Vera - 01.02.1986, Qupperneq 30

Vera - 01.02.1986, Qupperneq 30
framboðsins: Drögum úr bruðli! Aukum þjónustuna! Eins og endranær við gerð fjárhagsáætlunar lögðu fulltrúar Kvennaframboðsins í rauninni fram sína eigin áætlun, byggða á stefnu Kvennaframboðsins og þeirri forgangsröðun verkefna, sem það telur réttláta. Hér á eftir fer kafli úr ræðu Guðrúnar Jónsdóttur, sem hún flutti við umræðurnar um fjárhagsáætlun. í ræðunni gagnrýndi Guðrún stefnu meirihlut- ans en minnti á að í tillögugerð sinni væri Kvennaframboðið samt sem áður bundið af þeim forsendum og þeim raunveruleika, sem sú stefna leiddi af sér. Síðan sagði Guðrún: „Forsendur tillagna okkar eru þessar: 1. aö draga úr bruðli við rekstur borgarinnar og verja þeim fjármunum sem þannig má spara til aukinnar þjónustu við borgarbúa. 2. að hækka framlög til bygginga þjónustustofnana þannig að þau haldist að verðgildi á milli ára. 3. að minnast afmælisársins veglega með sérstökum framlögum til þjónustubygginga, sem hafi varanlegt gildi fyrir borgarbúa. Ég mun nú gera grein fyrir fjármögnun þessara til- lagana: Lækkun á rekstrarkostnaði borgarskrifstofanna og stofnana nemur 74.1 milljón. Lækkunin tekur til eftirfar- andi: Að liðurinn ,,annað“ í nefndum og ráðum borgarinn- ar verði felldur niður en í heild er hér um að ræða 1.3 milljónir. Við erum enn þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að fulltrúar í nefndum og ráðum greiði sjálfir matar- og kaffikostnað sinn svo og að bifreiðastyrkir borgarfull- trúa og borgarráðsmanna falli niður. Á fundi, þar sem verið var aö fjalla um síð- LITIÐ ustu fjárhagsáætlun kjörtímabilsins, þótti (JM eðlilegt að iíta um öxl yfir farinn veg og vega ÖXL' °9 meta Þann ®ran9ur’ sem stefna núver- andi meirihluta hefur borið. Fulltrúar Kvennaframboðsins lögðu fram bókun þar sem megin atriði gagnrýni þess á meirihlut- ann kom fram auk þess sem í bókuninni var gert grein fyrir helstu stefnumiðum Kvenna- framboðsins. Hér á eftir fer sá hluti bókunar- innar, sem lýtur að stefnu meirihlutans: í ræðu sinni við framlagningu fjárhagsáætlunar ársins 1983 kynnti borgarstjóri breytta stefnu í stjórn borgarinnar. Þessi breytta stefna fólst í eftirfarandi: 1: Lækkun skatta 2: Nægt framboð byggingarlóða 3: Sparnaður og hagkvæmni í rekstri borgarinnar Nú, við afgreiöslu síðustu fjárhagsáætlunar kjör- timabilsins er ástæða til aö skoða hvernig þessi stefna hefur reynst. 1: Lækkun skatta: Fasteignaskatturinn var lækkaður úr 0.5% í 0.421% strax á fyrsta ári og hefur haldist þannig. í raun hefur árangurinn verið sá, að þeir sem eiga stærsta og dýrasta húsnæðið, hafa grætt mest á þessari skattalækkun. Þeim, sem eiga verðminni eignir, hefur þessi skattalækkun fært ósköp litla bú- bót. Ólíkt því sem ætla heföi mátt var beðið með aö lækka útsvarsprósentuna þangað til árið 1985, en þá breyttist hún úr 11% í 10.8%. Athyglisvert er að skoða ólíka afstöðu meirihlutans til þessara tveggja skatta; lækkaður er sá skattstofn sem kemur efna- fólki til góða strax í upphafi kjörtímabilsins, en út- svarsprósentan, sem leggst meö jöfnum þunga á tekjur allra, þarf að bíða í tvö ár eftir lækkun. 30

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.