Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 22
þá hafði séð, og fleiri og fleiri. Það var
mikil hugbót að hlusta á slíkar um-
ræður — en kvöldin voru löng og
Ijósin slökkt. Elín var gömul og sofn-
aði snemma.
Til þess að hafa einhvern félagsskap
fór ég í andaglas og síðan að skrifa
ósjálfrátt. Vantaði þá ekki félags-
skapinn — framliðið fólk sem ég
þekkti sjaldnast nema af afspurn. Allt
hafði fólk þetta sama boðskapinn. Ég
átti eingöngu að hugsa um andlega
hluti og bænagerð. Allir sem fást við
hið yfirnáttúrulega verða varir við
öflin tvenn, gott og illt. En ekki
þurfti nema að kalla á síra Hallgrím
Pétursson, þá hurfu allir dökkálfar.
Viðfangsefnið var sem sé mínar
miklu syndir og endurlausnarkenn-
ingin. En hvaða syndir átti ég svo sem
að hafa getað drýgt, vesalingur sem
oftast hafði veriö lokuð inni á stofn-
unum? Einhver öskufúll spekingur
hafði þó sagt: „Það er ekki til sú synd
að ég hafi ekki fundið rót hennar í
minni eigin sál.“ — Þá hafði ég það.
Ég hugsaði mikið um það hvers
vegna ég fengi að lifa þegar ungir
vinir mínir voru að deyja allt í kring-
um mig og komst að þeirri niðurstöðu
að þarna á bak við lægi einhver til-
gangur. Mér væri ætlað að lifa eitt-
hvað mjög merkilegt þegar mér
batnaði. Og þess var ekki langt að
bíða. Eina nóttina sögðu hinir fram-
liðnu við mig: ,,Nú hættir þú bráðum
að tala við okkur.“ Því vildi ég ekki
trúa um svo ágætan félagsskap.
Skömmu seinna var ég send í að-
gerð inn á Landakotsspítala og þótti
hún heppnast það vel að nálgaðist
kraftaverk. Ef Matthíasi Einarssyni
lækni hefði ekki tekist jafn vel með
mig og raun varð á, væri ég núna með
kryppu því bakið á mér var með stór-
an hnút. En Matthías rétti úr mér svo
ég gat gengið bein.
Nú þóttist ég hafa fengið svar. Ég
átti að kynna mér rómversk-kaþólska
trú. Ég bað systurnar um bækur og
fékk rit Jóhannesar Jörgensens frum-
herja kaþólskunnar á Norðurlöndum,
þess sem kom Kiljan í klaustrið forð-
um. En um það vissi ég ekkert þá. Við
lestur þessara og annara kaþólskra
rita fannst mér ég koma úr skamm-
degi inn í bjartan dag. Ég ákvað að
verða kaþólsk. Þetta var árið 1931-
Ég gerði mér fyllilega grein fyrir að
það er ekkert smáskref að hafa
siðaskipti, en á þeim tíma var al-
menningur alls ófróður um kaþólskan
sið og kallaði slíkt heiðindóm og
villutrú. Ég var lengi að velta því fyrir
mér hvernig ég gæti sagt frá ákvörð-
un minni við systurnar án þess aðrir
heyrðu.
Ég lá á þriggja manna stofu og einn
daginn var eitt rúmið tómt og konan
í hinu rúminu varð skyndilega rugluð,
og með óráði. Þarna kom tækifærið.
En þá var ég gripin köldum efa. Var
þetta Guðs vilji? Þá allt í einu sá ég
birtast óljósa mynd frammi við dyrn-
ar sem skýrðist smátt og smátt. Það
var ung kona í nunnubúningi Karmel-
reglunnar. Ég þóttist vita hver hún
var, hin heilaga Teresa frá Lisiaux, en
sögu hennar hafði ég lesið.
Nú þurfti ekki frekar vitnanna við.
Þegar systir Balbína kom inn sagði ég:
„Systir, ég ætla að verða kaþólsk."
„Ja, sá,“ var það eina sem hún
sagði.
Daginn eftir rétti hún mér bæna-
kver og sagði: „Soster Clemensia siger
man skal ikke lobe sádan.“ En þarna
var stofufélagi minn, orðinn allt í einu
með fullu ráði, eins og ekkert hefði
í skorist.
Þegar systurnar sáu að mér var
fullkomin alvara kölluðu þær á
Meulenberg biskup sem var hámennt-
aður guðfræðingur og hann upp-
fræddi mig um heilaga kirkju. Hann
gaf mér alveg nýja sýn yfir
íslandssöguna og þátt rómversku
kirkjunnar í mótun íslenskrar forn-
menningar. Menntunarþörf mín hefur
síðan farið mjög eftir kaþólskum leið-
um um sagnfræði og heimspeki.
Ég varð mjög hrifin af heimskirkj
unni og datt í hug að gerast nunna.
Um þetta leyti voru fimm ungar, ís-
lenskar stúlkur á leið í Jósefsreglu, þar
á meðal besta vinkona mín Jónína
Jónsdóttir frá Blönduósi sem fór utan
skömmu síðar. Ég hafðifyrir löngu
ætlað í Kennaraskólann og tók þar
próf 1933- Nú þóttist ég geta orðið
kennslununna. En ekki virtist Guð
vilja það. Ég veiktist aftur af berklum
og var þá útséð um klausturvistina.
Skömmu seinna náði ég aftur heilsu
nokkurn veginn. En lengi saknaði ég
klaustursins. Það var eins og horfin
ást.
Eg gerðist kennslukona við Landa-
kotsskóla í átta ár, til 1941. Þar var
gott að vera. Á þeim árum lifði ég lífi
ungu, ógiftu stúlkunnar sem bjó ein
í herbergi í vesturbænum. Ýmsir
vildu létta mér þá einveru, ungir
menn og gamlir. Fyrst varð ég upp-
veðruð vegna athygli kvæntra merk-
ismanna sem voru miklu ofar í
mannfélagsstiganum en ég. Hélt ég að
þarna yrði mikið um andlegar um-
ræður og bauð þá fyrst velkomna. En
þá varð ræða höfðingja þessara nær
eingöngu um leiðinlegar eiginkonur
sem þeir höfðu slysast til að eiga og
að sögn skilningslausar mjög um
þarfir stórmennanna. Átti ég nú víst
að bæta þar úr. Ég varð ákaflega
hneyksluð, hafði mikið meyjarstolt
og stutt varð í þessum heimsóknum.
Annars var ég ekkert áfram um að
gifta mig. Húsmóðurstaða þeirra
tíma var oftast mikill þrældómur,
nema hjá efnuðu fólki. En einstæðar
mæður áttu illa æfi. Gömul vinkona
„Ég veiktist aftur
af berklum og var
þá útséö um
klausturvistina.
Skömmu seinna
náöi ég aftur
heilsu nokkurn
veginn. En lengi
saknaöi ég
klaustursins. Þaö
var eins og horfin
ást.”
mín, Kristín systir Einars Benedikts-
sonar skálds, sagði einu sinni við mig:
„Þér eigið að gifta yður, góða mín.
Hin ógifta kona einangrast í þjóð-
félaginu.“ Ég fór að hugsa minn gang
og loks kom að því að ég fann mann
sem ég gat treyst.
Árið 1939 giftist ég Sæmundi L. Jó-
hannessyni frá Barðaströnd. Hann var
þá í Stýrimannaskólanum og varð
seinna stýrimaður og skipstjóri á
togurum og við fluttumst til Patreks-
fjarðar. Við eignuðumst fyrsta barnið
1940, Jóhannes sem seinna varð
íþróttakennari í M.R. Næst kom Guð-
rún skrifstofumaður, síðan Margrét
fóstra. Ekki var alltaf hægt að fá ljós-
móður á Patreksfirði og ég fór til
Stykkishólms á fæðingardeild systr-
anna. Þar fæddist Gullveig nú ritstjóri,
Hjalti loftskeytamaður, Logi verk-
stjóri og loks Frosti prentari 1953-
Á Patreksfirði lifði ég lífi sjómanns-
konunnar sem er algjör einvaldur á
heimilinu því maðurinn er nær alltaf
úti á sjó. Þessu kunni ég vel að
mörgu leyti. En því fylgdi mikil ein-
semd. Ég þekkti nær engan fyrstu árin
og hús mitt fylltist af smábörnum. Það
er mikið púl að eiga sjö börn á fáurn
árum og hefði orðið mér ofviða ef
ekki hefðu komið til ungu stúlkurnar
sem ég fékk til hjálpar. Þetta var á
stríðsárunum og ömurlegt í meira
lagi að vita manninn sinn á sjó í þeim
hildarleik. Einkum sló óhug á alla
þegar kafbátar fóru að sökkva ís-
lensku fiskiskipunum, fyrst Reykja-
borginni og síðan Fróða, þar sem þeir
létu ekki nægja að skjóta skipin niður
heldur drápu mennina á björg-
unarflekunum og um borð þá sem í
varð náð.
Það varð því mikil huggun að hafa
þessar góðu stúlkur hjá sér til að tala
við. Sumar voru hjá okkur árum sam-
an, Hólmfríður Jónsdóttir í sjö ár og
Guðlaug Guðmundsdóttir frá menn-
ingarheimilinu Brjánslæk langdvölum
og er heimilisvinur fram á þennan
dag.
Stúlkurnar voru mikið fleiri en mig
langaði venjulega til að ég ætti þær
sem dætur og hafði samviskubit yfir
að geta ekki sent þær allar í skóla. En
hvernig hefði þá farið um heim-
ilishaldið?
Þetta voru óskir sem aldrei gátu
ræst. Þær hurfu mér flestar, þó ég
frétti að þær urðu nýtar konur, hver
á sínu sviði. En hvaðvarð um hana
Diddu Hálfdanardóttur frá Önund-
arfirði? Hún svaf mér til fóta í tóm-
legu hjónarúminu 1942. Algert
álfabarn með gullhár, gáfuð og
skemmtileg. Hvar er hún nú? Ég
sendi henni kveðju.
Eg tók mikinn þátt í félagslífinu á
Patreksfirði. Þar var fullt af sauma-
klúbbum og félagsstarfi með skemmti-
legum konum, t.d. í kvennadeild
22