Vera - 01.02.1986, Side 9

Vera - 01.02.1986, Side 9
Nemendur Teikniskóla Þóru Pétursdóttur Thoroddsen 1884. Efsta röð f.v.: Þórunn Thorsteinsson, Lára Hafstein, Sigríður Hjaltadóttir, Stefanía Stefdnsdóttir, Sigurlaug Árnadóttir, Sólveig Thorarensen. Miðröð f.v.: Sigríður Jónsdóttir, Jóhanna Matthíasdóttir, Sigríður Jónsdóttir. Neðstaröð f.v.: Elínborg Jónsdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Margrét Olsen. Á mynd úr listaskóla Haralds Foss eru nentend- urnir klœddir eins konar sloppa en svo er ekki hér og athygli vekur að aðeins þrjár kvennanna eru í „dönskum" búningi. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Sigfúsar Eymundssonar. Þjóðminjasafn. Mms. 9234. rneö foreldrum sínum og systur. En 1873 hélt hún til tveggja vetra námsdvalar í Kaupmannahöfn. Hún lagöi nokkra stund á söngnám en fyrst og fremst stundaöi hún mvndlistarnám. Læri- faöir hennar var þekktur danskur landslagsmálari, Vilhelm Kyhn (1819—1903). Hann rak teikniskóla og voru nemendur hans aðal- 'e9a konur. Vilhelm var afturhaldssamur málari og lagöist hart 9®gn frönskum áhrifum í danskri málaralist á sjöunda og áttunda eratug 19. aldar. Þóra var nemandi hjá Kyhn i tvo vetur. Fyrri vet- arinn 1873—74 sótti hún teikniskólann, eins og hún kallar hann, fimm daga vikunnar frá 9 eöa9:30 til 3 á daginn en seinni veturinn ^874—75 aðeins þrjá daga vikunnar. Nokkrar upplýsingar um rnyndlistarnám Þóru er aö finna i dagbókum hennar frá Hafnarár- unum. Ein fyrsta athugasemdin um námiö hjá Kyhn er skrifuö 22. október 1873, en þar segir: ,,Jeg hef veriö þrisvar hjá Kyhn aö teikna, eru þar margar úngar stúlkur aö starfa aö hinu sama og jeg. Sumar hafa geingiö þar i 5—6 ár aö læra aö teikna og mála svo ekki er auð- hlaupiö að iþróttinni."3 ^ftir nokkurra mánaða nám í byrjun árs 1874 segir Þóra frekar af náminu. Hún hefur énn ekki fengiö aö teikna neitt nema krukkur °9 kirnur og erfarin að veröa langeygö eftir öörum viöfangsefnum. þóra hefur orð á þvi viö Kyhn hvort ekki sé nóg komið af slíku. Með Þessu áframhaldi geti hún ekki „skitzeraö" aö vori því hún hafi enga þekkingu á hvernig teikna eigi tré, skóga eða yfirhöfuð nátt- Uruna, hvort krukkurnar komi aö gagni við það. En Kyhn svaraði aú geti maður teiknað krukkur og ýmislegt kæmi annaö af sjálfu Ser- Jafnhliöa teiknináminu byrjar Þóra aö mála meö aðstoð sam- nemenda síns. Um sumariö dvelst hún i Skotlandi, en er haustar nefur hún námiö aö nýju hjá Kyhn. Og enn teiknar hún krukkur, en Kyhn segir aö henni hafi farið fram ,,aö brúka blýantinn" um sumarið. Er liöur á veturinn fær hún margvislegri viöfangsefni. Og Joks byrjar hún aö mála undir leiösögn Kyhn. Undir vorið veikist nun af mislingum og verður þvi aö hætta náminu fyrr en til stóö. Ekkieru glöggar heimildir um hve mikiöhún lagðistund á mynd- list eftir aö náminu lauk. Margt bendir til aö hún hafi málaö reglu- bundiö næstu áratugi. Á feröalagi um Skotland og England 1880 heldur hún dagbók og fram kemur aö hún málar nokkuö þar. Um skeið rekur Þóra teikniskóla I Reykjavík. Til vitnis um það er mynd sú er hér birtist af nemendum skólans 1884. Nemendurn- ir eru eingöngu konur og allar eru þær úr efstu stéttum samfélags- ins, dætur embættismanna og betri bænda og veröandi embætt- ismannafrúr, en allar eru þær ógiftar þegar þær eru viö nám I teikniskólanum. Hve lengi skólahald þetta stóð er óvíst. Vera kann aö eftirgrennslan í dagblöðum þess tima geti veitt nokkra vitneskju um þaö. Til dæmis er ekki óliklegt aö Þóra hafi auglýst þennan skólasinn í þeim. Um 1890er Þóraenn viö kennslu, nem- andi hennar þá, Þórarinn B. Þorláksson, er liklega eini nemandi hennar sem lagði myndlist fyrir sig. Þóra var fyrsti kennari hans á þessu sviöi. Þóra fékkst viö fleira en myndlist. Hún var ágætur skákmaöur og getur þess oft I dagbókum sínum hvaöa árangri hún náði við tafl- boröiö. Hún var vel aö sér í hannyrðum hvers kyns og gaf út 1886 meö tveim frænkum sinum, Jarþrúði og Þóru Jónsdætrum, bók um þau efni, sem heitir Leiöarvisir til aö nema kvennlegar hann- yröir. Jafnframt vann hún að yfirlitsriti um hannyrðir á Islandi og safnaði gögnum í þaö verk. Hún skrifaði og ýmsar greinar i dönsk blöö um þau efni. Áriö 1887 giftist Þóra Þorvaldi Thoroddsen náttúrufræðingi. Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1895, en fluttust þá til Kaup- mannahafnar og bjuggu þar upp frá því. Mörg verk eru varðveitt eftir Þóru. í Listasafni íslands eru varö- veitt þrjú málverk eftir hana. Þaö eru tvær myndir frá Hálöndum Skotlands, önnur frá 1878 (Listasafn (sl. nr. 94) en hin frá 1884 (Listasafn íslands nr. 270) og ein landslagsmynd (Listasafn ís- lands nr. 271) sem ekki er ársett. I Þjóðminjasafni (slandser varö- veitt einkasafn þeirra hjóna, sem þau ánöfnuöu safninu eftir sinn 9

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.