Vera - 01.02.1986, Side 25

Vera - 01.02.1986, Side 25
OG varðar sérskólana og einungis fáir í iðnnámi eru á námslán- um. Langflestir námsmenn sem eru erlendis í námi taka námslán frá Lín. — Hvers vegna? Nú þeir eru flestir í fram- haldsnámi þar sem gerðar eru miklar námskröfur og þar að auki fer námið ekki fram á móðurmálinu. í mörgum þeirra landa sem islenskir náms- menn stunda nám í er talsvert atvinnuleysi og því örðugt að vinna með náminu. Mér finnst sem lítið sé talað um þá staðreynd að fjöldi þjóða er að gefa okkur mennt- un. Það kostar stórfé að reka menntastofnanir og viða greiða íslenskir námsmenn ekki nein skólagjöld. Fyrir utan heinharða þeninga má líka líta á það að landfræðilega ein- engraöri smáþjóö eins og okk- ur er það beinlínis lífsnauðsyn aö öðlast þá víðsýni sem fæst með því að mennta okkar fólk í bestu skólum erlendis. — Steingrímur og Geir stunduðu nám i Bandaríkjun- um. . . í alvöru þá er framhaldsnám erlendis okkur mjög mikilvægt! — Það finnst mörgum að námslán séu forréttindi sem námsmenn hafi umfram aðra Þjóðfélagsþegna. Já, þaðhefurskagastundar- *egt ástand hér. Þegar þessi ríkisstjórn sem nú situr tók taunin úr sambandi við fram- faersluvísitöluna en námslánin héldu áfram að fylgja henni var la9ður til grunnur að ákveðnu menntamannahatri meðal a|mennings. Fólk sþyr ekki hvort námsmenn lifi á lánum Sem séu hærri en sem nemur lagmarks framfærslukostnaði, heldur spyr það hvers vegna eámsmenn geti fengið hærri framfærslueyri úr Lánasjóðn- um heldur en það fær sjálft með átta eða tíu tíma vinnu f’esta daga vikunnar á Sóknar- eða Dagsbrúnartaxta. í stað Pess að krefjast mannsæm- Íöj/1 Svala Sigurleifsdótlir. Ljósmynd: Sigríður Bragadóttir. andi kjara er ónotast út í náms- menn og þegar almenningur kvartar mæta ráðamenn á skjáinn með llnurit og útskýra með litmyndum að um árabil hafi landsmenn lifað á erlendu lánsfé. Rétt eins og fólk viti ekki að stór hluti þessara erlendu lána hafi farið í að byggja mannvirki til að fram- leiða orku sem við seljum svo útlendingum fyrir spottprís. Það verður að setja þessa spurningu um námslán eða ekki námslán í rétt samhengi. í pólitískt samhengi. — Námslánin og Lánasjóð- urinn er spurning um annað og meira en það hvort Sigriður geti stundað tölvufræði i Danmörku eða hvort Jón geti numið bygg- ingaverkfræði í Bandarikjun- um? Þetta er ekki bara spurning um lífsfyllingu einstaklinga heldur þá staðreynd að þekk- ingarforði okkar er að mestu bundinn í einstaklingum. Get- um við búið í siðmenntuðu, tæknivæddu samfélagi án þessarra einstaklinga? Getum við búið hér án yfirgripsmikillar þekkingar í raunvísindum? Getum við verið sjálfstæð þjóð án ítarlegrar þekkingar á sögu okkar, tungu okkar og bók- menntaarfi? Og jafnvel með þá menntun tryggða verðum við líka að eiga velmenntað fólk sem stundar listsköpun í sam- tímanum. Ef við hættum að skrifa bækur, mála myndir, semja tónlist, leika og syngja þá er ekki langt í volæðið. Samfélag þar sem sköpun fer ekki fram, það deyr. — En hvað? Skilja pólitíkus- arnir þetta ekki? Ég veit það satt að segja ekki. Þú sást nú forsætisráð- herra tala í ávarpi sínu til þjóð- arinnar á gamlárskvöld um mikilvægi menntunar. Það eru orðin. En gjörðirnar? í stjórnar- tíð hans hafa orðið geysilegar breytingar til hins verra fyrir námsmenn. Fyrir einu og hálfu ári var gerð reglugerðarbreyt- ing fyrir LÍN sem veitir náms- mönnum á fyrsta misseri ekki rétt til námslána fyrr en við- komandi hefur sýnt fram á nið- urstöðu úr lokaprófum á önn- inni. Fyrsta árs nemi sem hefur nám í september fær þvi ekki lánið fyrir framfærslu í septem- ber, október, nóvember, des- ember og hluta af janúar fyrr en í janúar. Þetta hefur orðið til þess að margir hafa ekki getað hafið nám. Þá er búið að leggja af að lánað sé nema títilsháttar til skólagjalda í námi sem er fyrir neðan nám til M.A. gráðu. Og núna seinast var ákveðið að miða námslán vetrarins og um ófyrirsjáanlega framtíð við frámfærslukostnað frá því síð- asta haust. Þetta á eftir að koma sér mjög illa fyrir náms- menn erlendis. Lánin í vetur munu lækka nálægt 30% að meðaltali. Þegar gerðir ráða- manna eru þessar þá skiptir litlu hvað þeir segja. L A N A S Ó D U I R N N 25

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.