Vera - 01.02.1986, Qupperneq 32
I
Borgar
bókasafn
Borgarstjóm samþykkir aö auka bókakaupa-
fé Borgarbókasafnsins, þannig að það hækki
um 50% milli ára.
Greinargerð:
Undanfarin ár hefur safnið verið svelt að fé til bóka-
kaupa. Árið 1984 var aukning til bókakaupa aðeins
20% milli ára, þ.e. aukning bókakosts allra deilda
safnsins var 775 eintök. Á árinu 1985 er gert ráð fyrir að
bókakosturinn aukist um 500 eintök. Afskrifuð eintök á
þessum tveimur árum voru 7866 árið 1964 og 9500 árið
1985. Við þessari þróun þarf að stemma stigu og því
verður að líta á það serji lágmark að safnið fái 50%
aukningu til þess að koma í veg fyrir að það drabbist
niður.
Heilbrigðismál
Borgarstjóm samþykkir að verja kr. 685 þús.
til rannsókna á lifríki Grafarvogs og loftmeng-
un í miðbæ Reykjavíkur.
Borgarstjórn samþykkir að fyrstu tillögur að
framlagi borgarinnar til framkvæmda á sviði
heilbrigðismála haldist óbreyttar, þrátt fyrir
niðurskurð ríkisvaldsins á framlögum til
þessa málaflokks. Það felur í sér að framlag
borgarinnar til heilbrigðismála verði áfram kr.
30.000.000 í stað kr. 25.360.000 eins og ný
áætlun gerir ráð fyrir.
Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 425 þús.
til fræðslustarfs starfsfólks á Heilsuverndar-
stöð og heilsugæslustöðvum borgarinnar í
samræmi við tillögur þeirra stofnana.
Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 320 þús.
til rannsókna á sviði tannverndar. Rannsókn
þessi miðar að því að finna áhættuhópa með-
al barna á forskólaaldri að því er tekur til tann-
skemmda. Tillagan er í samræmi við sam-
þykktir heilbrigðisráös.
Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 834 þús.
til þess að ráða tvo starfsmenn að Heilsu-
verndarstöðinni, sem hafi það sérstaka verk-
efni að annast kynfræðslu á vegum stöðvar-
innar.
Holræsi Borgarstjórn samþykkir að hækka framlag til
aðalholræsa úr kr. 60.4 millj. í kr. 80.4 millj.
Greinargerð:
í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 5 millj. framlagi
til byrjunarframkvæmda á dælustöð við Kalkofnsveg.
Hækkunartillaga þessi felur í sér að þetta framlag
hækki um kr. 15 millj., þannig að hægt verði að Ijúka við
dælustöðina á þessu ári. Enn fremur felur hún í sér að
kr. 5 millj. verði varið til að byrja framkvæmdir við suður-
ströndina.
Greinargerð:
Þessi hækkun mun gera SVR kleift að festa kaup á
mun fleiri vögnum en þeim sex sem fjárhagsáætlun
gerir ráð fyrir. Að mati Kvennaframboðsins stuðlar auk-
in þjónusta almenningsvagna að aukinni notkun vagn-
anna. Það leiðir væntanlega til meira öryggis i umferð-
inni, fækkun einkabíla á yfirfullum bílastæðum mið-
borgarinnar og dregur úr nauðsyn bygginga dýrra bíla-
geymsluhúsa. Frumskilyrði bættrar þjónustu SVR er
vaxandi vagnakostur.
íþróttir
Borgarstjórn samþykkir að leiga af Laugar-
dalshöll og Laugardalsvelli hækki um 33% frá
áætlaðri útkomu.
Borgarstjórn samþykkir að framlag til íþrótta-
starfsemi ÍBR verði lækkað úr kr. 21.5 millj. í
kr. 11 millj.
Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 1 milljón
til að koma upp skautasvellum í hverfum
borgarinnar.
Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að al-
menningur standi undir allt að 80% kostnaðar af al-
menningsíþróttamannvirkjum, s.s. sundstöðum og
skíðalyftum. En keppnisíþróttamenn standa sjálfir að-
eins undir 13—18% kostnaðar vegna þeirra mannvirkja
er þeir nota. Þetta er andstætt þeirri stefnu Kvenna-
framboösins að örva beri almenningsíþróttir, en ekki að
ýta undir keppnisíþróttir með óeðlilega lágum þjónustu-
gjöldum.
Stefna borgarinnar hvað varðar íþróttir ætti ekki að
vera að ýta undir stjörnudýrkun, heldur auðveldaöllum
almenningi að stunda líkamsrækt sér til gleði og heislu-
bótar.
Umferð
SVR
32
Borgarstjórn samþykkir að hækka framlag til
kaupa á umferðaljósum úr kr. 15 millj. í kr. 25
millj.
Æskulýðsmál
Borgarstjórn samþykkir að verja kr.
1.081.000 til reksturs útideildar í Seljahverfi.
Borgarstjórn samþykkir að framlag borgar-
sjóðs til kaupa á nýjum vögnum SVR verði kr.
53 millj. í stað kr. 35.5 millj.
J