Vera - 01.02.1986, Side 8

Vera - 01.02.1986, Side 8
A„Huldukona“ í íslenskri myndlist Meö viötali viö Hrafnhildi Schram Um konur og myndlist fyrr og nú í sjötta tölublaði Veru birtist ágæt mynd úr listaskóla Haralds Foss í Kaupmannahöfn. Á myndinni sitja nemendurnir fjórtán tals- ins umhverfis lærimeistarann og eru þrettán þeirra konur. Ekki er þess getið hvenær myndin er tekin eöa af hverjum. I viðtalinu sþjallar Hrafnhildur fyrst og fremst um konur og myndlist erlendis, en segir þetta um upphaf myndlistariökana kvenna hérlendis: „Meðal þeirra fyrstu sem fóru á akademíuna í Kaupmanna- höfn voru islenskar konur. Ein þeirra Kristin Vidalín, var þar á undan Þórarni B. Þorlákssyni, 1890—92. Flestar af þessum fyrstu islensku konum sem fóru í myndlistarnám eru hálfgerð- ar huldukonur, saga þeirra hefur ekki verið könnuð að heitið geti.“ Er ég sá myndina og las viðtaliö komu i senn fram i hug minn nafn einnar huldukonunnar, Þóru Pétursdóttur Thoroddsen (1848— 1917) og mynd frá Ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar af 1 nemendum I teikniskóla Þóru árið 1884, en það voru 12 konur. Sumir kunna að bera brigður á að Þóra sé ein „huldukvenn- anna“, sem Hrafnhildur nefnir svo. Hún er ein fárra kvenna á þessu tímabili sem getið er i eina yfirlitsritinu, sem til er um ís- lenska myndlist, islenzk myndlist á 19. og 20. öld, eftir Björn Th. Björnsson. Þar leiðir Björn rök að þvi, að upp úr miðri 19. öld hafi aðeins konur, það er dætur og eiginkonur emþættismanna, stundaö myndlist í Reykjavik. Þær mynduðu vaxtarbrodd borg- arastéttarinnar, höfðu aðstöðu til að mennta sig að erlendum siö, 'C en þar tiðkaðist að konur lærðu að teikna, og höfðu „einar stofu- ii veggi til þess að hengja á myndir." Björn telur einnig að hér gæti áhrifa frá Sigurði Guömundssyni, málara og baráttumanni fyrir endurnýjun skautbúningsins, eneinn liöur í gerð hans var teikning S fyrir baldýringu og útsaum á búninginn. Það kom því af sjálfu sér að þar sem konur stunduðu nær því einar myndlist voru þær einar færar um aö veita tilsögn á þvi sviöi. tjaiim Björn tilgreinir Þóru, sem leiðbeindi Þórarni B. Þorlákssyni og Torfhildi Hólm, sem kenndi Einari Jónssyni myndhöggvara. Ekki segir frekar af myndlistarstörfum Torfhildar Hólm i bók Björns, en um Þóru Pétursdóttur segir svo í neðanmálsgrein: „Þóra Pétursdóttir Thoroddsen fékkst nokkuð við aö mála. Til eru a.m.k. tvær litlar vatnslitamyndir eftir hana, ekki ósnotrar; sýnir önnur Bessastaði, en hin útsýn yfir Skerjafjörðinn. Mynd- ir þessar voru áður í þúi Grims Thomsens skálds á Bessastöð- um, en hafa nýlega veriö seldar á listmunauppboði I Reykja- vík Björn rekur feril Þóru á myndlistarsviöinu ekki frekar. Þess vegna er nú kærkomið tækifæri til að gera örlítið gleggri grein fyrir Þóru Pétursdóttur Thoroddsen og störfum hennar aö myndlist og birta um leiö fyrrnefnda mynd af nemendum hennar, sem eins konar íslenskt andsvar við myndinni úr listaskóla Haralds Foss. Þóra Pétursdóttir fæddist á Staðastaö 1848. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson, þá forstööumaöur Prestaskólans, síðar biskup, og Sigriöur Bogadóttir frá Staðarfelli. Þóra ólst upp á einu helsta embættismannsheimili landsins, sem jafnframt var vel efn- um búið, enda hjónin bæöi af efnafólki komin. Um uppeldi dætra Sigriðar, en að þeirrar tíðar hætti var uþpeldið I höndum húsmóö- urinnar, farast Þorvaldi Thoroddsen svo orð; „Dætur sínar Ijet hún læra allt, sem hússtjórn snerti, eigi að- eins sauma og hannyrðir, almenna bóklega menntun, tungu- mál og hljóöfæraslátt, heldur hjelt hún þeim lika til lærdóms i allri tóvinnu og matargjörð og Ijet þær fást við hvert það verk, sem á heimili er títt og búið þarf.“ 2 Heimilið var gestkvæmt og áttu margir þangaö erindi, skólapilt- ar, prestar og aörir embættismenn og fjölskyldur þeirra. Vegna stöðu Péturs og tungumálakunnáttu heimilismanna komu erlend- ir ferðamenn gjarnan þangað í heimsókn. Kynni af þessum útlend- ingum víkkuðu sjóndeildarhring fjölskyldunnar sem komst þannig I snertingu viö erlenda menningarstrauma. Árið 1866 fór Þóra I feröalag til Skotlands og Kaupmannahafnar e V > * J

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.