún gætti þess að vera alltaf kurteis
og yfirveguð en sagðist vilja kenna þessum ágætu mönnum manna-
siði þar scm þeir virtust ekki kunna þá fyrir. Einstaka sinnum gerði
hún sér upp fáfræði og klaufaskap en bak viö orðin leyndust hæðni
og illska. Áður en yfir lauk hafði hún sannað fyrir samtímamönn-
um sínum að hún gat ekki einungis varið sig og kynsystur sínar
heldur hitti hún alltaf í mark þegar þess þurfti.
Eftir þennan almenna inngang fer Christine út í nákvæmari skil-
greiningar. Hún segir að í fyrsta lagi séu karlmenn alltof flöktandi í
fullyrðingum sínum og alhæfi of mikið. Pað sé vissulega satt að til
séu konur sem eigi það skilið að fá áminningu en hins vegar séu
flestar þeirra hreinlyndar, heiðarlegar og yndislcgar í alla staði.
Christine segir aö skáldin hiki ekki við að flokka allar konur eins
en það bendi einungis til þess að þeir hafi aðeins þekkt þessa einu
tegund kvenna . . . og líklegast séu þeir þá engu betri en þær, falsk-
ir og óheiðarlcgir . .. Christine leggur þó áherslu á að til séu heið-
arlegar undantekningar meðal skáldanna og örfáir þeirra hafi jafn-
vel varið konur.
Meðal annarra sannana um virðuleik og gildi konunnar notar
Christine þau rök að Guö hafi skapað hana eins og hann vildi hafa
hana og þar á ofan treyst konunni til þess að ala af sér Jesúm Krist.
Þá hafi Guð einnig valið betra cfni í konuna því að hún sé gerð úr
beini en hann úr leir — þess vegna hljóti hún að vera honum æðri.
Ennfremur getur konan krafist þess að kallast æðri þar sem hún
var sköpuð í Paradís en ekki karlmaðurinn.
Rökfærsla sem þessi, sem byggist á biblíunni, varð mjög vinsæl á
16. og 17. öld og notuð af báðum kynjum til þess að sanna eða
afsanna hvort kynið væri æðra hinu.
Margir kaflar í verki Christine tjalla um staðfestu konunnar og
nefnir hún mörg dæmi þess úr grískum goðsögnum en sýnir um
leið andstæðuna — hverflyndi karlanna. Hún segir að konur gætu
ekki hafa verið svo ýkja léttúðugar og tilbúnar í tuskið því þá
hefðu rithöfundarnir ekki þurft að eyða slíku púðri í að sýna
hvernig körlunum tókst með klókindum að ná ásturn kvennanna.
Hvernig stóð á því að það þurfti klæki og kænsku til þess að ná
einhverju sem var svona lítilmótlegt og auðtekið?
Eftir þessar fullyröingar endurtekur Christine fyrstu kröfu sína
og segir að í stað þess að gagnrýna og rægja konur ættu menn að
meta þær að verðleikum, lilúa að þeirn og elska þær því frá þeim
séu þeir, karlmerinirnir, komnir. Karlmenn ættu aö launa þeim illt
með góðu því að þeir verði aldrei hamingjusamir án konu sem
sé þeim í senn móðir, systir og vinur.
Allar seldar sömu sök
I næsta verki ræðst Christine svo á fyrrnefnt verk, Roman de la
Rose, og svarar þannig ritgerð Jean de Montreuil. Hún ávarpar
hann virðulega og gerir sér. upp hógværö og auömýkt þegar hún
tala um sjálfa sig, gerir lítið úr hæfileikum sínum og þekkingu. Hún
segist, þrátt fyrir vanmátt sinn, mega til að mótmæla því, að hann,
þessi gáfaði og hæfi maður, skuli dirfast að styðja slíkt verk sem að
hennar mati muni aldrei verða álitið hafa nokkurt gildi. Á hógvær-
an hátt segist Christine vera full ofdirfsku að þora að hafna svona
áhrifamiklum rithöfundi, hún hafi hvorki nægan orðaforða né stíl
snilli til þess að mæta andstæðingum sínum — en samt sem áður
geti hún ekki orða bundist. Ekkert geti fengið hana ofan af því að
mótmæla kröftuglega óréttmæti þeirra fullyröinga sem höfundur
Roman de la Rose lætur Irá sér fara, þeim fordómum sem höfund-
urinn og stuðningsmenn hans séu haldnir gagnvart konum. Enn-
fremur spyr hún hvert geti verið gildi þeirrar bókar þar sem konur
eru ásakaðar um ódyggð og lesti óréttilega og óheiðarlega; þar sem
giftar konur eru sakaðar um ótrúmennsku til þess eins að gera
eiginmenn vara um sig og eyðileggja l'rið og samheldni fjölskyld-
unnar. Það sem Christine finnst þó alvarlegast er að allar konur
eru sömu sökinni seldar — sem sannar þó aðeins það að hennar
mati að höfundurinn hefur aldrei þekkt heiðvirða konu — hefur
aðeins leitað eftir félagsskap þeirra sem spillst höfðu .. .
Christine telur upp nöfn fjölda kvenna, bæði þeirra sem voru
henni samtíða og einnig kvenna úr biblíunni, sem höfðu sýnt meira
hugrekki, manndóm og visku og lagt meira af mörkum til mann-
kynsins en nokkur karlmaður þó víða væri leitað. Hún leggur þó
áherslu á að vonandi liggi fordómar ekki að baki þessari upptaln-
ingu því hún leitist við að vera sanngjörn, sérstaklega vegna þeirrar
ósanngirni sem konur eru beittar.
Christine segir það skoðun sína að verk Jean de Meung geti haft
mjög slæm áhrif á gildismat fólks og einnig á aðra höfunda. Þessi
orð voru stór í ljósi þess að hún réðst þarna á mjög vinsælt bók-
menntaverk. Hún segir að í því felist hvatning til hins illa, huggun
þeirn sem lifi óheilbrigðu lífi og þar sé beinlínis bent á veginn til
glötunar — stór orð 15. aldar konu.
Christine taldi að Montreuil bæri skylda til að standa með henni
gagnvart þessu verki þar sem allt kvenkynið væri fordæmt án und-
antekninga. Ef hann vildi skoða sönnunargögnin vandlega og í
rósemi myndi hann áreiðanlega komast að sömu niðurstöðu og
hún.
I stað þess að sannfæra Montreuil með þessum orðum fjölgaði
andstæðingum Christine og aftur og aftur varð hún að endurtaka
gagnrýnina. Hún sagðist jú aðeins vera kona en hún gæti samt sem
áður varið sig og kynsystur sínar því lítill hnífur geti gert stórt gat á
poka og lítið nagdýr geti komið ljóni til að tryllast. Það þýddi ekki
að ógna sér, hún gerðist þá bara þess djarfari. Hún hvatti alla
heiðarlega menn til að styðja sig, því að þeir hlytu að vera á hennar
máli.
Öll skrit' Christine sýna að hún hefur verið mjög hæf á ritvellin-
um. Hún virðist aldrei hika þó hún sé eina konan meðal fjölda
karla og margir þeirra mjög voldugir. Hún veit hver skylda hennar
er og flýr aldrei undan merkjum.
Kvennaborgin
Síðasti hluti deilunnar stóð 1404-5 og birtist í bókinni Kvenna-
borgin (Le livre de la cité des darnes). 1 þessari bók heldur Christ-
ine áfram að nota þá aðl'erð aö telja upp nöfn, ýmist sagnfræðileg,
úr þjóðsögum, úr samtímanum eða fornöldinni; nöfn kvenna sem