Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 19
ákveðinna tillagna, en þó var ákveðið að ræða málin
frekar. Nú um mánaðamót apríl-maí hefur okkur vitan-
lega ekki verið haldinn annar fundur og ekkert frekar
gerst í málinu.
Félagsmálaráð Reykjavíkur samþykkti í nóv. sl. að
biðja stjórn Strætisvagna Reykjavíkur um umsögn um
hvort ekki væri hægt að taka upp næturakstur SVR um
helgar.
Við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar í janúar fluttu
fulltrúar Kvennaframboðs tillögu um að tryggöir yrðu
fjármunir til þess að unnt væri aö koma slíkri næturþjón-
ustu á. Pessa tillögu felldi meirihlutinn í borgarstjórn.
Síðan leið og beiö og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir
heyrðist ekkert frá stjórn SVR um málið.
Nú í apríl flutti fulltrúi okkar í stjórn SVR tillögu um að
gerð yrði tilraun í júní til sept. nk. með akstur vagna á
klukkutíma fresti um helgar til kl. 03:00 áðfaranætur
laugardags og sunnudags. í tillögunni var gert ráð fyrir
þremur vögnum, þ. e. a. s. vögnum í þrjú hverfi borgar-
innar. Þessi tillaga var felld.
Það er borin von að það takist að fá meirihluta borg-
arstjórnar til að breyta þessari ákvörðun SVR en við
munum þó freista þess á borgarstjórnarfundi 5. maí. Við
teljum að það sé alvarlegra mál en svo, að unglingsstúlk-
ur séu í hættu fyrir árásum og nauðgunum þegar þær eru
á leið heim til sín á nóttunni, hægt sé að kæfa í kerfinu
tillögur til að draga úr þeirri hættu.
Síðan við hófum umræðu um þetta mál hafa okkur
borist óyggjandi sannanir fyrir því að slíkir hlutir eigi sér
staö. Við vitum að eitt slíkt mál bíður nú dóms, en það
er næsta óvenjulegt, því oft leyna telpur slíku fyrir for-
eldrum sínum eða foreldrar gera ekkert frekar í málinu.
Það er ekki óeðlilegt. Við vitum af t'rásögnum þeirra sem
reynt hafa að það er síður en svo auðvelt að bera fram
kæru um nauðgun. Það virðist svo sem bæði lögreglu-
menn sem eiga að taka við kærum svo og læknar sem
eiga að gefa læknisvottorð um nauðgun til þess að hægt
sé að kæra, dragi fremur úr kærendum að fylgja kærunni
eftir en hitt.
i/ Vní yVvvvA
Ég er orðin þreytt á þessu rexi og pexi
sama röflið
dögum saman, vikum saman, mánuðum
saman.
Sama rifrildið
sama baráttan.
Maður er sigtaður niður
súrsaður ofan í tunnu
sektartilfinning
fáið hana, fáið hana, fáið hana
ailt stappað inn í hausinn á okkur
stappað eins og stáli inn í okkur
skiljið þetta, gerið þetta, verið svona
sálfræðilegt fangelsi
heimilislegt fangelsi.
Við finnum að þetta er ekki okkar heimili
þetta er ykkar atvinna
við erum ykkar atvinna
okkar líf, heili, líkami við sjálf
engin mannleg tilfinning
enginn raunveruleiki
bara umbúðapappírinn
þetta er skrípaleikur
uppeldismenntuð formúla
ekkert er eðlilegt
við erum viðfangsefni
vandræðaunglingar
í raun og veru ekki manneskjur.
Védís, 17 ára