Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 26
um sínum við annað fólk, hvort sem um er að ræða eiginmenn, foreldra, börn eða elskhuga. Meöferð fyrir konur Edna I. Rawlings og Dianne K. Cart- er ritstýrðu mjög ítarlegri bók um meðferð fyrir konur, „Psychothera- py for Women", sem út kom árið 1977. Þær skipta sálfræðilegri með- ferð í þrjá flokka. I fyrsta lagi er hefð- bundin meðferð eins og hún hafði verið stunduð fram yfir 1970 og er víða enn. Þessi hefðbundna meðferð fól f sér kynferðislegt misrétti eins og að ofan greinir. Hinir tveir flokkarn- ir eru meðferð án kynferðislegs mis- réttis (non-sexist) og feminisk meðferð. Tvær síðarnefndu stefnurn- ar eiga ýmislegt fleira sameiginlegt en að stuðla að jafnræði með körlum og konum. Þær ganga báðar út frá því að í eðli sínu geti kynin verið ólík, en þessi mismunur er látinn liggja á milli hluta, vegna þess að félagsmót- un umhverfisins hefur svo mikil áhrif á hegðun okkar. Þess vegna er skjól- stæðingunum látið eftir að setja sér sín eigin markmið án þess að þar sé stuðst við menningarbundin kynhlut- verk í skjóli líffræðilegs mismunar, sem harla oft styðst ekki við nein rök. Feministar líða hvorki vald dulúðar né drottnunar gagnvart skjólstæðing- um. Þeir krefjast jafnræðis í per- sónulegum tengslum milli fólks, t.d. milli þeirrar manneskju sem leitar sér GAMLAR VERUR ELDAST EKKI „VERA" FRÁ UPPHAFI - ALLS 40 BLÖÐ - FÁANLEG FYRIR AÐEINS EINA FIMM ÞÚSUND KONU! EINSTÖK BLÖÐ EINNIG FÁANLEG Á GAMLA VERÐINU. VERA Sími: 22188. Gi*æðum landið - g'eymiim fé IBUNAÐARBANKI ÍSLANDS sálfræðilegrar meðferðar og þess ein- staklings sem hana stundar. Femin- ismi gengur út frá því að misrétti ríki og felur í sér kröfu um að karlar og konur hafi jöfn tækifæri til valds, bæði persónulega og í pólitískum og efna- hagslegum skilningi. Þetta þýðir til dæmis að sú manneskja sem stundar feminiska meðferð gerir mikið af því að útskýra fyrir skjólstæðingi sínum tilgang þess sem gert er. Einnig hefur skjólstæðingurinn eins mikið val og hægt er og vald yfir því sem fram fer. Rawlings og Carter bera mjög ítarlega saman feminiska meðferð og meðferð án kynjamisréttis. Þær forðast að legg- ja mat á það hvor sé betri, en benda þó á að þessar áherslur eigi mis- munandi vel við eftir því hver skjólstæðingurinn sé. Feminisk með- ferð eigi við konu sem er ósátt við þröngan ramma menningarbundins hlutverks síns sem konu og er að leita annarra möguleika. Hin leiðin eigi betur við þegar feminismi sé ógn- andi fyrir konuna. Það er margt annað áhugavert sem Rawlings og Carter gera skil í bók sinni. Ég get ekki látið hjá líða að nefna umfjöllun þeirra um það hver geti stundað feminiska meðferð, sem er mjög umdeilt atriði. Þær telja að sjálfsögðu skilyrði að vera feministi, en kunnátta, reynsla og hæfileikar til meðferðar ásamt áhuga á hugmynda- fræði feminista skipti meira máli en formlegar prófgráður. Aðeins konur geta verið fyrirmyndir fyrir þær konur sem leita sér meðferðar, en þær hafna ekki þeim möguleika að karlar geti stundað feminiska meðferð. Chesler (1972) er aftur á móti þeirr- ar skoðunar að karlar eigi ekki að stunda meðferð á konum vegna þess ójafnvægis sem er í völdum karla og kvenna í vestrænum samfélögum. Rawlings og Carter telja þetta of miklar öfgar, því jafnréttissinnaðir karlar sem séu kunnugir vandamálum kvenna séu færir um meðferð til handa konum. Þeir séu jafnvel betri en konur sem ekki séu jafnréttissinn- aðar, og einnig ef kona sem þarfnast meðferðar vantreystir öðrum konum. Þetta eru þó undantekningar frá þeirri meginreglu að betra sé að konur séu í meðferð hjá konum, og þær fjalla ýtarlega um það hvenær konur ættu ekki að vera í meðferð hjá körlum. Það eru mörg viðfangsefni í kvenna- sálfræði sem ekki hafa verið nefnd í þessari grein, svo sem persónuleika- kenningar og rannsóknir. Ég hef áhuga á að draga smám saman fleira fram í dagsljósið, einkum ef ég fæ góð viðbrögð við þessu efni. Akureyri 17. júlí, 1989- Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur. Heimildir: Brodsky, A.M. og Hare-Mustin, R.T. ritstj. (1980). Women and Psychotherapy: An Assessment of Research and Practice. New York. The Guilford Press. Broverman, I.K., Broverman, D.M., Clark- son, F.E., Rosenkrantz, P.S. og Vogel, S.R. (1970). Sex Role Stereotypes and Clinical Judgements of Mental Health. Journal of Consulting and Clinical Psychology: 34, 1, 1-7. Chesler, P (1973). Women and Madness. New York. Avon Books. Rawlings, E.I. og Carter, D.K. (1977). Psychotherapy for Women: Treatment Toward Equality. Springfield, III., Charles C. Thomas. Sturdivant, S. (1980). Therapy with Wom- en: A Feminist Philosophy of Treatment. New York, Springer Publishing Company. Gildismat í feminiskri meöferð. 1. Staöa kvenna er lakari en karla vegna þess aö konur hafa minni pólitísk og efnahagsleg völd en karlar. 2. Sá sem stundar feminiska meöferö skilgreinir ekki skjólstœöing sinn eftir stétt hennar. 3. Flelsta ástœöa fyrir andlegum sjúkdómum kvenna er félags- leg en ekki persónuleg. 4. Þaö firrir konuna ekki ábyrgö þótt áhersla sé fyrst og fremst á streituvalda umhverfisins. 5. Feminisk meöferöeríandstööu viö þau markmiöaö laga konuraö félaglegum aöstœöum. Markmiöiö eru þjóöfélagslegar breytingar. 6. Aörar konur eru ekki óvinurinn. 7. Karlar eru heldur ekki óvinurinn. 8. Konur þurfa aö öölast efnahagslegt og sálrœnt sjálfrœöi. 9. Vinátta, ást og sambúö eiga aö byggja á tengslum meö jöfnum þersónulegum völdum. 10. Helsti mismunurí kynbundinni hegöun veröur aö hverfa, til þessaö útrýma óhagstœöum vœntingum til karla og kvenna og óhollum staöalímyndum. 26 (Rov/lings og Carter bls. 54-58. Útdráttur.)

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.