Vera - 01.05.1983, Side 28

Vera - 01.05.1983, Side 28
höföu verið virtar fyrir dyggðir sínar og göfugmennsku. Þær áttu að sýna fram á hvers konur eru megnugar og jafnvel hvar þær standa karlinum framar. Christine verður þarna mjög hátt stemmd og örvæntir jafnvel vegna þess að hún tilheyrir því kyninu sem svo oft og biturlega er baktalað. I örvæntingu hennar birtast henni þrjár konur og ein þeirra biður hana að herða upp hugann og halda áfram vörninni. Þessar konur kallar hún Skynsemi, Réttsýni og Réttlæti. Með hjálp skynsemi leggur Christine grunninn að borginni. Á meðan á því stendur spyr hún hana hvað felst í því fyrir'konur að vera kallaðar minni máttar og hvers vegna þær gerist ekki Iögfræð- ingar. Skynsemi tekur þá til þess ráðs að telja upp fjöldann ailan af prinsessum sem höfðu borið sigur af hólmi hvað visku snerti og tekið við stjórn en ýtt konungum til hliðar. Til þess að koma í veg fyrir að konum verði ýtt til hliðar í stjórnarstörfum vegna líkam- Iegra veikleika þá telur Skynsemi upp þær konur sem hafa gengið svo langt að sigra karlmenn í orrustum, en Christine ætlar að nota þær sem hornsteina borgarinnar. Næst spyr Christine hvort Guð hafi gefið konunni hæfileika til náms. Skynsemi telur upp fjöldamörg dæmi þess m.a. grísku skáld- konuna Sappho. Þegar hún spyr hvort nokkur kona hafi komist framar karlmanninum í hreinum vísindum eða hvort kona hafi nokkurn tímann uppgötvað áður óþekkt sannindi gefur Skynsemi henni gnægð dæma og nefnir þar á meðal Minervu og Ceres. í öðrum hluta bókarinnar hefst Christine handa að manna borg- ina með hjálp réttsýni. Til að byrja með notar hún konur sem öðlast hafa frægð vegna dyggða sinna. Því næst setur hún fram þá skoðun að feður ættu að vera hreyknir af því að eignast dætur en ekki að skammast sín fyrir það. Fyrstu konurnar sem bjuggu í Kvennaborginni voru þær sem létu stjórnast af ást til eiginmanna sinna og fórnuðu lífi sínu fyrir þá. Aðrir eiginleikar sem Réttsýni benti á að þyrftu að einkenna konur þessarar borgar eru: siðsemi, stöðugleiki, að geta þagað yfir leyndarmálum, að leiðbeina eiginmönnum o. s. frv. Christine heldur áfram að finna heppilegt fólk í borgina sína, fólk með ákveðna hæfileika og skoðanir. f þriðja hluta verksins dregur hún upp myndir af jómfrúm og dýrlingum en Réttlæti hefur úthlutað þeim stöðum sem verjendur Kvennaborgarinnar. Bókin Kvennaborgin getur talist frumrit um hinn svokallaða feminisma vegna þess að í henni lýsir Christine því yfir að konur hafi jafna hæfileika til náms og karlmenn og þar sem þær hafi jafngóðar gáfur þá geti þær krafist jafnréttis. Að lokum getur verið gott að gera sér grein fyrir niðurstöðum út frá röksemdafærslu Christine og má þá greina sex meginatriði: 1. Karlar sem deila á konur eru sekir um vanþakklæti því að þeir eiga þeim allt að þakka. 2. Karlmenn hafa rangt fyrir sér þegar þeir setja allar konur undir sama hatt og ásaka þær um ósiðsemi þó að örfáar konur gerist sekar um slíkt. 3. Konur eru í raun æðri körlum og hafa ástæðu til þess að vera hreyknar þar sem þær voru skapaðar úr vandaðra efni en þeir og þar sem Guð valdi eina úr þeirra hópi sem barnsmóður sína. 4. Mannkynssagan dregur upp þá mynd af konunni að hún búi yfir eftirsóknarverðari eiginleikum en karlinn, svo sem stöðug- leika, trúmennsku, gáfum og hæfileikum til þess að stjórna. 5. Menntun þarf ekki endilega að þýða það að bæði kynin fari sömu leið, því að það er jú vissulega munur á þeim og það má ekki gera ráð fyrir því að konur falli inn í störf karlanna. 6. Menntun er konunni nauðsynleg og getur aldrei skaðað hana. Það er ekki hægt að segja að Christine hafi beinlínis verið róttæk á okkar tíma mælikvarða. Hún reiddist því óréttlæti sern beindist að henni sem konu og þoldi ekki þá svívirðingu og niðurlægingu sem fólst í þeim viðhorfum er voru ríkjandi á hennar tímum. Hún hafði til að bera nægilegt hugrekki og hæfileika til að mótmæla kröftuglega og kveikti á þeim kyndli sem konur hal'a alla tíð síðan reynt að halda logandi. Þýtt töluvert stytt og endursagt: Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Úr bókinni Woman as Revolutionary Útgef. Fredrick C. Giffin New American Lirary, New York 1973

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.