Vera - 01.02.1986, Page 5

Vera - 01.02.1986, Page 5
 ífi veggi grunar —=Fyrir rúmu ári síðan gengust félagsráðgjafarnir Ingi- björg Pétursdóttir og Ingibjörg Broddadóttir hjá Félags- málastofnun Kópavogs fyrir hópstarfi með einstæðum mæðrum. Konum sem allar eru á aldrinum milli 18 og 30 ára var sent bréf og boð um að taka þátt í umræðuhópum um stöðu, störf og vandamál einstæðra mæðra. í hverjum hópi störfuðu 8—12 konur sem hittust einu sinni í viku í 10—15 skipti alls. Nú er í gangi þriðji hópurinn. Þær nöfnur hafa báðar reynslu af að vinna með kvennahópum, önnur í Bandaríkjunum og hin í Þýska- landi. Við Verukonur brugðum okkur bæjarleið til Kópavogs fáum dögum fyrirjól og hittum að máli konursem mynduðu einn af um- ræddum hópum, auk þeirra Ingibjargar Broddadóttur og Ingi- bjargar Pétursdóttur. Okkur lék forvitni á að fræðast nánar um starfsemina sem ekki er vitað til að eigi sér hliðstæður annars staðar á landinu. Konurnar, sem þarna voru saman komnar voru allar ungar mæður með 1—3 börn hver og það var einróma álit þeirra allra að hópstarfið hefði haft ómetanlega þýðingu fyrir þær, verið uppbyggjandi og aukiö sjálfstæðið. Við byrjuðum á því aö spyrja þær nöfnur hvernig hugmyndin að hópstarfi með einstæðum mæðrum hefði orðið til. Þær sögðu það reynslu sina að árlega leitaði mikill fjöldi einstæðra mæðra að- stoðar hjá F.K. varðandi húsnæði, fjárhagsaðstoð, dagvistar- og uppeldismál, umgengnisréttarmál o.fl. Að sjálfsögðu eiga ein- stæðir feður við sömu vandamál að stríða, en þeir eru hlutfalls- lega fáir, þess vegna hefur hópstarfið miðast eingöngu við konur hingað til. Vandi þeirra einstæðu mæðra sem leita til F.K. er sá að það reynist þeim í flestum tilfellum nánast ómögulegt að sjá sér og sínum farboða á eigin spýtur. Er þar að nefna í fyrsta lagi þá háu húsaleigu sem flestar hverjar verða að borga fyrir leiguíbúð á almennum markaði. Mikill hluti kvennanna er í verka- eða versl- unarstörfum sem eru illa launuð. Oft þurfa þær að taka sér launa- laust ,,frí“, vegna veikinda barns eða veikinda dagmömmu eða eigin veikinda. Sumar konurnar reyna að vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnutíma, t.d. með skúringum frá kl. 17—20. Er þá barninu komið fyrir í pössun eftir dagheimilistima eða að það er tekið með, þó hafa ekki nærri allar konur möguleika á að taka sér slík aukastörf. r~

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.