Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 25
ANDLEGA HEILBRIGÐ KONA í AUGUM SÁLFRÆÐINGA Á undanförnum árum hefur aukist mjög umrœöa um kvenfrelsisbaráttu og áhrif feminisma á ýmsar frœði- greinar og starfsaö- feröir. Gagnrýni feminista hefur haft veruleg áhrif á alla þœtti sálfrœöi; rannsóknir, kenn- ingar og meðferð. Til dœmis hefur þróast sálfrœöileg meðferö fyrir konur út frá feminiskri hugmyndafrœöi. Mikil áhersla er lögð á mikilvœgi manneskjunnar sem meðferðina stundar; mikilvœgi viöhorfa hennar, gildismats og skoöana á framgang meðferð- arinnar og árangur. Kvennahreyfingar hafa gagnrýnt sál- fræðilega meðferð af ýmsu tagi fyrir að viðhalda kynferðislegu misrétti. Þessi gagnrýni hefur haft heilmikil áhrif. Þó er ég ekki viss um að allir sem stunda meðferð eða leita sér meðferðar geri sér grein fyrir sam- bandinu sem er á milli jafnréttisbar- áttu og þess hvernig meðferð er stunduð. Ég hef ekki orðið vör við umfjöllun um þessi málefni hér á landi og mig langar að reyna að vekja slfka umræðu. Gagnrýni feminista hófst um 1970 og beindist að þvf hve mjög viðhorf, skoðanir og vinnubröðg sérfræðing- anna einkenndust af kynjamisrétti. Einnig gagnrýndu feministar til dæm- is að persónuleikakenningar sem lágu til grundvallar meðferð væru kenn- ingar um karla en ekki konur. Árið 1972 kom fyrst út bókin ,,Wom- en and Madness" eftir Phyllis Chesl- er, sem er sálfræðingur og feministi. í bókinni spurði hún margra mjög áleitinna spurninga um þær konur sem höfðu leitað sér aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar og um þjón- ustuna sem þær fengu. Þá eins og nú voru konur í meirihluta þeirra sem leituðu slíkrar aðstoðar. Þeir sem meðferðina stunduðu, sálfræðingar, geðlæknar og aðrir, höfðu fyrst og fremst verið karlar, og Chesler gagn- rýndi þá fyrir að vinna gegn hags- munum kvennanna. Viðhalda van- líðan þeirra og auka hana fremur en uppræta. Þeir hefðu önnur og óhag- stæðari viðmið um heilbrigði fyrir konur heldur en karla. Hún ásakaði þá sem stunda meðferð fyrir að undir- strika hjá konunum kvenímynd sem einkennist meðal annars af valdaleysi, einfeldni, ótta, sjálfsásökunum og tor- tryggni í garð annarra kvenna. Hvernig er andlega heilbrigö kona? Já, það skiptir máli hvernig við álít- um að andlega heilbrigð kona sé, því andlegt heilbrigði er alltaf haft að markmiði. Við skulum skoða þekkta rannsókn til að átta okkur betur á því hvað Phyllis Chesler var að gagnrýna. Inge K. Broverman og fleiri (1970) rannsökuðu skoðanir fólks sem stundaði meðferð á því hvernig heil- brigður einstaklingur væri. Þau sendu spurningalista til 79 einstak- linga (33 kvenna og 46 karla) sem stunduðu meðferð og báðu þá um að lýsa heilbrigðri, þroskaðri og félags- lega hæfri manneskju. Beðið var um lýsingu á fullorðnum einstaklingi án þess að kynferði væri tilgreint, og einnig var beðið um sérstakar lýsing- ar bæði á karli og konu. Niðurstöður voru á þá leið að lýsing- unni á ókyngreindu manneskjunni svipaði verulega til lýsingarinnar á karlinum, en lýsing á heilbrigðri, þroskaðri og félagslega hæfri konu var töluvert frábrugðin hinum. Lýs- ingin á konunum var á þá leið að þær væru undirgefnari en karlar, ósjálf- stæðari, hefðu minni ævintýralöngun og auðveldara væri að hafa áhrif á þær. Einnig hefðu þær minni árásar- hneigð, minni samkeppnisanda, yrðu fyrir meiri áhrifum af minniháttar kreppum í lífi sínu en karlar, auðveld- ara væri að særa tilfinningar J^eirra, þær væru tilfinningasamari, upp- teknari af útliti og framkomu og sýndu minni hlutlægni. Niðurstöður Broverman rannsókn- arinnar staðfestu með þessum hætti að ekki gilti sama viðmið um andlegt heilbrigði fyrir konur og karla. í stuttu máli fannst svarendum andlega heilbrigðar konur í rauninni ekki eins heilbrigðar og heilbrigðir karlar. Bov- erman og félagar ályktuðu þess vegna að þeir sem stunda meðferð hjálpi til við að viðhalda mismunandi og stöðluðum ímyndum af konum og körlum, og með því er verið að við- halda kynferðislegu misrétti og ef til vill andlegu óheilbrigði. f baráttu sinni fyrir réttindum kvenna og betri sálfræðilegri meðferð hafna feministar því að karlímyndin eigi að vera viðmið fyrir heilbrigða einstaklinga af báðum kynjum. Feministar halda því fram að best sé að ímyndir, bæði konu og karls, feli í sér þá bestu persónuþætti sem tengst hafa hvorri ímyndinni um sig. Sem dæmi má nefna að samkvæmt þeim hugmyndum myndi í meðferð vera unnið að því að konur geti tjáð bæði blíðar tilfinningar og reiði og ákveðni. En staðalmynd af konu hefur ekki alltaf gert ráð fyrir að eðlilegt væri að hún væri reið eða ákveðin og enn síður að hún léti slfkar tilfinningar í ljós. Því er ekki líklegt að sá sem stundar meðferð út frá óheilbrigðum stöðluðum ímyndum af konum stuðli að því í meðferð að þær nái að átta sig á „ókvenlegum" tilfinningum og láta þær í ljós. En flestum þykir vonandi ekki lengur óheilbrigt að konur verið reiðar. Susan Sturdivant (1980) bendir á að feminisminn felur í sér kröfu um frelsi til handa konum. Frelsi til að bera ábyrgð á öllum mikilvægum þáttum lífs síns, svo sem tilfinningum, vitsmunalífi, fjárhag og kynlífi. Þá þurfa konur sjálfar að fá að skilgreina kvenímyndina, í staðinn fyrir að gangast undir skilgreiningu karla á konum. Þetta þýðir einnig að konur verða að skilgreina sjálfar sig sem sjálfstæða einstaklinga, óháð tengsl- 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.