Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 2

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 2
5/1989 - 8. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavik Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennatramboó í Reykjavik. Sími: 22188 tImarit um konur oo kvenfrelsi jL V útímakonur, sérstaklega mæður, eru sérfræðingar í sektarkennd. Þær eru aldar upp við það að vera til- finningalega ábyrgar gagnvart öllum öðrum en sjálfum sér. Þær vita — og eru stöðugt minntar á það — að heill og hamingja barna á mikið undir því að þau búi við gott atlæti í æsku. Þær vita líka að í samvistum við börn liggja raunveruleg lífsgæði og þær langar til að vera virkir þátttakendur í lífi jreirra á mismunandi æviskeiðum. En langanir kvenna ná líka út fyrir veggi heimilisins. Þær langar að taka þátt í atvinnu- og félagslífi og ef þær gera það ekki takmarka þær bæði möguleika sína síðar á lffsleiðinni og aðgang kvenna að samfélagslegu valdi. Konur eru í spennitreyju milli þess sem var og þess sem er og eiga erfitt með að koma heim og saman nútímalífi með nýjum kröfum og sundurtættum hlutverkum. í þessum jarðvegi eru góð vaxtarskilyrði fyrir sektarkenndina — þennan hnút í maganum sem herpist saman í hvert sinn sem sú hugsun gerist áleitin, að kannski komi verald- legt vafstur okkar í dag niður á börnum okkar á morgun. Sektarkenndin er mjög slítandi fyrir konur og kemur í veg fyrir að þær geri réttmætar kröfur til feðra barnanna og þeirra sem stjórna samfélaginu. Hún hefur hins vegar reynst samfélaginu í heild notadrjúg. Það þarf ekki nema örlítið salt í sárin og konur hlaupa til og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Því miður er það ennþá alltof algengt að karla skorti vilja — jafnt í opinberu lífi sem einkalífi — til að sinna fjölskyldumálum af ábyrgð og innlifun. Konur mega hins vegar ekki gefast upp gagnvart þessari staðreynd og líta eingöngu á sig sem þol- endur. Öll erum við gerendur í lífi okkar og þó val okkar sé takmarkað af ytri skilyrðum þá eigum við ákveðið val engu að síður. í sambúð kynjanna er algengast að karlinn velji og konan lagi sig að hans vali. Þessu þurfum við að breyta ef við ætlum ekki að gera þetta að kynfylgju barnanna okkar. Við konur þurfum að læra að standa við okkar eigið val og karlar þurfa að læra að taka þarfir annarra fram yfir sínar eigin. Vilji konur öðlast frelsi, sjálfsvirðingu og sjálfstraust verða þær að losa sig undan sektarkenndinni. isg. Sojourner Truth Sojourner Truth (1777-1883) var bandarísk baráttukona gegn þrælahaldi og fyrir kvenréttindum. Hún fæddist þræll og gekk kaupum og sölum þar til hún lenti á býli nokkru í New York fylki. Þar þrælaði hún á árunum 1810-26 og eignaðist a.m.k. átta börn með samþræl sínum sem hét Thomas. Áriö 1927 flúði hún yfir á annað býli sem var í eigu Van Wagener fjölskyldunnar. Þar leitaði hún til dómstólanna og krafðist þess að sonur hennar, sem seldur hafði verið ólöglega til plantekrueiganda í Alabamá, fengi frelsi. Hún vann það mál og þegar hún fékk sitt eigið frelsi fluttist hún til New York undir nafninu Isabella Van Wagener. Næstu 15 ár vann hún í borginni og tók þátt í starfsemi ýmiss konar hugsjónahópa. Arið 1843 heyrði hún raddir sem skipuðu henni að yfirgefa borgina og taka upp nafnið Sojourner Truth. Hún gerði þetta og ferðaðist síðan um og talaði á vakningasamkomum í fylkjunum á austurströnd Bandaríkjanna. Árið 1847 hitti hún forystumenn úr samtökum gegn þrælahaldi í Northampton í Massachusetts og upp frá því helg- aði hún þeim samtökum krafta sína. Árið 1850 fór hún yfir á vesturströndina til að selja þar sjálfsævisögu sína „The Narrative of Sojourner Truth" (Frásagnir Sojourner l’ruth). Vakti hún mikla athygli og gífurlegt fjölmenni hlýddi á magnþrungna fyrirlestra hennar um þrælahald og kosningarétt kvenna, sem var mál sem varð henni æ hugstæðara. Árið 1851 hélt hún þá ræðu sína sem frægust hefur orðiö, „And ain’t I a woman" (Og er ég ekki kona). Hún settist að lokum að í Battle Creek í Michigan og vann þar að verkalýðs- og mannúðarmálum. Eitt af því sem hún beitti sér mjög fyrir undir það síðasta var að svertingjum yrði látið í té land og að stofnað yrði „Fylki svartra" í Bandaríkjunum. Var hún m.a. talskona fyrir því að svartir flyttu búferlum til miðvestur-ríkjanna. Hún settist í helgan stein árið 1875, þá 98 ára gömul, en hélt engu að síður áfram að taka á móti heimsóknum hvaðanæva að úr Bandaríkjunum. Hún lést árið 1883 106 ára gömul. Þess má geta að nafn Sojourner kemur enn viö sögu í frelsisbaráttu kvenna og svartra því í Boston er gefið út mánaðarblað sem ber nafn hennar. Þaö er stefna blaðsins aö beita sér gegn hvers kyns kynþátta- og kynjafordómum og það birtir einvörðungu greinar, viötöl og annað efni uin og eftir konur. Er óhætt að mæla með þessu blaði við þær konur sem áhuga hafa á ferskri og róttækri umræðu um kvennapólitík. isg. Mynd á forsióu: Rut Hallgrímsdóttir Ritnefnd: Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Anna Ólafsdóttir Björnsson Sigrún Hjartardóttir Sigríður Lillý Baldursdóttir Útllt: Kicki Borhammar Laura Valentino Starfskonur Veru: Ingbjörg Sólrún Gísladóttir Kicki Borhammar Vala Valdimarsdóttir Ábyrgó: Sigrún Hjartardóttir Auglýsingar: Björk Gísladóttir Setning og fllmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Bókagerðin Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.