Vera - 01.05.1983, Blaðsíða 35
Verslunarstjóri stendur viðskiptavin að
hnupli. Fjögur vitni verða að atburðinum.
Eitt þeirra og síðan annað mótmæla við
verslunarstjórann og rifrildi brýst út. Rifr-
ildið þróast út í slagsmál milli stjórans og
hinna þriggja og áður en yfir líkur hafa þre-
menningarnir lamið stjóra til óbóta, mis-
þyrmt honum kynferðislcga og þegar þeir
ganga á braut liggur verslunarstjórinn
dauður í valnum. Þremenningarnir fara
sína leið, sinn í hvoru lagi enda þekktust
þeir ekki áður.
Svo sem ekki ólíkleg atburðarrás í kvik-
tnynd — ofbeldi með öllu ástæðulaust.
Heldur ekki ólíklegur forgrunnur að bíó-
mynd um réttarhöld og yfirheyrslur.
Þ.e.a.s. ef verslunarstjórinn væri kona og
árásarmennirnir karlar. En í kvikmyndinni
,,A Question of Silence" er hlutverkunum
snúið við: stjorinn er karlmaður, ofbeldis-
seggirnir konur: húsmóðir, vélritunarstúlka
og fullorðin gengilbeina. í lok myndarinnar
eru konurnar úrskurðaðar geðvcikar.
Morðsaga, en ekki það hvcr drap heldur
hvers vegna og hvað?
Kvikmyndin ,,A Question of Silence" er
eftir Marleen Gorris, sem erensk. Dreifing-
araðilar eru konur: nýtt fyrirtæki, sem heit-
ir einfaldlega Cinema of Women. Þetta er
fyrsta kvikmyndin sem þær dreifa. Með því
að snúa hlutverkunum við, er alveg nýju
Ijósi varpað á ofbeldi, bæði kynferöislegt
og annað. Eftir að hafa séð hverja kvik-
myndina á fætur annarri, sem hafa ofbeldi
fyrir þræði, ofbeldi gegn konum ekki hvað
síst — hafa margir hrokkið upp við vondan
draum undir þessari. Þó bregðast menn
auðvitað mismunandi við. Myndin var
frumsýnd í London í síðasta mánuði og
vakti einróma reiði gagnrýnenda — allra
karlanna, en þeir eru einir um að skrifa
bíógagnrýni í ensku stórblöðin. Þeir gagn-
rýna ekki tækni, leik eða klippingu o. s. frv.,
það stenst samanburð. Nei, það var inni-
haldið sem hneykslar þá. Gagnrýnandi stór-
blaðsins The Observer hafði þungar
áhyggjur af þeim áhrifum, sem myndin
kynni að hafa á ungt fólk. Gagnrýnandi
Evening Standard sagði myndina vera
„röksemdafærslu sem hefði getað réttlætt
ofsóknir nasista á hendur Gyðingum". Og
svona fram eftir götunum!
Þessi viðbrögð eru fremur kaldhæðnisleg
í ljósi þess tjölda kvikmynda, sem einatt
eru sýndar og eru alveg barmafullar af of-
beldi af öllu tagi. Enska kvennablaðið
Spare Rib, sem segir frá þessu, bendir t.d. á
að um sömu mundir er verið að auglýsa
stórmyndina „Turkey Shoot“ í London
með plakati, á hverju byssuvæddur karl-
maður stendur klofvega yfir líkama ungrar
stúlku, sem hann var að enda við að skjóta
til bana — þaö rýkur enn úr byssunni.
Hugsið ykkur, segir Spare Rib — hvaða
fjaðrafoki það ylli ef ,,A Question of
Silence" væri auglýst á þessu plakati — það
væri þá kona, sem stæði yfir volgu líki karl-
manns! Já, við getum rétt ímyndað okkur
það.
Yvette Roudy, franski jafnréttismálaráð-
herrann hefur birt ýmsar upplýsingar um
hlut kvenna í nýafstöðnum bæjarstjórnar-
kosningum þar í landi. Hlutfall kvenna á
framboðslistum í bæjum eða fleiri en 3.500
íbúa var 21% að meðaltali. Það er nokkru
lakara hlutfall en gert var ráð fyrir í laga-
frumvarpi Yvette Roudy um hlutfall kynja
á framboðslistum þar sent hlutfall annars
kynsins mátti ekki fara upp fyrir 75%
frambjóðenda. Lagafrumvarpið var sam-
þykkt á þinginu en mætti andstöðu stjórn-
arskrárnefndar sem telur það brjóta stjórn-
arskráratkvæði. Málið er enn ekki útkljáð
að fullu. Það vekur athygli að á framboðs-
listum umhverfisverndarsinna er hlutfall
kvenna lágt, um 16%, eða 5% undir með-
altalinu.
Fleiri konur voru nú kosnar bæjarfull-
trúar en áður, eða um 13%, en í síðustu
bæjarstjórnarkosningum 1977, var hlutfall-
ið 8.4%. Þær skiptast mjög jafnt milli
vinstri og hægri, sem kemur nokkuð á
óvart, því áður hafa vinstri menn verið
taldir „kvenhollari".
En jafnréttismálaráðherrann hefur
áhuga á fleiru en stjórnmálaþátttöku
kvenna. Sem dæmi um aðra málaflokka
sem hún hefur beitt sér fyrir má nefna upp-
lýsingaherferð um menntunarmöguleika og
starfsþjálfun kvenna nú í marsmánuði.
Áður hefur hún nt. a. staðið fyrir sams
konar herferð um getnaðarvarnir, sem stóð
í heilt ár með tilheyrandi sjónvarps- og
blaðaauglýsingum, bæklingaútgáfu o.fl.
Ennfremur hefur lagafrumvarp Yvette
Roudy oft kallað „loi antisexiste", vakið
gífurlega athygli að undanförnu. I því er
opnaður möguleiki fyrir kvennasamtök að
kæra fyrir dómstólum auglýsendur sem
misnota kvenlíkamann eða misbjóða kon-
um á annan hátt í auglýsingum sínunt.
En slík notkun á sér sterka hefð í Frakk-
landi og því hefur þetta frumvarp vakið
mikinn úlfaþyt, ekki eingöngu meðal fólks
úr auglýsingabransanum heldur jafnvel
meðal ýmiss róttæks fólks sem þykir vera
púritanablær yfir þessum hugmyndum. en
víst er að það fer framhjá fáum í Frakk-
landi um þessar mundir að starfandi er
jafnréttismálaráðherra, hver sem árangur-
inn annars verður.
Á undanförnum árum hefur málefnum
vinnuverndar verið veitt vaxandi athygli.
Vinnuvernd er geysilega víðfeðm og er fátt
henni óviðkomandi. Einn þáttur hennar
eru eiturefni og hættuleg efni sem með-
höndluð eru á vinnustöðum. Víða eru sett-
ar reglur um þessi efni og með aukinni
þekkingu eru þessar reglur endurskoðaðar
og nýjar settar.
Nýlega voru endurskoðaðar reglur um
leyfilegt magn af blýi í blóði verkafólks í
Svíþjóð. í kjölfar þessara nýju reglna hafa
sprottið upp umræður um hvort markgildi
fyrir hættuleg efni í vinnuumhverfi manna
eigi að vera hin sömu fyrir konur og karla.
Ýmsir vísindamenn telja að það beri að
hafa lægri markgildi fyrir blý fyrir konur en